Upptaka

Það þarf bara að sýna þjóðinni upptökur frá gærkvöldinu. Þá getum við séð þetta með eigin augum.

Og svo vona ég að Björn Valur verði spurður af hverju hann sagði að JG hafi verið búinn að drekka áfengi. 

Og svo þarf augljóslega að eiga til lager af áfengismælum á Alþingi, eða hreinlega setja búnað í ræðustól eins og í sumum bílum, sem pípa ef ræðumaður hefur fegnið sér áfengi. Og í leiðinni, við innganginn !! Gengur ekki að menn mæti í vinnu eftir að hafa drukkið, landið hefur hrunið eitt skipti allhressilega, og það er lágmark að hafa algsgáð vinnuafl í þjónustu á Alþingi. Ég man eftir könnun sem danskir blaðamenn gerðu fyrir ca. 2 til 3 árum síðan. Þeir könnuðu leyfar af eiturlyfjum á salernum og undanskildu ekki þinghús sitt. Þar fundust leyfar, eins og á búllum í kring og líka á fínni stöðum. Væri ekki bara fínt að lög væru sett að Alþingismenn fari í randóm tékk við áfengi og lyfjum ? Það er gert við íþróttamenn, svo hversvegna ekki ? Og stjórnendur stórra fyrirtækja og bankanna.

Annars hegg ég eftir orðalgi JG að hann hafi ekki ,,smakkað einn dropa hér í kvöld".  Hvernig á að skilja þessi orð ? Að hann hafi semsagt fengið sér annarsstaðar en á Alþingi ? Eða stundum önnur skipti á Alþingi , en ekki þetta kvöld ? 

 


mbl.is Sagði alþingismann vera drukkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Upptökur af þingfundum eru aðgengilegar á vef Alþingis.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2012 kl. 09:10

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Guðmundur en ég vona að blaðamenn grafi þetta upp og birti, hefðu átt að gera það þegar fréttin var unnin, setja link inná þar sem JG er í ræðustól í gærkvöldi. Það var gert þegar Sigmundur Ernir átti í hlut.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 09:13

3 identicon

Spegilmynd sína Snati sá

stjarfa eins og styttu.

Ýlfraði han og urraði á

ekkísens fyllibyttu!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 09:20

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég velti því fyrir mér hvort vinnueftirlitið fylgist ekki með vinnutíma fólks á alþingi og víðar.

Það er óskiljanlegt fyrirkomulag, að fólk skuli vera að vinna næstum á sólahringsvöktum þarna. Fólk verður vansvefta og jafnvel þvoglumælt af hvíldarskorti. Það er mannskepnunni nauðsynlegt að fá nægan svefn og hvíld, til að sinna sínum störfum vel.

Það er orðið slæmt ef fólk þarf að sækja sér orku í áfengi eða læknadóp, til að halda sér gangandi í vinnunni. Það er mikil skammtíma-orka í áfengi, en ekki lausn á hvíldarskorti, og læknadópið er vanabindandi, slævandi og stórhættulegt. Það er ábyrgðarleysi að keyra starfsfólk á tíma og kröftum sem ekki eru til. Það gildir um alla vinnustaði. Það er t.d. verið að yfirkeyra heilbrigðis-stéttina á þennan óábyrga hátt, ásamt fjölda annarra starfsstétta.

Vinnueftirlitið, yfirvöld og Gylfi Arnbjörnsson (einhverskonar ASÍ) láta þessi starfskjör sig engu varða, þótt þau þiggi laun fyrir að sinna þessu eftirliti og skyldum. Það er best að skoða skyldur vinnueftirlitsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2012 kl. 09:37

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir vísuna Hrúturinn...skil hana samt ekki alveg en það gera vonandi aðrir ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 09:43

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð og þörf innlegg hér og koma að mörgu.  Mikið til í því sem þú segir Hjördís að hann sagði Hér í "kvöld" Stoppaði líka á þessu.  Það skyldi þó aldrei vera að þingmenn fengju sér í glas svona milli ræða, það væri svo sem eftir öðru.  Er ef til vill bar í húsinu?

Anna Sígríður góð hugmynd með vinnutíma, nær hann ekki yfir alþingismenn eins og aðra. Þeirra störf eru ekki síður mikilvæg og geta verið hættuleg fólki ef ranglega er farið með valdið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 09:44

7 identicon

Ha ha aha frábær hugmynd með græjuna sem pípar.

Þrtta mundi stórauka áhorf á Alþingisrásina spennuþáttur sem gti orið jafn vinsæll og Leiðarljós...

Sólrún (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 09:47

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Akkúrat Anna mín, hef oft hugsað það sama. T.d. það að keyra eftir of litla hvíld, hefur víst sömu áhrif á akstur og áfengi. Þaðgilda t.d. lög um aksturflutningabílstjóra, vökulögin. Ætti að gilda um fleiri ökumenn. Skrítið að þeir sem setja lögin, þekki þau ekki sjálfir og myndu þá ekki keyra bíl eftir minni hvíld en lögin segja til um.

Svo væri gaman að vita það sé ólöglegt að mæta í vinnu á Alþingi eftir að hafa fengið sér áfengi og eftir atvikum einhver lyf sem hafa áhrif á heilann, örvandi eða sljóvgandi, lögleg eða ólögleg. Og ef ekki, hvort þess þurfi þá ekki ?

Ég vil hafa þjóna okkar á Alþingi, sem og þá sem stjórna stærstu fyrirtækjum landssins og bönkunum, alsgáða í störfum sínum. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 09:49

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ef þarna er bar Ásthildur mín, þá rétt vona ég að þeir þurfi að borga fullu verði ! ;))

En þeir eiga að vea alsgáðir, það er lágmarkskrafa. Allavega á meðan fólk á vinnumarkaði fær ekki að fá sér smá í glas á vinnutíma. Það er alltaf svo erfitt að átta sig á hvað er ,,smá". Er það eitt glas eða eru þau 5 ? Matsatriði , svo það þarf að vera alveg bannað. En þetta eiga þau að vita sjálf, svo vel menntuð og með mikla reynslu af að setja lög um hvernig almenningur á að hegða sér. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 09:53

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega þau ættu að vita betur.  Þau eru að höndla með fjöregg þjóðarinnar hvern dag.  Hvar er ábyrgðin?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 10:04

11 identicon

Hver skyldi nú vera Snati Skallgríms???

Almenningur (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:11

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hún er ekki hjá þeim og sennilegast hverekki. Ábyrgð er bara til í orðabókum, það er alveg á hreinu eftir hrunið.

Björn Valur óskaði eftir því að Forseti Alþingis myndi kanna málið. Ætli það hafi verið gert ? Að Forseti hafi amk beðið JG að anda framan í sig ? Auðvitað þyrfu að vera þarna áfengismælar þegar menn koma með svona ásakanir, best fyrir alla.

Sé að mbl.is er búið að uppfæra fréttina og sé ekki það sem mig minnir að ég hafi séð í morgun. Um það að hvort Björn Valur hefði sakað VG eða Samf. Þingmenn um það sama...þegar Sigmundur Ernir var sakaður um þetta á sínum tíma ( og sú ásökun reyndist rétt og var sýnd upptaka af því, sem skortir hér), þá var hann stjórnarþingmaður. Svo þetta er ekki endilega flokkslínumál og asnalegt að reyna að koma því í þann farveg. 

En hvernig koma JG á þingfund, eftir ferðina í Mosó ? Kom hann keyrandi á eigin bíl ? Það væri áhugavert að vita og þyrfti að koma fram. 

En svo er nú varla of seint fyrir JG að skella sér uppá slysó og fá blóðprufu til að sanna mál sitt, þar sem þessi ásökun er komin fram. Verst að þar er alltaf svo löng bið , en hann þarf þá bara að bíða eins og annað fólk. 

Já Sólrún, það þurfa að vera þarna mælar og tæki, það er alveg klárt mál. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 10:17

13 identicon

Ef upptaka finnst ekki, má benda á frábæra heimildamynd um bavíana sem sýnd var á RUV sl haust. Hegðunarmynstrið er alveg sambæriegt og þeirra í grjótkastalanum á Austurvelli!

Almenningur (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:25

14 identicon

Ég veit ekki hvar þú sást tilvitnun um að Jón Gunnarsson hefði sagt "hér í kvöld", en hér er handrit ræðunnar af vef Alþingis (http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120607T012518.html):

"Virðulegi forseti. Hér kom hv. þm. Björn Valur Gíslason í ræðustól Alþingis áðan og brigslaði þingmönnum um að vera drukknir í ræðustól þingsins. Þegar eftir því var gengið við hann eftir að hann fór úr ræðustól staðfesti hann að hann ætti við mig í þessu tilfelli.

Nú get ég upplýst hæstv. forseta um að ég hef ekki bragðað áfengi í kvöld. Ég var fyrr í kvöld á fundi með sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ til kl. 22.30 og var mættur niður í þing í ræðu kl. rúmlega 23 og hef ekki smakkað neitt áfengi á þessum tíma.

Það er orðin mikil málefnaþurrð og lágkúra í vinnubrögðum meiri hluta þingmanna þegar komið er fram með þessum hætti og ég geri kröfu á það, virðulegi forseti, að forsætisnefnd verði kölluð saman til fundar og að þessi ummæli þingmannsins fái viðeigandi meðferð hjá hv. forsætisnefnd."

Það að einhver segi annan drukkinn þýðir ekki endilega að viðkomandi sé drukkinn.

Stefán Árni Stefánsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:27

15 identicon

Maður gæti alveg séð þetta fyrir sér og að forseti Alþingis væri með takka í borðinu hjá sér sem hann gæti hækkað og lækkað með.

Skrúfað í botn þegar að stjórnarandstaðan er að koma í stólinn en slakað svo niður þegar styjórnar þingmenn tala og gæti jafnvel sett ráðherranapípið á "Silent" til öryggis.

Svo urði auðvitað samantekt eftir mánuðinn.Hverjir pípuðu mest stjórn eða stjórnarandstaða,hvaða flokkur,konur eða karlar,og hvaða einstaklingur væri með mesta pípið...

Sólrún (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:28

16 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hver er Snati Skallgríms Almenningur...?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 10:34

17 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Stefán Árni, en þetta stendur á mbl.is í þessari frétt hér. Og ekki lýgur Mogginn er alltaf sagt, svo ég lét það nægja.

En var eitthvert áfegni  í boði í Mosó í gærkvöldi ? Fékk sér einvher í glas og mættu svo á Alþingi og þá hverjir ef svo var ? Og komu allir keyrandi á eigin bílum ?

Já Sólrún, það hefur svo oft verið dylgjað um að menn mæti fullir eða kenndir í vinnu á Alþingi svo það er orðið löngu tímabært að breyta og bæta á Alþingi með mælum og tækjum til að svona kjaftagangur hætti alveg. Það er öllum fyrir bestu og ég hef enga trú á öðru en að ef það þyrfti að setja lög sem heimila að Alþingisemnn séu teknir randóm í áfengis - og/ eða eiturlyfjatest að slík atkvæðagreiðsla fræi 63-0 og því samþykkt mótbárulaust.  Og svo þyrfti að leyfa tékk í hvert sinn sem áskanir koma að sjálfsögðu. Það hefði verið sniðugast ef JG hefði brunað á eigin bíl, beina leið á slysó í gærkvöld til að fá áfengismælingu úr blóði, þannig hefði hann getað hreinsað nafn sitt , en nú er það sennilegast of seint og þetta mun loða við hann með réttu eða röngu. Því miður er það oft þannig að menn eru seir þar til þeir sanna sakleysi sitt. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 10:42

18 identicon

Skipshundurinn á lekabyttunni Jógrímu? 

Almenningur (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:45

19 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Veistu það Almenningur, að ég kann ekki við svona uppnefni á fólki. Og mér þætti vænt um að þú látir slíkt eiga sig á mínu bloggi. Takk ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 10:49

20 identicon

Almenningur (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:58

21 identicon

Alveg án gríns þá er það meira en dapurlegt að umræða Alþingis innan þess og utan skuli vera orðin með þessum hætti.

Þjóðin hefði sannarlega þurft á Alþingi að hald sem væri trúverðugtog skapaði samstöðu og kjölfstu á þeim erfiðu tímim sem hér hafa gengið yfir.En þar er að sjálfsögðu enginn ábyrgur frekar en vant er.Eg held því miður að skemmdin komi innan frá þó svo að almenningi sé sagt að skammast sín fyrir að láta svona.

Síða kemur spurningin hvort að Alþingi og ráðamenn séu einfaldlega spegilmynd samfélagsins.Svo hver á þá að benda á hvern?

Sólrún (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 11:35

22 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þeir eru að setja lög á almenning hvað megi og hvað ekki, alla daga. Þeir þurfa þá að reyna að standa sig sjálfir eða slaka á að banna allt milli himins og jarðar og ætla það öðrum en sjálfum sér.

En fínt að Björn Valur baðst afsökunar, en engu síður þarf að breyta á Alþingi svo svona uppákomur komi ekki fyrir aftur. Nóg hefur verið slúðrað í gegnum tíðina að menn mæti þarna kenndir. Komið fínt og ég vona að þetta mál verði til þess að lögum verði breytt , sé þess þörf, annars að kaupa þá mæla, tæki og tól sem til þarf til að mæla hvort mennhafi neytt áfengis ( eða eiturlyfja). Það geta allir orðið háðir slíku, Alþingsmenn eru ekki undanskyldir þeim möguleika að sjálfsögðu. Þeir þurfa hinsvegar að vea edrú í vinnunni, svo mikið er víst. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.6.2012 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband