Þjóðkirkjutryggðir

Allir þeir sem búa hér á landi eru sjúkratryggðir. Engu að síður þurfum við að greiða aukalega fyrir þá þjónustu sem við leitum eftir hjá læknum þegar við þurfum á að halda. Þeir sem eru hér í heimsókn en búa í útlöndum, þurfa að greiða sama verð og erlendir ferðamenn. Með réttu eða röngu, þannig er það.

Fólk hefur val um það að vera í Þjóðkirkjunni eða standa utan hennar. Þeim sem eru skráðir í hana, fylgir sóknargjöld úr ríkissjóði. Þegar við svo þurfum sérþjónustu í okkar perónulegu þágu, eins og skírn, brúðkaup, fermingu eða jarðarför. greiðum við aukalega fyrir þá þjónustu. Getum kallað það Þjóðkirkjutrygging.

En ólíkt þeim sem eru sjúkratryggðir vs. þá sem eru það ekki. greiða allir sömu þóknun fyrir þjónustu kirkjunnar. Líka þeir sem búa í útlöndum og væntanlega ferðamenn líka, standi þannig á að þeir þurfi þjónustu , giska ég á. Væri ekki rétt að þeir sem vilja ekki vera skráðir í Þjóðkirkjuna, greiði fullt verð ( án niðurgreiðslu ríkisins í formi sóknargjalda) þegar sérþjónustu kirkjunnar er óskað ??? Samkæmt sömu reglum og hvað varðar niðurgreiðlsu sjúkratrygginga og hlutfalli heildarupphæðar.

Er sanngjarnt að allir greiði sama gjald fyrir sérþjónustu kirkjunnar þegar á þarf að halda ? Eða væri réttlátt að þeir sem eru skráðir meðlimir fái verulegan afslátt og aðrir greiði fullt verð ? Það þykir mér.

Það er ekki sjálfgefið að kirkjan verði til staðar þegar fólk þarf á að halda ef fram heldur sem horfir. Ef fólk vill hafa hana til staðar þegar það þarf á að halda, þá þarf að hlúa að henni og vera skráður í hana. Mun okkur bregða í brún þegar við förum að sjá kirkjur auglýstar til sölu á fasteignasíðum blaðanna ? Og verður okkur sama í hvað nýjir eigendur breyti henni í ??? Verslanir ? Veitingastaði ? Skemmtistaði ?

,,Enginn veit hvað átt hefur , fyrr en misst hefur", segir máltækið. Gott að hugleiða....;)


mbl.is Veruleg þáttaskil í trúmálapólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sá kirkju úti í Amsterdam sem hafði verið breytt í skemmtistað. Kom alveg þokkalega út.

hilmar jónsson, 3.4.2012 kl. 00:18

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er svo sem visst hagræði í því að gifta sig á skemmtistað..;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 07:12

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér færslu þín Hjördís. 

Íslenska Þjóðkirkjan er mér afar kær og Ísland má ekki við því að missa hana. Þetta verður okkar baráttumál.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.4.2012 kl. 08:02

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir stuðninginn Gunnar. Ég held að margir haldi að kirkjan verði bara til staðar hvort sem fólki styðji hana eða ekki og jafnvel þó það rakki hana niður og sjái henni allt til foráttu. Svona af gömlum vana. En það þarf auðvitað að hlúa að henni svo hún sé til staðar þegar fólk vill nýta þjónustu hennar.

Tel tímabært að teknar verði upp tvær verðskrár fyrir sérþjónustu kirkjunnar, að fyrirmynd sjúkratryggðra hjá Sjúkratryggingum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 08:43

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, það má svo sem reyna að bera saman hlutverk sjúkratrygginga og þjóðkirkjunnar.

En satt best að segja, Hjördís, er þarna harla ólík þjónusta lögð að jöfnu. Barn sem á rétt að þjónustu sjúkratrygginga vegna aðildar móður eða foreldris, er lífsnauðsynlegt að fá reglulegt eftirlit fyrstu daga, vikur og ár ævi sinnar eins og allar umhyggjusamar mæður vita.

Þannig er því hins vegar ekki varið með aðild barns að þjóðkirkjunni. Barnið hefur enga þörf fyrir þjónustu kirkjunnar á einn eða neinn hátt sem því gagnast, hvorki til að halda lífi, heilsu eða félagsskap í okkar samfélagi í dag. Þess hefur kannski verið þörf áður á öldum, líkt og við sjáum nú hjá börnum sem fædd og alin eru upp í samfélagi múslima.

Barn hefur enga þörf fyrir skírn hjá presti innan eins eða neins trúsafnaðar. Alveg er talið fullgilt að tilkynna nafngjöf til Hagstofunnar sem við greiðum til með sköttum okkar. Ferming (staðfesting á skírn), er þar af leiðandi óþörf, þar sem skírn innan trúsafnaðar er athöfn sem felur í sér inngöngu í trúsöfnuð ásamt yfirlýsingu á nafngjöf.

Sama gildir um aðrar athafnir trúsafnaða. Þær er líka hægt að sækja til opinberra aðila og greiða fyrir sérstaklega.

En það er skerðing á frelsi nýfædds barns að því sé gert að tilheyra sama söfnuði og móðir eða foreldri. Þú myndir sjálfsagt ekki kæra þig um að vera skráð í Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna rétt eftir fæðingu og eiga þess svo kost að skipta um flokk fyrst við kosningaaldurinn, eða hvað finnst þér, Hjördís?

Sigurður Rósant, 3.4.2012 kl. 08:43

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þú ert að misskilja mig Sigurður. Ég er að tala um að tvær verðskrár gildi um þá þjónustu sem við þurfum á að halda og / eða viljum fá hverju sinni og greiðum aukalega gjald fyrir úr eigin vasa, umfram það sem kemur frá ríkinu.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 08:49

7 identicon

Jú, ég er sammála þér Hjördís. Þetta meikar náttúrulega alveg sens, að þeir sem eru ekki skráðir meðlimir, en vilji samt nýta sérþjónustur, greiði meira.

Ef ég þyrfti að nýta þessar sérþjónustur, þá myndi ég glaður greiða hærra gjald en þeir sem eru skráðir meðlimir.

Tómas Árni (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 09:52

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ánægjulegt að þú sért mér sammála Tómas. Þetta er umræða sem ég tel að samfélagið þurfi að taka og ég undrast að kirkjan hafi ekki gert það sjálf , amk hefur hún ekki gert það opinberlega svo ég muni til.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 10:24

9 identicon

Að hér sé þjóðkirkja sumra íslendinga... setur ísland á stall með löndum íslam.. allt sem heitir trúfrelsi fellur ofan í ræsið.. hrækt er framan í stóran hluta þjóðarinnar.. þegar menn tala um og reka ríkistrúarstofnun. Meira að segja kirkjan sjálf er ónýt á eftir ríkisvæðingu... er bara orðin að Geimgaldrakarlsstofnun ríkisins.. eins og ÁTVR nema þetta er HTVR(HjáTrúar Verslun Ríkisins)

 Við verðum að athlægi á heimsvísu ef þessi vitleysa heldur áfram... hvað þá ef menn fara aðráðum stjórnlagaráðs.. sem telur að það sé hægt að kjósa um ríkistrú.. bara þetta atriði segir okkur öllum að stjórnalaráð er ekkert nema óstjórnaróráð

DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 10:47

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skil þig ekki alveg DoctorE með að við yrðum að athlægi á heimsvísu og svo þetta með ráð stjórnlagaráðs ? Viltu útskýra betur ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 12:47

11 identicon

Að land sem kennir sig við lýðræði, jafnrétti og svo trúfrelsi skuli reka trúarsöfnuð; Það er nóg til að gera ísland að athlægi, nóg til að gera okkur á ruglukollum og vanþróuðum hottintottum útávið.. minnir að það séu bara 2-3 lönd á heimsvísu sem kurla sama ríki og kirkju eins og ísland gerir.

