Nafni afa síns, hvað meira ?

Af hverju er já niðurstaða 2/3 hluta, til marks um óeiningu ? Væri sömu viðbragða að vænta ef flokkurinn sem hann tilheyris, fengi sömu niðurstöðu í Alþingiskosningu ? Er mótstaða hans og fleiri, fyrst og fremst vegna þess að hans flokkur samdi ekki tillögurnar ? Hvað ætli sé búið að eyða miklum tíma og fjármunum úr almannasjóðum í gegnum áratugina, í að reyna að breyta stjórnarskránni ? Milljarður, 5 eða 10 ? Auðvitað er frábært að hafa eilífðarverkefni til að dúllast við í áratugi í viðbót, til að þessvegna redda vinum og vandamönnum fína vinnu á góðum launum, svo það eru án efa miklir hagsmunir í húfi að klára ekki þetta mál með stjórnarskrána.

Af hverju velur mbl.is þessa tilvitnun í hann sem er fyrirsögn fréttarinnar ? Af hverju ekki allt eins : ,, þessi kosning er vísbending" ?

Svo hef ég velt því fyrir mér, hversvegna BB er staddur þar sem hann er í stjórnmálum ? Er aðalmálið það að afi hans og alnafni, var forsætisráðherra og þessvegna þurfi hann að verða það líka ? Til þess að afkomendur geti tjattað um það  og grobbað sig á því á Facebook framtíðarinnar , hvað það sé geggjað kúl að alnafnar hafi verið forsætisráðherrar ? Hefur BB sömu leiðtogahæfileika og mér skylst að alnafni hans og afi hafi haft til brunns að bera ? 

Það vill þannig til að fólk hefur heila og nær að hugsa, óháð flokkum. Í alvörunni. Og samfélögum er virkilega hægt að stjórna af ýmsu fólki í ýmsum flokkum ;)))


mbl.is „Sýnir mikla óeiningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, góð grein.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2012 kl. 00:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Hjördís míin, er það ekki bara heila málið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 00:52

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gott að heyra Axel :) 

Hef svo oft hugsað þetta, en ekki látið vaða fyrr en nú þegar ég las tapsára-fyrirsögn mbl.is við fréttina um 67% já !!! Ergir mig að hugsa til þess að það eru alltof margir sem endalaust láta sig það skipta máli hvaðan gott kemur. Það hefur kostað þjóðarbúið margflat á við kostnaðinn við hrunið. Án efa, margfalt.

BB er án efa vænsti maður. Það er Geir Haarde einnig. En það þarf leiðtogahæfileika , nafn og ætterni koma mönnum ekki í það , þó menn vilji og eins þeir sem kjósa. Sorrý, það sukkar evt, en þannig er það nú samt. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:55

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Veistu það mín kæra, ég held það sé akkúrat málið.  Við þurfum stekran leiðtoga, nægir ekki að geta montað sig á Íslendingabók.is, þó það lúkki svaka flott að hafa alnafna og báða forsætisráðherra, vá Ég held því miður að þeir draumar muni ekki rætast, fyrir BB. Fínn maður, kemur ágætlega fyrir, greindur, myndarlegur og klæðir sig vel og snyrtilega, en það er ekki nóg í Forsætisráherra-efni , hvar í flokk sem menn standa. Og tuðgjarn, svo maður noti smá gagnýni sem konur fá gjarnan, sem og það sem ofar stendur um útlit og klæðaburð

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svona ískalt mat sem bregst er ekki mjög gott til frama í pólitík og heldur ekki að eiga afa sem hefur staðið sig vel, fyrst og fremst stöndum við og föllum með okkar eigin gjörðum og afstöðu.  Við komumst aldrei fram hjá því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:17

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

BB á ekki ,,tilkall" til sætis vegna ætternis, það þarf meira til og því miður fyrir land, þjóð og BB hefur hann ekki " what it takes "  ;)) Og það er rétt Ásthildur sem þú bendir á, að við stöndum og föllum með eigin gjörðum og afstöðu. Fyrir BB held ég að hann hafi alveg fallið með því að gefa öllu því fólki sem unnu að breytingum og kjósendum stóran FU putta !!! Að gera litið úr því að tæp 70% segja já.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:27

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það skyldi þó aldrei vera Hjördís min, það skyldi þó aldrei vera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:30

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sjáum til hvað gerist Ásthildur mín..hvort hann hafi búið til eigin stjórnmál-gröf eða ekki ,með þessum ummælum, eða hvort mbl.is tók ómakið af honum með einkennilega neikvæðri FU fyrirsögn til stjórnlagaráðs og tæpra 70% þeirra sem sögðu já.

