15.10.2012 | 12:31
Fasta krónutöluálagningu
T.d. 10 krónur og endurskoða það svo þegar það koma betri tímar og sterkari króna ;)) Og hætta þessu stússi með að hækka og lækka margsinnis yfir daginn...hvernig á fólk að ná að finna út á mínútumillibili hvar er ódýrast að tanka hverju sinni ?
Væri það ekki bara upplagt ráð fyrir olíufélögin ? Það fylgir ekki fréttinni hvort olífélögin hafi tapað krónum per líter á sama tíma og þykir mér fréttin lögð þannig upp að samúðin eigi að fara til þeirra, líka þeirra sem hafa fengið milljarða afskrifaða og dömpað yfir línuna. Ef þetta er svona skelfilegur bransi...af hverju eru menn þá að standa í þessum buisness ???
Og að andúðin eigi að fara til vondra yfirvalda sem þurfa að reyna að bjarga því sem örfáir skemmdu hér í hruninu, með aðgerðum sínum eða /og aðgerðarleysi.
Þó svo olíufélögum sé hér stillt upp sem fórnfúsum örlátum góðmennum, þá þýðir ekki að lækkuð % hafi sjálfkrafa skilað þeim færri krónum í kassann.
Þannig skil ég þessa frétt amk.
![]() |
Bensín hækkað um 80% síðan 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2012 | 08:24
Unprofessional hroki
Af fólki sem vill láta til sín taka í stjórnmálum að tala með þeim hætti sem þau gera; ,,hrægammar með froðukrónur" Hallærislegt og púkó og ég spái því að þau ná ekki manni á þing. Að auki, hvernig ætla þau að sigta þá út ? Það er eitt hvort svona sé talað um þann hóp manna sem fólk álitur ábyrgt fyrir því sem hér gerðist fyrir 4 árum, eða hvort þetta sé sett fram í ályktun frá stjórnmálaflokki.
Munu þau þora að horfa í augun á þeim sem þau vísa til, og segja beint við það fólk / eða þá menn reikna ég með: ,, þú ert hrægammur " ???? Eru þau tilbúin með lista yfir þá sem þau eru að vísa til ? Eða á þetta bara að vera gisk og koma í ljós eftir að þau komast á þing, eins og þau halda að gerist með slíku orðalagi ???
Þau byrja ekki vel og fá því falleinkun mína hér með.
![]() |
Samstaða vill taka upp nýkrónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.10.2012 | 00:26
Óheillaland Íslandsvina ?
Mikið er þetta skrítið og leitt að heyra ;( Fyrir stuttu síðan kom Tom Cruise hingað í sömu erindagjörðum, heim aftur til USA og púmm, eins og þruma úr heiðskýru lofti var hann skilinn.
Nú Russell Crowe. Þetta er bæði leitt og slæmt um leið fyrir orðspor landsins að ferðir hingað endi svo með hjónaskilnuðum. Hvað er málið ? Algjör tilviljun vona ég. Kannski eru fleiri Íslandsvinir sem hafa lent í því sama eftir að hafa verið hér ? Man það ekki, en ég vona að listinn lengist ekki, svo það hafi ekki þau áhrif að hingað þori frægt fólk ekki að koma meir. Amk ekki þau sem eru gift.
![]() |
Russell Crowe skilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2012 | 19:10
Hér með verðtryggingu
Hér er fólki bolað burt til að aðrir geti svo leigt þeim það sama aftur. Með verðtrygginguna að vopni og stökkbreyttar greiðslur sem ekki fást leiðréttar. Þar er fólki bolað burt af sömu ástæðu; ríkisvaldið hjálpar þeim að eignast meira sem nóg eiga en þurfa endalaust mikið. Hér eru skuldaeigendur í skjóli yfirvalda, alt fyrir þá gert.
Bara smá pæling....
![]() |
Fólk rekið af heimilum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2012 | 19:00
Sorgmædd og reið
Að lesa þessa frétt ;( Hvernig er hægt að skjóta svona fallega og yndislega fugla ? Hvað hafa þeir gert þeim sem skutu þá ? Ég er mjög leið og reið um leið. Svei ykkur sem skutuð þá, svei ykkur !!!
Hvítir fallegir fuglar, sem eru svo friðsælir og tryggir maka sínum lífið út. Kannski að sumt fólk eigi erfitt með að horfa á þá þessvegna; fólk sem ekki höndlar fegurð, frið og kærleik ?
![]() |
Sex svanir skotnir á Stokkseyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
14.10.2012 | 17:59
100 tölvukerfi ástæðan ?
