Fálkaorðan

Er ekki tekinn af mönnum þó síðar komi í ljós að menn hafi ekki endilega átt hana skilið. Svo er hægt að hrifsa verðlaunfé af öðrum eins og ekki neitt sé. Amk að reyna það allharkalega. Það er of mikið offors af hálfu ríkisins. Eftir hrun missti obbinn af arkitektum vinnu sína. Svo þarf að hamast í þeim vegna verðalaunfés.

Nú er að sjá hvort ríkið haldi áfram að hamast og áfrýji til Hæstaréttar.

En er búið að byggja hjúkrunarheimilið og þá eftir hvaða teikningu ?

Þreytandi hvað það þarf oft að standa í stappi og hártogunum við ríkið sem erum við sjálf. Eins og það sé óvinur en ekki vinur. Við eigum ekki að þurfa að vera hrædd við ríkið. Ef einhver ætti að þurfa þess, væri það einmitt í hina áttina, að ríkið væri smeykt við almenning. Af hverju þarf þetta að vera svona og ætli önnur lönd dragi sitt fólk jafn oft fyrir dóm og hér er gert ? Þeas ætli málin sem ríkið höfðar eða þegar því er stefnt, séu álíka mörg ? é
g efast stórlega um að ástandið sé svona á t.d. hinum Norðurlöndunum. Af hverju er ekki hægt að ræða málin og komast að samkomulagi oftar en virðist vera ?


mbl.is Ríkið mátti ekki svipta arkitekta verðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það hafi ekki verið að gefnu tilefni að umboðsmannsembættið var stofnað í Svíþjóð áratugum fyrr en á Íslandi.  Og einkennileg sú árátta að halda að íslensk stjórnvöld hljóti að vera þau verstu í heimi; amk. á Norðurlöndum.  Það er misskilningur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 21:00

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Segðu mér meira Þorvaldur.

Reyndar lít ég svo á að þó einhver slysist til að vera verri en einhver eða eitthvað, geri ekki annað betra. En það er svo sem viss huggun í því fyrir sumt fólk kannski. Það er engum yfirvöldum til sóma að standa í stappi við eigið fólk sem að auki, hefur kosið það til að stjórna á réttlátan og sanngjarnan hátt. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.4.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband