Á að niðurgreiða matinn fyrir allt launafólk í landinu úr ríkissjóð ?

Eða bara fyrir útgerðirnar , stenst það frægu jafnræðisregluna ?

 

Af hverju niðurgreiða útgerðarmenn þetta ekki af sínum gróða ??? 

 

Einkahagnaður beint í vasa eigenda útgerðana en kostnaður ( í formi skattaafsláttar )  og tap greitt úr ríkissjóði þegar svo ber undir ? Á endalaust að hjakkast í þeim hjólförum ? 

 

Sjómenn komast ekki heim að borða og ekki á veitingastaði heldur. Hafa ekkért val um hvað þeir borða um borð, bara take it or leave it reglan. Og eru svo rukkaðir um matinn ? Fer ekki saman. Í raun þvingaðir til að borga það sem þeir velja ekki sjálfir. Og nú vill útgerðin fá ríkisstyrk uppá tæpan milljarð af skattfé til matarmála í eigin fyrirtækjum. 

 

Óttast útgerðir landsins að fara á hausinn vegna þessa milljarðs ? Að fá milljarð minna í hagnað hvert ár...

 

Samúð ráðamanna virðist vera hjá útgerðarmönnum, þeim vorkennt og reynt að koma á ríkishjálp..trúi þessu ekki. Af hverju pressa ráðamenn ekki á útgerðarmenn að þeir borgi sjálfir en komi ekki með betlandi ölmusustaf og vilji fé úr ríkissjóð 


mbl.is „Samningur kominn okkar á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband