Stenst það íslensk lög að rukka aðgangseyrir að verslun ?

Fyrir hvað er verið að rukka ? Er þetta til þess að fylgjast með hverjir eru í búðinni ef einhver stelur einhverju ? Til að halda skrá um allt sem hver og einn. Laupir svo hægt sé að auglýsa beint til fólks og þessvwgna selja upplýsingar ?

 

Þarf að skrá sig inní búðina og út aftur í hvert sinn ? Hvað segir Persónuvernd ?? Ekki má IKEA ákveða hverjir koma inn og hverjir ekki. 

 

Er sama verð fyrir aldraða og börn ? 

 

Af hverju er ódýrara fyrir lögaðila ? 

 

Fari td par með eitt barn með að versla, þarf þá 3 kort; 3 x 4.800 .- ?? 

 

Munu nú íslenskar verslanir og verslunarmiðstöðvar herma eftir ? Bensínstöðvar ? Bíóhús ? Veitingahús ? 

 

Ef fólk er til í að borga fyrir  að fá að versla, þá ætti kirkjan að gera það sama og rukka aðgang. 

Verður tryggt að Costco greiði hér skatta eða munu þeir aðeins hirða hér gróða og nota bókhaldsleið til að senda allan hagnað úr landi ? 

 

Væri ekki nær að  neytendur snúi þessu við og taki greitt fyrir að koma þar inn..í hvert sinn ;) 


mbl.is Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er búinn að vera meðlimur í Costco verzlaunar klúbbnum í 27 ár og hef borgað $100 í ársgjald.

Svo hef ég verið með Credit kort sem var American Express en er núna Vísa, en það hefur ekki verið árs gjald á þessum kortum, af því að Costco er aðili að credit kortinu.

það sem er betra að það er endurgreiðsla frá 1% til 4% á öllu sem að ég greiði með kortinu, prósentan fer eftir því hvað ég er að greiða. Þessi endurgreiðsla er ekki bara fyrir vörur og þjónustu i Costco. Hingað til hef eg fengið yfir $700 á hverju ári endurgreitt. Það er gert með tékka sem að er sendur til mín og hægt er að nota við greiðslu á vörum í Costco. 

Það má lita þannig á málið að Costco borgar mér yfir $600 fyrir að vera klúbb félagi á hverju ári.

Spurningar pistilhöfundur eru út í hött.

Fyrir hvað er verið að rukka? Það er verið að rukka félagsgjald fyrir að vera í Costco verzlauna klúbbnum.

Þjófa spurningin er óþarfi að svara.

Til að halda skrá um allt sem hver og einn kaupir svo hægt sé að auglýsa beint til fólks þess vegna selja Auglýsingar? Kemur það ekki sjálfkrafa þegar fólk borgar með credit korti, en ég hef ekki orðið var við það.

Þarf að skrá sig inn i búðina og út aftur í hvert sinn? Það er engin inn og út skráning, þú synir meðlimskort, t.d. Þá er credit kortið mitt meðlimskort þegar þú ferð inn, engin skráning og það er engin út skráning nema ef þú verslar eitthvað þá þarf auðvitað að borga.

Er sama verð fyrir aldraða og börn? Það er hægt að nota sama kortið fyrir alla, þannig að það er alveg nóg að hafa eitt kort fyrir alla fjölskylduna.

Aðrar spurningar er óþarfi að svara.

Það er ánægjulegt að sjá að ég get notað kortið mitt á Íslandi, en ég borga meira en helmingi meira fyrir félagsgjaldið en þið á Íslandi.

Ekki vera svona neikvæð, bara skoða hlutina eins og þeir koma til með að vera og það er kanski ekki fyrir alla að verzla í Costco af því að það er all flest í stórum pakkningum. En ég kaupi allt sem ég get í gegnum Costco, keypti bíl í gegnum Costco og fékk $1500 afslátt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 15:03

2 identicon

Til að svara spurningum þínum...

Fyrir hvað er verið að rukka ? Fyrir að þú komir í verslunina

Er þetta til þess að fylgjast með hverjir eru í búðinni ef einhver stelur einhverju ? Já

Til að halda skrá um allt sem hver og einn. Laupir svo hægt sé að auglýsa beint til fólks og þessvwgna selja upplýsingar ? Hvað er Laupir?

 

Þarf að skrá sig inní búðina og út aftur í hvert sinn ? Já annars fær búðin ekki greitt

Hvað segir Persónuvernd ?? Sagði  bara gott í morgun!!

Ekki má IKEA ákveða hverjir koma inn og hverjir ekki. 

 

Er sama verð fyrir aldraða og börn ? Já þeir greiða tvöfalt

 

Af hverju er ódýrara fyrir lögaðila ? Aldraðir og börn greiða mismuninn

 

Fari td par með eitt barn með að versla, þarf þá 3 kort; 3 x 4.800 .- ?? Nei 2 x 4800 og 1 x 9600

 

Munu nú íslenskar verslanir og verslunarmiðstöðvar herma eftir ? Auðvitað Bensínstöðvar ? Já Bíóhús ? já Veitingahús ? já

 

Ef fólk er til í að borga fyrir  að fá að versla, þá ætti kirkjan að gera það sama og rukka aðgang.  Greitt er gjald til kirkjunnar nú þegar.

