Bannað að borga hærra ?

Talsmenn HM bera fyrir sig að þeir þrýsti á stjórnvöld að hækka lágmarkslaun...er bannað að greiða umfram taxta í Kambódíu ? Og af hverju eru þeir með verksmiðju þar, nema til þess að geta greitt sem minnst mögulega, en selja svo á verði sem betur launað fólk í öðrum löndum ræður við ?

Hvernig væri ef þeir settu saumfólkið á % af útsöluverði hvers lands, þangað sem framleiðslan er seld ????

Og 70 klt á viku...það eitt og sér er þrælahald !!! 


mbl.is H&M segist ekki reka þrælakistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphæð og hvað lengi ?

Af hverju er upphæð skuldarinnar ekki birt, sem og á hvað löngum tíma þeir hafa komist upp með að borga ekki, það sem þeir rukka hvern einasta farþegar um ???

Er ekki neitt heilagt af sumum buisnessköllum að láta í friði með að stela ????? Samt fór þetta á hausinn hjá þeim...hvað varð um alla innkomuna ???????

Kræst, hvað það er þreytandi að lesa endalausar fréttir um þjófnaðarmál örfárra góðkunninjga íslensks viðskiptalifs, arg !!! 

Af hverju kærir Isavia ekki fyrir þjófnað ???? Er það ekki annars réttnefni, þar sem enginn kemst hjá því að borga þessi gjöld, sem þeim ber að hafa milligöngu um, en kjósa að hirða það í staðinn og borga ekki ? Hvaða meiri skuldaskítamál skilur Express eftir sig ???? 


mbl.is Vél kyrrsett vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Ég sit hérna hágrátandi við tölvuna"

Á þessum orðum hefst grein sem Lára Kristín Brynjólfssdóttir skrifar á bloggsíðu sína, undir fyrirsögninni : ,, Sorg".Hún er hugrökk að segja frá svo persónulegum málum og það er bæði þakkar-og virðingarvert að hún skuli gera það, sennilegast þó ekki við mikinn fögnuð LSH. Sem hefðu sennilegast verið þögninni fegnastir og líklegast ekki vanir að fólk tjái sig opinberlega með þeim hætti um meðferðir þar, eins og Lára Kristín hefur gert. Ég held að það sé ekki hægt að kenna húsakynnum eða tækjaskorti um þau mistök sem voru gerð með hana.  Hvað ætli það séu mörg önnur álíka mál innan LSH sem enginn veit um ?????

Ég vona að það verði alvöru umræða um mál hennar, sem og um þá meðferð sem hún fékk á LSH og hefur verið viðurkennt af læknum þar að hafi verið mistök, samt er það ekki tekið til greina í dómsólum, eins og ég hef skilið málið á netinu. 

Ég vona að hún fái þann stuðning sem hún þarf og það hefur verið nefnt á netinu að það þurfi samstöðufund fyrir hana, sem ég vona að verði og ég skora á einhvern sem slíkt kann, að standa upp og bjóða Láru Kristínu að hjálpa henni. Hörður Torfa er það nafn sem kemur uppí huga mér, maður sem sjálfur þurfti að þola misrétti og hefur heldur betur sýnt að hann kann að boða fólk saman á útifundi. Einnig vona ég að það verði fjáröflun fyrir hana, nú eða þá að lögmenn vinni fyrir hana pro bono. Svo mál hennar komist amk til Hæstaréttar, þar sem dómi héraðsdóms verður vonandi snúið við, svo ekki þurfi að fara í enn dýrari og tímafrekari málarektur í útlöndum.  Að lesa um þetta mál, er eins og um væri að ræða mál frá fornri tíð eða handrit að bíómynd, en ekki raunveruleikann á Íslandi á 21.öldinni. Það er erfitt að trúa þessu, en það er því miður satt. 

Hér er gein hennar í heild sinni

http://www.larakristin.com/1/post/2012/10/lfi-mitt-er-bi.html

 


Tímamörk 24 vikur ?

Ég hef oft átt erfitt með að skilja talsvert mikla andstöðu í USA gegn fóstureyðingum. Þar til mér var sagt af fólki í USA að það er heimilt fram að 24ju viku meðgöngu. Veit ekki hvort þetta sé rétt, en ef það er rétt sem mér hefur verið sagt og ég hef svo sem enga ástæðu til að draga í efa, þá get ég skilið andsöðuna. Veit ekki af hverju þeir miða við 24 vikur en ekki ca. 12 að ég held, hér á landi. 

24ja vikna fóstur/ barn lítur út fyrir að vera fullburða og það er ógeðfelld hugsun þykir mér að eyða fóstri / barni svo seint á meðgöngu. 


mbl.is Ummæli um nauðganir vekja reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keyrir sjálf

Það kemur mér á óvart, m.v. skilning minn á fréttinni. Hefði haldið að það væri eins og hér heima með Forsetann okkar ofl ráðamenn, sem ekki láta nappa sig undir stýri. Gott að hann slasaðist ekki mikið og vonandi verður í lagi með hann.

En er ekki vinstri hendin á henni eitthvað einkennileg ? Misheppnað photoshop eða hvað ? Virðist vera svo brún og einkennileg. 


mbl.is Prinsessa ók á hjólreiðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband