Sjálfboðaliðar

Þá vitum við það, allt frítt hjá þeim. Vonandi að það gildi þá fyrir alla.

Annars vona ég að það verði gerð úttekt á gjaldtöku endurskoðunarfyrirtækja, til að sjá hvort allir greiði sama verð, svona svo maður fari nú ekki að halda að eitthvað sé þar til sölu gegn gjaldi, greiðum, gjöfum eða risnu...

 


mbl.is Niðurstöður Deloitte ekki keyptar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Allt glæpamenn, eða hvað?

Örvar Már Marteinsson, 6.4.2012 kl. 12:48

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það held ég ekki Örvar. Heldur þú það ?

Hinsvegar er enginn hópur samfélagsins fullskipaður englum.

Það er ótraustvekjandi að bankarnir fengu allir topp Allt í Gúddí einkunnir fyrir hrun og kannski eftir það líka, veit það bara ekki. Þessvegna er tortryggni gagnvart þeim og evt hefði verið heppilegra hjá útvegsmönnum að biðja einhvern annan að hjálpa þeim með mat á áhrifum nýs frumvarps.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 13:00

3 identicon

Mér finnst óþolandi með öllu hvernig bankar sem og fyrirtæki í endurskoðun, ekki einu sinni í eigu Íslendinga, blanda sér í umræðuna um þjóðþrifamál ríkisstjórnarinnar. Slíkt mundi ekki gerast í okkar nágrannalöndum eða til dæmis hér í Sviss. Jafnvel lagatæknimenn með 4 ára pungapróf í lögfræði eru að tjá sig um kvótafrumvörpin og fjölmiðlar birta þetta eins og að skoðanir þessara manna skipti máli. Nýlega var vitnað í einhvern Svein Andra, gott ef ekki á forsíðu, maður sem er einkum þekktur fyrir það að serða konur. Vitleysan hér á skerinu virðist engan endi taka vilja. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 13:06

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skoðanir hvaða fólks skiptir máli varðandi kvótann Haukur ? Mér þykir allar skoðanir áhugaverðar og allar eiga rétt á sér við umræðuborðið.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 13:25

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú ekki nýtt að þessi þorvarður bregðist harft við fyrir þá LÍÚ-menn. Fastur liður á undanförnum misserum. Ef einhverju á að breita þá hefur þessi þorvarður Dílott sprottið upp og vaðið fram á gólfið með þann málflutning aðallega að allt fari lóðbeint til helvítis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2012 kl. 13:41

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skrítið ef Þorvarður er um leið talsmaður LÍÚ Ómar, skilji ég orð þín rétt.

Annars er ég hugsi yfir nokkrum orðum sem ÞG segir í fréttinni :

,,Deloitte er alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki og niðurstöður þess fást ekki keyptar,“ segir í yfirlýsingunni."

Vill hann meina að íslensk endurskoðunar- og/eða ráðgjafyrirtæki taki við pöntunum ? Veit hann dæmi þess ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 14:23

7 identicon

Arthur Anderson var alþjóðlegt fyrirtæki, heldur betur. Gott ef þeir settu ekki stuðlana sem þessi Þorvarður Dílott drullast til að vinna eftir. Arthur Anderson er ekki lengur til, fyrirtækinu var lokið eftir að í ljós kom að þeir seldu sig Enron, svo um munaði. Ég tek ekkert  mark á þessum sjoppum, held þeir skrifi undir allan andskotann, ef greiðslan er í lagi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 14:45

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hjördís, þessi þorvarður Gunnarsson hefur komið fram alveg frá 2009 og fundið því öllu til mikillar foráttu sem til breitinga horfir í Sjávarútvegi. það sem er athygisvert er hve yfirlýsingar hans eru gildishlaðnar. Sem dæmi má nefna 2011:

„Það skiptir ekki máli hvort notaður er hamar eða sleggja til þessað rota fiskinn. Hann er jafndauður,“ sagði Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)."

http://mbl.is/frettir/innlent/2011/10/27/hefdi_storskadleg_ahrif/

Fyrningaleiðin var lía ómöguleg 2009:

,,Með fyrningarleiðinni væri verið að kollvarpa núverandi skipulagi greinarinnar. Þetta myndi að

mínu mati hafa í för með sér umtalsverðan kostnað, sem felst m.a. í því að flest félög í

sjávarútvegi myndu fara í þrot og afskrifa þyrfti skuldir þeirra."

http://www.liu.is/files/%C3%9Eorvar%C3%B0ur%20Gunnarsson_1581383443.pdf

Og svo framvegis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2012 kl. 14:53

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Langar einmitt að vita hvað þeir taka fyrir Haukur og það væri óeðlilegt ef stórir viðskiptavinir fái ekki ríflegan afslátt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 15:02

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Ómar og skrítið að hann skuli vera hissa að dregið sé í efa það sem frá þeim kemur víst hann virkar vera talsmaður þeirra um leið.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 15:03

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, málið er að mínu mati, að það er látið eins og þessi þorvarður sé að koma til bara í dag. það verðurað setja allt í samhengi. Hann hefur verið eins og grár köttur hjá LÍÚ undanfarin misseri með digurbarkalegar yfirlýsingar í anda LÍÚ.

Ennfremur leynir sér ekkert álit þorvarðs eða þeirra sem eru að skrifa fyrir Dílott að þeir eru bara á móti því að átt sé eitthvað við gróða útgerðarfyrirtækja. Má sjá td. í þessu svarbréfi eirra:

,,Ljóst er að fiskveiðiaulindin ER sameign þjóðarinnar og hagsmunir eigandans fyrst og fremst að hér sé rekinn hagkvæmur sjávarútvegur. Hagkvæmni næst hinsvegar aldrei ef áform um að skattleggja allan hagnað greinarinnar ná fram að ganga"

http://mbl.is/media/11/4511.pdf

þetta er allt of æsingakennt og upphrópunarkennt til að geta verið komið frá hlutlausum yfirveguðum aðila.

Ennfremur segja þeir hjá Dílott að ef ákvæði núverandi frumvarps væru reiknuð afturvirkt til 2001 þá þýddi það að hagnaður útgerðar hefði verið tekinn 105%.

þetta er bara rugl og ekki hægt að taka alvarlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2012 kl. 16:59

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ekki sniðugt hjá útgerðinni að láta þá vinna þetta fyrir sig, víst þeir hafa verið eins og gráir kettir í kringum þá Ómar.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.4.2012 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband