27.3.2012 | 13:06
Hávær þögn Samherja
Að það skuli ekki enn vera komin yfirlýsing frá Samherja um að húsleitin sé óskiljanleg, engin lög hafi verið brotin. Eða að ,,annarlegar hvatir" hljóta að liggja að baki og fleiri kunnugleg stef. Ekki neitt. Ekki bofs. Hvað veldur þögninni ?
Gott að Kastljósið okkar sé svona öflugt. Á sama tíma er leitt að fréttamenn þurfi til að eftirlitskerfi okkar, sem við borgum háar fjárhæðir fyrir, skuli drífa sig af stað. En hvernig komast fréttir um húsleitir alltaf svona fljótt í fjölmiðla ? Hver hringir ? Og hversvegna ?
Þetta skýrist vonandi betur í Kastljósinu í kvöld.
![]() |
Húsleitir standa enn yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2012 | 09:48
Aldeilis
Er þetta stórkostlegt í alla staði hjá Jóhannesi. Að segja sögu sína opinskátt og svo hugmynd hans um Bláa naglann. Til hamingju með þetta allt saman ! Og því miður er það svo að karlmennskan er oft banvæn. Því þarf að breyta og karlmenn þurfa að leyfa sér að kvarta, gráta, líða illa og þora að leita að leita sér hjálpar og stuðnings. Rétt eins og við konur höfum ,,leyfi " til. Enginn getur allt og það á líka við um karlmenn.
Það er t.d. sagt að sjálfsmorðstíðni karlmanna sé 5 sinnum hærri en hjá konum. Það er eflaust af því að karlmennskan ein og sér er oft banvæn því miður.
Megi söfnunin ganga sem allra best og ég óska Jóhannesi skjóts og fulls bata sem og hverjum þeim sem glímir við krabbamein.
![]() |
Látið ekki karlmennskuna drepa ykkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2012 | 09:14
Skuldfærslur
Beint á bankareikninga heimilsmanna....er það lausnin sem greinarhöfundur er að leggja til og fara fram á ? Vissulega draumastaða allra fyrirtækja að komast beina leið í vasa fólks.
Annars skil ég þetta ekki alveg, vegna þess að ég hef heyrt að það sé einmitt tekið beint af reikningum fólks að þeim forspurðum. Að ekki séu sendir reikningar mánaðarlega fyrir þeirra hlut sem er mishár eftir því hver innkoma hvers og eins er.
Hvernig fengust svo nánar upplýsingar um mál mannsins sem um er rætt ? Veitti maðurinn umboð til þess að persónulegar upplýsingar uppá krónu, færu í fjölmiðla frá TR ? Eða er alveg óþarfi að fá skriflegt leyfi víst um eldri borgara er að ræða ? Hvað ætli Persónuvernd segði við þessu ?
Þurfa ekki öll fyrirtæki í rekstri að taka þvi að tapa stundum ? Fram hefur komið að ríkið greiðir 22 þúsund per sólarhring með hverjum heimilsmanni, það eru svakalega háar upphæðir. Ca. 660 þúsund krónur á mánuði og fólk fær ekki einu sinni að velja hvað það borðar !
Með allar þessar nánu upplýsingar um fjárhag mannsins, er það svo á sama tíma leyndarmál hvaða heimili um ræðir ? Hversvegna má það ekki koma fram líka ? Og hver skipar þeim að draga manninn fyrir dóm ???? Það ættu allir orðið að vita að það er hægt að afskrifa skuldir, sé vilji til þess.
![]() |
Heimili biður um gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)