Þetta er einkennilegt og sorglegt mál og ég finn til með þessum unga Svía. Vonandi heldur hann amk fótleggin sínum og mun geta gengið án hjálpar. En útlit fótleggjarins mun án efa verða slæmt því miður fyrir hann. Og vonandi að það verði ekki lagt á hann í þokkabót, að fara fyrir dómstóla með mál sitt og eftir 10 ár fá smánarbætur eins og þekkjast hér á landi.
Það væri þó fróðlegt að vita hvort hluti ástæðunnar sé sú að færndur okkar séu með yfir 100 mismunandi tölvukerfi sem hafa valdið því að maðurinn týndist ?
Og um leið hvort mistök í meðhöndlun og dauða sjúklinga hér á landi, megi rekja til þess hér heima.
Og oh my God ef nýtt háskólasjúkrahús sem Davíð Oddsson pantaði og enginn þorir að bakka með virðist vera, verður að veruleika eins og hvert annað álver í hjarta borgarinnar, hversu margir eigi eftir að týnast þar í því ferlíki og með yfir 100 tölvukerfum !!! Fyndið að tölvukerfin skuli vera álíka mörg og þær byggingar sem LSH starfar í og vill sameina í einn stóran klump.
![]() |
Týndist á sænsku sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2012 | 15:48
50 þús.kr. kosningagjald ! Kommón !!!
Hef aldrei heyrt svona áður...er þetta eitthvað nýtt ? Og er flokksval sama og prófkjör ?
Hver veit ?
Er ekki nokkuð langt gengið að rukka fólk fyrir að fá að kjósa ?
Held að það væri þá ráð fyrir þá sem ekki eiga 50.000.- krónur eða blöskrar það einfaldlega að vera rukkaðir fyrir að fá að kjósa í flokksvalinu hjá Samfylkingunni, að hunsa þá flokkinn algjörlega í næstu kosningum !!! 1/3 af atvinnuleysisbótum, svona ca. að ég held.
Fylgist flokkurinn ekki neitt með ástandinu í samfélaginu ? Eða gera þeir það og er bara alveg sama þó margir eigi erfitt og ná ekki endum saman með alltof lág laun eða bætur ?
Eru skoðanir og val þeirra sem meira eiga; mikilvægara , betra , klárara og réttara ??? Og það í jafnaðarflokki...
Samfylkingin, eða fólkið í honum réttara sagt, talar nokkuð skýrt með þessum hætti þykir mér; að einungis þeir sem eigi peninga séu þess verðir að hlusta á og gera eitthvað fyrir. Aðrir skipti ekki máli. Ég á ekki orð yfir Samfylkinguna að rukka fólk fyrir að kjósa á netinu !!! Þó það væri bara 10 kall.
![]() |
Val á lista bundið við flokksfélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
13.10.2012 | 11:02
Sviðsett kosningatrikk ?
![]() |
Skotið á kosningaskrifstofu Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.10.2012 | 08:12
Komdu aftur Hemmi ;)
Ég hélt fyrst að Hemmi væri að byrja aftur með þættina sýna; yrði comeback uppá ameríska vísu.
En því miður, upprifjun og þá skildi ég af hverju nafnið á þættinum var ekki alveg það sama. Gaman að sjábrot úr þáttunum, en þvílíkt svekkelsi. Að Þórhalli ólöstuðum.
Hemmi Gunn : Komdu aftur á skjáinn með þættina þína, plís ;) Og breyttu engu, hafðu allt eins og það var, það virkaði vel og því engin þörf á að breyta, plús það að fólki líkar upp til hópa við það sem það kannast við, sér í lagi á erfiðum tímum eins og eftir hrunið 2008. Að þú komir aftur með þættina þína, mun án efa skipta miklu máli í bataferli þjóðarinnar. Í alvörunni.
Og RÚV : Bjóðið honum að koma aftur með eigin þætti, þá beint í kjölfar þessarar upprifjunar. Það þarf að hafa sans fyrir því hvað fólk vill horfa á og halda í óbreytt snið á þáttum og stjórnendum sem áhorfendum líkar við. Eins og þeir hafa vit á að gera í USA ;))
Þessir þættir voru svo jákvæðir og skemmtilegt léttmeti akkúrat það sem þjóðarsálin þarf á að halda í öllu þessu endalausa argaþrasi.
![]() |
Hemmi beint á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2012 | 08:51
Banna þarf flokkaflakk
Vilji kjörnir fulltrúar ekki sitja fyrir þann flokk sem þeir náðu kjöri úta, þurfa þeir einfaldlega að segja af sér og leyfa varamanni að taka við. Hugsið ykkur ef þetta væri eins í fótboltanum !!! Ef hægt væri að gera félagabreytingu í miðjum leik , kommón !
Og hvernig eiga svo kjósendur Bjartrar framtíðar að geta treyst því að hann hoppi ekki af þeirri lest í miðjum klíðum líka ???
![]() |
Róbert til liðs við Bjarta framtíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)