En það eru án efa mörg betur launuð störf sem bíða BB...menn kvarta margir saran undan laununum á Alþingi og margir án efa sem líta á laun sín þar sem hvern annan vasapening sem engu máli skiptir. Það þarf fólk með alvöru passion fyrir þjóðarhag á Alþingi !!! Og 100% endurnýjun á alla þá sem sátu í hruninu og fyrir þann tíma. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:34

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi maður verður ekki á flæðiskeri staddur þó hann yfir gefi alþingi, hitt er svo annað mál að þetta fólk telur sig vera gull heimsins og ómissandi í lífi okkar, sem er algjör misskilningur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:39

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hittir naglann á höfuðið, það er einmitt það sem þeir þaulsetnu halda !!! ;)))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:40

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hjördís einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að einmitt þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum erfiða tíma á næstunni, því mér sýnist þjóðin okkar sé að vakna við vondan draum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:45

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég vona að það sé rétt tilfinning hjá þér og að þjóðin haldi sér þá vakandi... !  ;)))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:48

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vona þa svo innilega Hjördís. Innilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:56

14 Smámynd: Sandy

Góðan daginn öll. Ég fór og kaus í gær,en verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið í jafn miklum vafa hvað ég ætti að kjósa, því mín tilfinning er sú að þarna takist á tveir pólar og báðir pólutískir sem mér finnst alveg agalegt. Það voru margar mjög góðar tillögur frá stjórnlagaráði sem ég vil hafa inni í stjórnarskrá, en þar er líka tillögur um framsal fullveldis sem ég get ekki verið meira á móti. Svo er hitt ef hægri armur stjórnmálanna fær einhverju ráðið þá verður auðlindum landsins úthlutað til vina og vandamanna. Þetta er mín tilfinning svo ég tek heilshugar undir með ykkur um að þjóðin þurfi að vera vakandi yfir öllum breytingum á stjórnarskrá og kæmi ekki á óvart að það kæmi til kasta forseta.

Ps. Takk fyrir góð og málefnaleg skrif.

Sandy, 21.10.2012 kl. 05:43

15 identicon

50% er reyndar  1/2 ekki 3/4.En af þessum 50% eru 70% sem vilja persónukjör.70/2+50=85% sem eru á móti flokkspólitískum kosningum.Lýsi hér með sjálfum mér sem algjörum sigurvegara þessara kosninga.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 10:36

16 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Sandy og ánægjulegt að þér þyki skrifin góð ;)

Sammála með þetta atriði um framsal fullveldis, líst engan veginn á það og vona að það hafi annaðhvort verið ranglega lagt fram eða þá að úr því verði ekki í meðförum Alþingis.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 14:14

17 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Af hverju segir þú að þetta hafi verið flokkspólitískar kosningar josef ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 14:15

18 identicon

Það var nú bara nokkuð greinilegt.Lagt var til af stjórnarliðum að segja Já við fyrstu spurningunni og Formaður sjálfstæðisflokksins vildi að Þjóðin segði NEI.Tek ekki þátt í flokkspólitík.Búinn að fá nóg.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 14:57

19 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir að skýra þetta josef. Sjálf kaus ég af því að ég vildi gera það og tók eigin ákvarðanir og lít engan veginn á þetta sem flokkspólitískt eða að með því að hafa mætt og kosið, hafi ég tekið þátt í flokkspólitík. Mér þykir hins vegar nei hópurinn hafa verið afar örvæntingarfullur og heyrst mun hærra í honum en já hópnum. Sem bar þó engan árangur, svo það hefur kannski farið þveröfugt ofan í kjósendur ???

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband