Tortryggilegt

Þessi neitun Seðlabankans er til þess eins fallin að vekja tortryggni á málinu og þá má spyrja sig um hvervegna það er gert ? Er ætlunin að kasta rýrð á þá félaga sem upptakan er af ? Hvað með lög um upplýsingaskyldu opinberra aðila ?

Ég vil ekki trúa því að Seðlabankinn hafi verið notaður , líkt og aðrir bankar að því er virðist, eins og einkabanki. Á fólk nú að halda að þeir félagar hafi gert eitthvað rangt ? Óskandi að leitað verði álits hjá þeim og þeir beðnir um að liðka til að RÚV fái þessar upptökur. Svo þetta fari nú ekki á flakk í mörg ár í dómskerfinu okkar og endi svo með því að upptakan sé svo týnd....úps.


mbl.is Rúv fær ekki upptöku úr Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er viss um að leyndin er vegna þess að þetta er svo vandræðalegt símtal að þeir eru bara að vernda alla þjóðina frá kjánahroll.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2012 kl. 00:01

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vonum það Guðmundur, vonum að það sé allt of sumt ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 00:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta var algjörlega skrifað í hálkæringi. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2012 kl. 00:51

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Datt ekki annað í hug Guðmundur !

Kv. ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband