4.10.2012 | 21:05
Mun hann sigra ?
Svei mér þá, gott ef ekki. Fannst það líklegt fyrst þegar hann kom fram , en það hrundi til grunna um daginn þegar vídeóið birtist af honum þegar hann dissar þá sem fá bætur af ýmsum toga. Svo þessi gríðarlegi viðsnúningur kemur mér á óvart, og hvað þá að hlutabréf hækki eftir eina af þremur kappræðum. Ef hann sigrar, vona ég að það hafi góð áhrif á heiminn og okkur um leið. Hver situr í Hvíta húsinu er svo miklvægt, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Annars þykir mér það oft leitt hvað það virðist oft mikið hatur næstum því, hjá mörgum Íslendingum í garða USA, amk óvild. Það þykir mér leitt. Það er ekki mikið talað um það að það var einmitt USA sem fyrst viðurkenndi sjálfstæði okkar. Lettar heiðra okkur enn fyrir að hafa verið fyrst til að viðurkenna þeirra sjálfstæði. Vona að þeir sem bera óvild til USA, hugsi sig aðeins um og sýni þeim þá kurteisi sem þeir eiga skilið.
![]() |
Hlutabréfahækkun tengd Romney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)