Stjórnlagaráð telur að það sé hægt að kjósa um hvort hér verði ríkistrú.. um leið og stjórnlagaráð segir þetta.. þá segir það að meintur meiruhluti þjóða geti troðið persónulegri trú sinni yfir allt og alla.. í krafti meirihluta... þetta lýsir algerri vanþekkingu á öllu sem heitir mannréttindi/réttlæti.. Þetta er verra en að byggja olíuhreinsistöð á Þingvöllum.. og Ómar  skrifar undir

DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 13:09

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Úff DoctorE....veit ekki hvað skal segja við þessu en takk fyrir að skýra þetta betur.

Veit samt ekki til þess að önnur lönd séu að setja útá okkur að vera hér með Þjóðkirkju og sóknargjöld, held þau byrji við fermingaraldur amk ekki við fæðingu muni ég það rétt. Sem að vísu kom mér á óvart þegar ég heyrði af því.

En hvaða skoðun hefur þú á því hvort fólk greiði sama þjónustugjald hvort sem það tilheyrir Þjóðkirkjunni eða ekki, þegar það óskar eftir persónulegri þjónustu hennar ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 13:45

13 identicon

Jú menn erlendis  setja út á að ísland hafi þjóðkirkju, hafa gert það í nokkur skipti, síðast á þessu ári; Það hefur verið gert margsinnis.. en ísland gerir ekkert, viðheldur því hrópandi óréttlæti að hér skuli vera ríkiskirkja sumra íslendinga.. Það sjá allir að hér getur ekki verið ríkistrú eða kirkja.. við þyrftum að vera kristin alveg 100%;

Ferming er ekkert nema tæling, þar sem óþroskaðir krakkar eru plataðir með gjöfum til að viðhalda skráningu þeirra í HTVR(HjáTrúar Verslun Ríkisins). 


Það er fáránlegt að kalla til trúarhópa þegar þarf að aðstoða fólk í neyð og sorg; Hér á að kalla til fólk sérmenntað, sálfræðinga,geðlækna.. en ekki trúarhópa sem vinna leynt og ljóst að því að selja örvæntingarfullu fólki sína útgáfu af "Master of the universe™  Þetta má alls ekki.. þetta er alger skömm

DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 15:10

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ætli prestar séu ekki álíka mikið menntaðir og þeir sem þú nefnir...

Veit samt enn ekki skoðun þína á því hvort þeir sem eru ekki skráðir í Þjóðkirkjuna, ættu að fá að greiða sama gjald fyrir sérþjónustu og þeir greiða sem eru meðlimir ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 16:00

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Æ, afsakaðu fljótræðið, Hjördís. Hélt þú værir að tala á sömu nótum og fréttin, en þú hefur valið hliðargötuna.
En nú er því þannig varið hér á Íslandi, að þeir sem eru utan þjóðkirkjunnar eru rukkaðir um svokallað sóknargjald, alveg eins og hinir sem eru skráðir í þjóðkirkjuna eða aðra trúsöfnuði. Eiga þeir ekki rétt á afslætti á sama hátt og innvígðir? Í Danmörku er þjóðkirkja, en þeir sem eru utan hennar eru ekki rukkaðir um þessa summu. Ekki einu sinni þó þeir tilheyri öðrum söfnuðum kristinna. Danska ríkinu virðist ekki koma við hvað aðrir en þjóðkirkjubundnir gera.
Hvar eiga þeir sem standa utan þjóðkirkjunnar þá rétt á afslætti, Hjördís? Féð rennur til Háskóla Íslands, en ekki veit ég til þess að þeir sem standi utan þjóðkirkjunnar fái neitt sérstakan afslátt þar af þjónustu Háskólans.

Sigurður Rósant, 4.4.2012 kl. 16:09

16 Smámynd: Sigurður Rósant

Reyndar ertu að fjalla um ákvæði í lögum um sóknargjöld en ekki ákvæði í lögum um skráð trúfélög eins og fréttin fjallaði um, Hjördís.

Sigurður Rósant, 4.4.2012 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband