12.6.2012 | 08:28
Þrælakjör
Hvað ætli myndi gerast, ef þessi fyrirtæki sem kvarta og kveina, myndu prófa að bjóða mannsæmandi laun ? Gæti þá verið að fólk myndi vilja vinna fyrir þá ? Hefur almennt verið skortur á umsóknum í störf sem borga góð laun ? Og svo eru líka atvinnurekendur sem eru bara slæmir.
Nú er frétt á dv.is og visir.is um það að íslenskur bóndi hafi verið með finnska konu í þrælahaldi. Samkvæmt henni hafi hún átt að vinna í 8 tíma en var látin vinna í 12 og að bóndinn ákveddi sjáfur hvort hún fengi frí. Og hún fór sem betur fer !!! Flott hjá henni. Á að vorkenna þeim bónda í ferðaþjónustu ef hann fer nú á stjá og kvartar og kveinar undan því að erfitt sé að fá fólk í vinnu ?
Eftir að lesa þessa frétt um þrælahald ferðaþjónustubóndans, þá er ég hugsi yfir því hvert ferðaþjónusta okkar stefnir. Hver er akkurinn af því að ferðamönnum fjölgi ef það leiðir til láglaunastarfa og eftir atvikum, þrælahalds ?
![]() |
Fleiri útlendingar setjast hér að |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2012 | 20:57
Íslenskt, já takk !
Prýðisgóð auglýsing fyrir ,,vöruna" og ætti að auka söluna umtalsvert. Eða er annar tilgangur með þessari auglýsingu frá Lögreglunni ? Aumingjas gróðurhúsaeigendur, nú fara eflaust fleiri á stjá í að byrja að rækta þetta nýja kynbætta ,,góða efni". Hvað ætli það séu fluttir inn margir lampar og hvað verður um þá sem eru gerðir upptækir ? Eru þeir seldir aftur til gróðurhúsaeigenda ? Hversu mikil aukning hefur verið á innflutningi á þeim ?
Og svo hvað, í útrás með súper -hassið ?
![]() |
Kynbætt kannabis á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2012 | 08:43
Gott að Harpa reis
Og takk listamenn að hafa náð að sannfæra þá sem þurfti ;))
En það er forvitnilegt að vita hver bað listamennina um það og hvaða listamenn voru fengir til þess. Og hverja þurfti og tókst að sannfæra.
![]() |
Kom til tals að rífa húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.6.2012 | 08:05
Ásta Ragnheiður Elín
Eins og fram hefur komið nýlega að REÁ sé kölluð sem grín ;) Af hverju ætli það sé... ?
Annars þykir mér ekki fallegt að hafna afsökunarbeiðni. Sem er þó meira en þjóðin öll fékk í hruninu og eftir það. Svo er erfitt að ræða málið svo löngu á eftir, þegar ekki var farið beina leið með JG í blóðprufu til að taka af allan vafa. Sem er það sem kjörinn Forseti Alþingis hefði átt að gera þá um kvöldið en gerði því miður ekki. Mikið hefði nú verið fínt ef REÁ, eða aðrir Alþingismenn, hefði lagt það til þá um kvöldið eða ,,farið fram á það". Hversvegna var það ekki gert ? En það góða við að halda þessu máli á lofti er það að héðan í frá ætti að verða erfiðara fyrir menn að mæta í vinnu sína á Alþingi, eftir að hafa fengið sér svo mikið sem einn sopa og það þarf klárlega að kaupa nokkra áfengismæla til að grípa til, komi slíkar vangaveltur aftur fram. Svo mun koma í ljós hvort mun heyrast oftar píp í þeim eða í bjöllu Forseta ;)) Væri alveg hægt að veðja uppá það á betson.com....
Vont fyrir alla að hafa slíka óvissu sem verður ekki sönnuð né afsönnuð héðan í frá. Vafinn mun ávallt verða til staðar, með réttu eða röngu.
Nú eða hreinlega festa í lög að Alþingismönnum sé heimilt að mæta til vinnu eftir að hafa smakkað áfengi sem og skrælþunnir daginn eftir. Það ætti að koma í veg fyrir tuð sem þetta. Svo skil ég ekki af hverju fjömliðlar og þmt mbl.is hafi enn ekki birt upptökur af JG í pontu þetta kvöld, til að leyfa fólki að sjá sjálft hvað um var að ræða. Jú, hver sem er getur svosem leitað að þessu á althingi.is..en það var svosem einnig hægt þegar Sigmundur Ernir fékk á sig sömu ásökun en engu síður var það sýnt í fjölmiðlum. Sú ásökun reyndist rétt.
![]() |
Telur ummælin vítaverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2012 | 23:03
Þjóðaþrælahald
Er þetta nokkuð annað sem er um að vera í alltof mörgum löndum heims ?
Ekki nóg með að þetta klassíksa þrælahald eykst og eykst þó ólöglegt sé og búið er að klippa á járnhlekkina sem áður voru, þá er verið að þrælavæða heilu löndin í heilu lagi !!! Laun lækka, atvinnuleysi eykst. Ég man að fyrir stutu var frétt á netinu frá Frakklandi um það að þar væru ca. 200 þúsund manns sem voru fullvinnandi en bjuggu í tjöldum vegna fátæktar !!! Sömu ,,laun" og þrælar fortíðar höfðu á meðan það var löglegt. En eins og með margt, þá versnar það þegar það er ólöglegt og þrælahald er því miður eitt af því. Endalaust er verið að gera auknar menntunarkröfur, verið að hækka girðingar svo færri og færri fái tækifræi til að hafa það gott. Elítan stressast við það býst ég við. Áður en við vitum af, þarf 5 háskólagráður til þess að eiga séns á starfi á bensínstöð, eins og Georg Bjarnfreðarson var með !!! Í alvörunni og því miður. Fyrirtæki þurfa fólk í vinnu og fólk þarf að fá störf. Fólk á ekki að þurfa að liggja á hjánum til að fá vinnu, eins og þarf. Fyrirtæki og fólk þurfa að standa jafnfætis og hafa í huga að báðir þurfa á hvorum öðrum að halda. Atvinnurekendur geta hegðað sér eins og einræðisherrar, þeir sem kjósa og þeir virðast nægir um heim allan sem það gera.
Man eftir viðtalsmynd sem var sýnd á RÚV við föður Dorritar Mousaeff, þar sem hann talaði m.a. um mikilvægi þess að fólk skuldi ekki neinum pening, að þegar banki lánar sé hann búinn að tryggja sér að fólk geri ekki annað en vinna fyrir því. Að fólk sem skuldi geti ekki verið frjálst og sé ekki frjálst. Man þetta svona nokkurn veginn og fari ég með rangt, er það ekki af ásetningi.
Þessi þróun er ekki í lagi og þarf að stöðva, hvernig sem það á að gerast. En það sjá það fleiri og fleiri þjóðir að þetta er ekki að ganga , að bjarga bönkum er til þess fallin að þeir halda gamblinu og sukkinu og bónusunum áfram. Þeir fá þau skilaboð að þeir þurfi ekki að óttast neitt, þeim verði bjargað.
![]() |
Þetta er ekki björgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2012 | 15:44
Æsa og espa upp
Í stað þess að koma bara ef á þarf að halda. Ekki fallegt að ætla fólki fyrirfram að fara að berja mann og annan eða kasta grjótum eða fisk út um allt.
Til hvers þurfa þeir að vígbúast fyrirfram ??? Það eina sem þetta hefur skilað hefur mér þótt, er að æsa og espa upp. Kannski að þeir hafi gaman af smá adrenalínkikki og geri þetta þessvegna ? Nú eða þá að þetta er gert til að vernda LÍÚ og að LÍÚ stjórni þá lögreglunni eins og öðru ...?
![]() |
Lögreglan með viðbúnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2012 | 15:37
Einelti
Að hunsa fólk er ein tegund af einelti. Hvernig er það, er ólöglegt að leggja vinnufélaga í einelti ? Ef svo, eru þau þá að brjóta lögin í beinni útsendingu ?
Eða er þetta bara eins og hvert annað sjóv á Alþingi og svo allt í gúddí þegar fólk er ekki lengur í mynd ?
Ekki góð fyrirmynd fyrir þá sem eru að berjast gegn einelti, að Alþingi sem nýtur einungis 10% trausts að auki, skuli stunda það á launum frá ríkinu / okkur að auki !!
![]() |
Þingmaður hunsaður á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2012 | 14:55
Samningar lausir
Við sjómenn og hafa verið frá 2010 eða 2011....og sjómenn styðja útgerðina þó þeir þori ekki að viðurkenna það. Svei framkomu útgerðarmanna að þvæla þeim í þetta rugl, og án efa á kostnað sjómanna sjálfra sem eru látnir borga meira og meira í rekstri útgerða úr eigin vasa, sem þeir eiga ekki neitt í !!! Sennilegast er búið að hóta þeim meiri frádrætti á laun þeirra. Þetta er lífshættuleg þrælavinna og púl að vera sjómaður og þeir fá ekki einu sinni að borða um borð !! Og útgerðin með tugmilljarða hagnað og markmiðið að græða sem minnst með sem ,,minstum tilkostnaði ", eins og LÍÚ hefur sagt.
Held að sjómenn ættu að grípa tækifærið og standa með sjálfum sér. Fá útgerðina til að skrifa undir nýja kjarasamninga við þá í dag og eftir það geti þeir siglt út aftur.Og muna eftir að taka út kostnað sem á að vera útgerðarinnar sem eigenda, ekki starfsfólks. Það þekkist ekki í öðrun greinum svo ég viti til. Og að muna að láta útgerðina bæta upp tapið vegna sjómannaafsláttar sem tekinn er af í þrepum vegna hrunsins.
Réttast væri að yfirvöld gripu þetta tækifæri og innkallaði veiðiheimildir. Það er nóg af mönnum sem vilja gera út skip. Útgerðin er ekki að standa í þessu í góðgerðar-og góðmennsku stellingum. Það er alveg öruggt að svo er ekki. En það er eins og þeir haldi það sjálfir og að það eigi að þakka þeim fyrir að nenna hafa fólk í vinnu til að ná í gullið okkar úr sjónum, því hvað, enginn annar nenni því ,eða kunni ?
![]() |
Erum hér okkar vegna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2012 | 14:38
9 mánuðir
Og hún hefur endurgreitt allt....er þetta í takt við það sem venjan er í samfélaginu ? Eða er það alvarlegra ef kona fær lán ? Menn hafa nú sloppið við dóma þegar þeir hafa skilað því sem var fengið að láni og þegar um misskiling er að ræða...
Er þetta ekki nokkuð þungur dómur m.v. venjur hér á landi ? 8 milljónir og allt endurgreitt...
![]() |
Gjaldkeri dró sér milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2012 | 14:31
Hafnargjöld í dag
Eins gott að útgerðin þurfi að borga gjöld í dag og að þeir fái ekki að fara úr höfn fyrr en þeir hafa borgað. Ekki í lagi ef Reyjavíkurhöfn ætlar að leyfa þeim að sleppa sem stuðning við sinn málstað. Þetta er ekki einkayfirtæki og hefur því ekki leyfi til þess. Og útgerðin skal ekki voga sér að láta sjómenn borga það eins og annað í sínum rekstri !!
Hvað ætli kosti að leggja þarna einn dag ? Eða er það per klukkutíma , veit ekki. En það getur ekki verið að það sé frítt.
![]() |
Getum þess vegna fyllt höfnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)