21.10.2012 | 17:05
Einelti eða refsing ?
Ekki virðist það vera góður vinnustaðurinn sem hann hefur nú skilið við. Svei fullorðnu fólki að útiloka vinnufélaga sína, svei þeim bara !!! Ættu að vita nokkuð vel að slíkt er ekki í lagi, hefði ég haldið, eins greindir og þeir eru, en kannski með lága tilfinningagreind sem er leitt þeirra vegna.
Útilokun er ein af mörgum birtingarmyndum eineltis. Man þegar hann var ráðinn á sínum tíma, fékk ég það á tilfinninguna að það væri fyrst og fremst til að þagga niður í gagnýni hans á dómstóla.
En eins og ég skil fréttina, að þá voru margir á móti ráðningu hans...hver réð hann ? Var hann lagður í einelti eða voru menn að refsa honum fyrir grun um að vera ráðinn þar inn vegna klíkuskapar ?
Svo vona ég að hér verði stofnaður smámáladómstóll, eins og t.d. er í USA. Þar getur fólk mmætt sjálft og án lögmanns eða mikils kostnaðar, ef nokkurs, og farið í mál við vini eða kunningja vegna ágreinings um nokkurra dollara skuld. Hér er það ekki hægt, og óboðlegt. Hvað þá eins og með bílavisðkipti og fleira, þegar upphæðir eru lágar og lögmenn líta ekki við slíkum málum. Það er ekki í lagi að troða á rétti fólks þó upphæðir séu lágar, þær safnast saman í eina stærri.
Óska Jóni Steinari til hamingu með að vera laus úr prísundinni og ég vona að hann skrifi bók og nafngreini gerendur á fyrri vinnustað; þeim sem gerðu líf hans þar að víti, heyrist mér. Þú þarft ekki að skammast þín, skömmin er þeirra að hafa komið svo illa fram við þig og fantalega. Gangi þér allt í haginn ;))
![]() |
Fann fyrir mótbyr og andúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2012 | 01:45
Óeining ?
![]() |
Munu taka grönnum sínum vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.10.2012 | 00:41
Nafni afa síns, hvað meira ?
Af hverju er já niðurstaða 2/3 hluta, til marks um óeiningu ? Væri sömu viðbragða að vænta ef flokkurinn sem hann tilheyris, fengi sömu niðurstöðu í Alþingiskosningu ? Er mótstaða hans og fleiri, fyrst og fremst vegna þess að hans flokkur samdi ekki tillögurnar ? Hvað ætli sé búið að eyða miklum tíma og fjármunum úr almannasjóðum í gegnum áratugina, í að reyna að breyta stjórnarskránni ? Milljarður, 5 eða 10 ? Auðvitað er frábært að hafa eilífðarverkefni til að dúllast við í áratugi í viðbót, til að þessvegna redda vinum og vandamönnum fína vinnu á góðum launum, svo það eru án efa miklir hagsmunir í húfi að klára ekki þetta mál með stjórnarskrána.
Af hverju velur mbl.is þessa tilvitnun í hann sem er fyrirsögn fréttarinnar ? Af hverju ekki allt eins : ,, þessi kosning er vísbending" ?
Svo hef ég velt því fyrir mér, hversvegna BB er staddur þar sem hann er í stjórnmálum ? Er aðalmálið það að afi hans og alnafni, var forsætisráðherra og þessvegna þurfi hann að verða það líka ? Til þess að afkomendur geti tjattað um það og grobbað sig á því á Facebook framtíðarinnar , hvað það sé geggjað kúl að alnafnar hafi verið forsætisráðherrar ? Hefur BB sömu leiðtogahæfileika og mér skylst að alnafni hans og afi hafi haft til brunns að bera ?
Það vill þannig til að fólk hefur heila og nær að hugsa, óháð flokkum. Í alvörunni. Og samfélögum er virkilega hægt að stjórna af ýmsu fólki í ýmsum flokkum ;)))
![]() |
Sýnir mikla óeiningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)