15.3.2012 | 22:29
12 tímar
Nokkuð löng vakt án hvíldar og svo aftur á vakt að morgni. Má vinna svo lengi í einu ? Og fékk hann næga hvíld á milli vakta ? Þetta er eins og að lesa um þrælahald.
Önnur frétt á mbl.is í dag fjallar um dóm yfir bílstjóra sem hvíldi sig ekki nóg. Þessi maður fékk greinilega ekki að hvíla sig. Ýmist of eða van.
Vona að maðurinn nái góðum bata og að fyrirtækið sem hann vann hjá láti af þvi að koma svona fram við fólk. Sorglegt að hann hafi þurft að draga þá fyrir Hæstarétt til þess eins að fá skaðabótaskyldu viðurkennda. Hann getur þurft að bíða enn eftir uppgjöri bóta.
![]() |
Kól á höndum við löndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2012 | 20:46
Hver mun þora
Að sækja um starf forstjóra FME eftir þessa löngu rannsókn á einum manni sem virðist allt hafa gert rétt nema að hafavsagt frá frá 2 aflandsfélögum ?( með réttu eða röngu).
Hvað kostaði það mikið að kanna Gunnar ? Mun sá maður þola ámóta skoðun á feril sinn og koma út úr þeirri stækkunarglersskoðun með 10 í einkunn ? Hver er alveg flekklaus ? Það má alveg bóka að sá sem verður ráðinn verður án efa rannsakaður alveg jafn vel ef ekki meira.
Hversu algengt ætli það sé að hinu ýmsu stofnanir séu að kaupa lögfræðiálit út og suður um starsmenn sína ? Og hver ætli heildarupphæðin sé , t.d. síðustu 5 til 10 ár ?
![]() |
Ekki hægt að áminna Gunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 19:26
Börn á Pillunni
Veit ekki hvort það séu merki um að ég sé að eldast eða ekki, en mér varð brugðið við að sjá frétt á RÚV nú rétt áðan. Þar sagði skólahjúkrunarfræðingur að börn niður í 11 ára stundi kynlíf og ég skildi það þannig að til standi að hjúkrunarfræðingar muni geta ávísað stúlkum Pillunni ÁN samráðs við foreldra.
Eitt er víst að ef ég ætti svo unga dóttur, þá væri ég ekki sátt við að þetta væri gert án vitneskju minnar. Ætli fólki þyki þetta almennt í lagi ? Eða skyldi ég þetta ekki rétt ? Ég vona það.
http://ruv.is/frett/thurfa-ekki-ad-segja-fra-pillunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2012 | 17:07
Máttur þagnarinnar
Er þá samkvæmt saksóknara, orsök hrunsins, já ásamt viljaleysi eins og sjá má í annarri frétt um málið á mbl.is í dag.
Sé þetta rétt, sem ég hef enga hugmynd um....hversvegna var þögnin þá svona svakalega hávær ?
Var algjör skortur á trausti á milli æðstu ráðamanna okkar ? Og því hvað það er alltof algengt að menn keppast við að blaðara öllu sem þeim er trúað fyrir og og beina leið í fjölmiðla og nú er það í tísku til viðbótar að hlaupa sem hraðast að lyklaborðum og Tísta eða spreyja veggjakroti með trúnaðarupplýsinum á FB veggi sína...
Hvernig er þetta í dag ? Hávær þögn um mikilvæg mál ? Rétt vona að æðstu ráðamenn þjóðarinnar tali saman um hag okkar og yfirvofandi hættur. Það á ekki að þurfa að setja svo sjálfsagðan hlut í lög sem skikkar þá til þess. En ef þess þarf, þá þarf að drífa í því.
![]() |
Ekkert rætt um vandamál bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 16:28
Viljaskortur
Er þá orsök hrunsins, samkæmt saksóknara...? Meðal þess sem segir í fréttinni er:
,,Ýmislegt hafi verið hægt að gera ef vilji var til þess."
Sé þetta rétt, af hverju skorti þá vilja til að forða hruninu ? Og hvern skorti vilja ? VAr vilji til þess að bankarnir féllu til þess hvað....að koma þeim í aðrar og ,,betri" hendur.. ? Skil ekki hvað saksóknari meinar.
Einnig er talað um að stjórnvöld hafi átt að sjá til þess að Glitnir hafi átt fyrir einhverjum greiðslum á gjalddaga....hvað með bankann sjálfan ?? Átti Glitnir ekki að sjá til þess sjálfur eða var búið að senda of mikið tol Tortula og þá á að hlaupa til ,,Mömmu" ???
Til hvers erum við með einkarekna banka ef þeir þurfa svo að hanaga endalaust í pilsfaldi skattgreiðenda en rífa svo bara kjaft þess á milli, vilja eiga hagnaðinn en dömpa vanadnum á okkur !
![]() |
Saksóknari: Geir gerði ekki nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2012 | 08:11
Eintóm hamingja $$$
![]() |
Neyddar í kynlífsþrælkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)