15.10.2012 | 16:45
Traustur bakhjarl bankanna ;)
![]() |
Lögbann ekki sett á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.10.2012 | 15:35
Af hverju þarf hún að hætta í stjórnum ?
Veit ekki hvaða stjórnum hún situr í nú, það kemur ekki skýrt fram þykir mér. Og veit ekki hvort þau fyrirtæki skarist eitthvað á við það starf sem hún er nú ráðin til. En þurfa karlar almennt að hætta í stjórnum fyrirtækja, þó þeir fái ágætis störf, eins og nú með Ragnhildi ? Fær hún það launatap bætt upp í nýju starfi ?
Leyfist körlum oftar en konum, að vera í mörgum störfum á sama tíma ????? Og fá laun fyrir þau öll á sama tíma... mér finnst eins og það sé svo oft þannig, að karlar megi vera á mörgum stöðum á sama tíma..
![]() |
Ragnhildur færir sig til Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2012 | 12:31
Fasta krónutöluálagningu
T.d. 10 krónur og endurskoða það svo þegar það koma betri tímar og sterkari króna ;)) Og hætta þessu stússi með að hækka og lækka margsinnis yfir daginn...hvernig á fólk að ná að finna út á mínútumillibili hvar er ódýrast að tanka hverju sinni ?
Væri það ekki bara upplagt ráð fyrir olíufélögin ? Það fylgir ekki fréttinni hvort olífélögin hafi tapað krónum per líter á sama tíma og þykir mér fréttin lögð þannig upp að samúðin eigi að fara til þeirra, líka þeirra sem hafa fengið milljarða afskrifaða og dömpað yfir línuna. Ef þetta er svona skelfilegur bransi...af hverju eru menn þá að standa í þessum buisness ???
Og að andúðin eigi að fara til vondra yfirvalda sem þurfa að reyna að bjarga því sem örfáir skemmdu hér í hruninu, með aðgerðum sínum eða /og aðgerðarleysi.
Þó svo olíufélögum sé hér stillt upp sem fórnfúsum örlátum góðmennum, þá þýðir ekki að lækkuð % hafi sjálfkrafa skilað þeim færri krónum í kassann.
Þannig skil ég þessa frétt amk.
![]() |
Bensín hækkað um 80% síðan 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2012 | 08:24
Unprofessional hroki
Af fólki sem vill láta til sín taka í stjórnmálum að tala með þeim hætti sem þau gera; ,,hrægammar með froðukrónur" Hallærislegt og púkó og ég spái því að þau ná ekki manni á þing. Að auki, hvernig ætla þau að sigta þá út ? Það er eitt hvort svona sé talað um þann hóp manna sem fólk álitur ábyrgt fyrir því sem hér gerðist fyrir 4 árum, eða hvort þetta sé sett fram í ályktun frá stjórnmálaflokki.
Munu þau þora að horfa í augun á þeim sem þau vísa til, og segja beint við það fólk / eða þá menn reikna ég með: ,, þú ert hrægammur " ???? Eru þau tilbúin með lista yfir þá sem þau eru að vísa til ? Eða á þetta bara að vera gisk og koma í ljós eftir að þau komast á þing, eins og þau halda að gerist með slíku orðalagi ???
Þau byrja ekki vel og fá því falleinkun mína hér með.
![]() |
Samstaða vill taka upp nýkrónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.10.2012 | 00:26
Óheillaland Íslandsvina ?
Mikið er þetta skrítið og leitt að heyra ;( Fyrir stuttu síðan kom Tom Cruise hingað í sömu erindagjörðum, heim aftur til USA og púmm, eins og þruma úr heiðskýru lofti var hann skilinn.
Nú Russell Crowe. Þetta er bæði leitt og slæmt um leið fyrir orðspor landsins að ferðir hingað endi svo með hjónaskilnuðum. Hvað er málið ? Algjör tilviljun vona ég. Kannski eru fleiri Íslandsvinir sem hafa lent í því sama eftir að hafa verið hér ? Man það ekki, en ég vona að listinn lengist ekki, svo það hafi ekki þau áhrif að hingað þori frægt fólk ekki að koma meir. Amk ekki þau sem eru gift.
![]() |
Russell Crowe skilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)