Verður tryggt að Costco greiði hér skatta eða munu þeir aðeins hirða hér gróða og nota bókhaldsleið til að senda allan hagnað úr landi ? Þeir hirða allt, skilja Ísland eftir með engan gjaldeyri

 

Væri ekki nær að  neytendur snúi þessu við og taki greitt fyrir að koma þar inn..í hvert sinn ;)  Af hverju?, þá fær verslunin ekkert greitt

Þórir (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 15:11

3 identicon

Sæl Hjördís,

Þetta er það viðskiptamódel sem Costco hefur notað áratugum saman.  Þú greiðir félagsgjald og færð í staðinn vörur, sem eru á lægra verði en annarsstaðar.  Verðmunurinn getur verið verulegur á sumum vörum, minni á öðrum, eins og gengur.

Þegar þú verður félagi færð þú kort.  Hér einfaldlega sýnir maður það þegar maður labbar inn.  Það er alltaf einhver við dyrnar og þeir bara kíkja hvort þetta er Costco kort!  Þú getur fengið leyfi til að fara inn án þess að vera með kort en þú getur ekki keypt án þess að vera með gilt kort.  

Kortið er persónutengt, þ.e. það er með nafni félagsmanns og mynd.  Ég gef aldrei séð þá kíkja á myndina á mínu korti!  Þú getur skoðað hvernig verðin eru hér í Bandaríkjunum hér:  

https://m.costco.com/join-costco.html

Við erum með Executive kort sem kostar $110 á ári.  Almenn kort og fyrirtækjakort eru $55/ári.  Ég er ekki alveg að skilja af hverju fyrirtækjakort verði ódýrari - held þeir hafi etv. Víxlað verðunum í fréttinni.

Við kaupum töluvert af mat frá Costco.  Þeir eru með mun stærri pakkningar og lægra verð pr. einingar en flestar aðrar verslanir.  Kemur sér vel þegar þarf að seðja botnlausa unglinga!  Hef líka verslað tökvur þar - þeir eru oft með góð tilboð á tölvum.  Hef t.d. keypt fjóra 27" tölvuskjái með um 50% tilboðsafsláttum undanfarin 5 ár.  Náði sjónvarpi með 25% afslætti fyrir jólin.  Costco er líka yfirleitt með ódýrasta bensínið.  

Eitt, sem Costco er með og það er að aðild að Costco gildir allstaðar í veröldinni!  Þú getur farið í Costco hér í Bandaríkjunum og verslað með félagskort frá Íslandi.

Það eru aðrar verslanir hér sem eru reknar á svipuðu módeli, t.d. Sams Club sem Walmart á.  Þeir eru líka með félagsgjald og stærri/ódýrari pakkningar.

Kveðja,

Arnor Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 15:24

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

 Til Jóhanns:

Er sama verð fyrir aldraða og börn? Það er hægt að nota sama kortið fyrir alla, þannig að það er alveg nóg að hafa eitt kort fyrir alla fjölskylduna.

Þetta er ekki rétt.  Kortin eru persónutengd með nafni og mynd.  Við hjónin eru með sitt hvort kortið, en þau eru tengd sama reikningi.  Það er sjálfsagt hægt að komast af með að nota eitt kort, en allavega hér þá tékka þeir á nafninu og myndinni annað slagið.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.2.2017 kl. 17:37

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki alveg rétt hjá þér Arnór, enda var spurningin um hvort að börn þyrftu að hafa kort til að komast inn.

Það má segja að fólk getur komið sér saman um að hafa eitt kort fyrir mömmu, pabba, afa, ömmu, sistir og bróður. Það er auðvitað ætlast til að manneskjan sem er nafnið á kortinu sé á staðnum þegar er greitt fyrir vöruna.

Til dæmis hefur sistir mín verslað í Costco í Las Vegas og Houston, en ég bý í þessum borgum, en auðvitað var ég með henni þar af leiðandi var hún gestur minn.

En Costco meðlimur getur tekið gesti, þar með er það ekki nauðsynlegt að allir séu meðlimir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 18:11

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Jóhann:

Að sjálfsögðu er hægt að taka með sér gesti:)  En ég veit þeir tékka á þessu, því stjúpsonur minn reyndi einu sinni að fara fyrir mig í Costo.  Gekk ekki upp því þeir kíktu á myndina - við eru ekki beinlínis líkir;)  En við hjónin urðum að fá okkur sitt hvort kortið enda oft ekki saman að versla.  Við vorum ekki í Costco meðan við bjuggum í San Antonio, en hér eru vöruverð nokkru hærra og Costco því góður kostur.  

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 9.2.2017 kl. 18:54

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki skoðað hér í USA þegar þú ferð inn hvort að þú sést korthafi, heldur er það þegar þú borgar fyrir vöruna, þá er það skoðað hvort að myndin á kortinu er af þeim sem er með kortið.

Fjölskyldan fer í Costco einu sinni í viku og þá er keypt fyrir vikuna og eitt kort á heimilinu. Það er hægt að fá auka kort en ég veit ekkert hvort það þarf að borga fullt gjald fyrir það, af því að fyrir okkur,er það óþarfi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband