Þetta er gert á Spot

Í Kópavogi. Ég hef nú ekki farið þangað oft, en það hefur komið fyrir. Fínn staður og gaman þar, og yndislegt starfsfólk sem allt gerir sitt besta ;o Meira en óhætt að mæla með þessu stað Wink rosa fínt tónlistarfólk þar og stundum margar hljómsveitir sama kvöldið. Hljómar núna eins og ég sé fastagestur þar...en svo er nú samt ekki...alveg satt.

Það gerðist hinsvegar í vor sem leið, að leitað var í töskunni minni og allra annarra kvenna sem voru að fara inn á sama tíma og ég. Óheppin ég að vera með 1 hvítvínsflösku í töskunni, sem ég hafði fengið að gjöf þaðan sem ég var að koma og ætlunun var að fara heim, en svo ákveðið að kíja þangað..auðvitað átti ég að biðja þá að geyma hana..en var ekki alveg að spá í þetta þegar ég gékk inn...Annars er minn drykkur bjór, þegar ég kíki út, að öllu jöfnu, svo það stóð ekki til að drekka vínið hjá þeim. Það var tekið af mér og ég spurði þá hvort þeir hefði leyfi til að leita og þeir sögðu já. Og ég spurði þá, hvað ef ég samþykki það ekki...svarið var þá að þá myndu þeir vísa mér út !!! Mitt væri valið, samþykkja leit eða fara þaðan !! Þó ég hefði ekki verið með vínið, þá hefði ég engu síður spurt um þetta, vegna þess að ég einmitt dró í efa lögmæti þess, sem ég spurði um hvort væri heimilt og mér sagt já, eins og ég hef þegar nefnt. Nú er ljóst, m.v. skilning minn á þessari frétt, að þetta má ekki.

En hvað eiga staðirnir þá að gera til að fá sem mesta sölu á barnum...? Veit það ekki, en kannski bara að lækka verðin hjá sér ? 

Allvega, svo gleymdi ég að koma við í miðasölunni á heimleið og það tók óratíma að fá vínið mitt aftur. Hringdi strax daginn eftir og svo nokkur mail....loks fékk ég vínflösku, tók nokkra mánuði...ekki samt mína því ég vissi einfaldlega ekki hvaða tegund það var.  Svo ég var ánægð með það  Hearten ekki tímann sem það tók...


mbl.is Dyravörður óð í veski konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband