26.4.2012 | 23:41
Til hamingju
Agnes ;)) Ég vona að þér takist að auka virðingu á Þjóðkirkjunni, þess er þörf, eigi hún að halda lífi sem ég vona að hún geri. En það gerist ekki sjálfkrafa.
Og ég vona að Bolvíkingar fái jafn góðan prest í þinn stað. Gott fólk og fallegt pláss sem á allt það besta skilið, hér eftir sem hingað til. Það er ávallt gott að koma í Víkina og í nágrenni, eins og t.d. útí Skálavík. Mér þykir ferlega sætt og krúttað að allir bæjarbúar og fyrirtækin skuli fagna með því að flagga. Það má alveg gera meira af slíku, og líka í Borginni okkar !!
![]() |
Frá Bolungarvík í biskupsstól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2012 | 20:58
Oh boy
,,Leitið og þér munið finna"...En kommón ! Ef það þarf að kryfja konur til að finna blessaðan blettinn...hvernig í ósköpunum á þá að vera hægt að njóta hans !!! ;)) Úff, kannski er eitthvað til í því að konur séu flóknar og erfiðar... ;))
Eða þá að þarna loks komin skýringin á Paradís ?? Að það sé verið að lokka mann til himna með loforði um himneska og endalausa sæludvöl...;// Gott að vita að engu er þá að kvíða með árunum og að eitthvað næs og spennandi bíði...
![]() |
Rússi fann G-blettinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2012 | 00:25
3 valkyrjur
Munu um stund, vera í valdastöðum á Íslandi á sama tíma ! Þvílíkt jákvæð og góð landkynning !!
Jóhanna, Agnes og svo Þóra. Gangi öðrum löndum vel að reyna að toppa það !!!
Til hamingu Agnes og ég vona að þér takist að efla kirkjuna og fá þær stöllur Jóhönnu og Þóru til liðs við þig til þess. Það er bundið í Stjórnarskrá okkar að ríkisvaldið skuli styðja og styrkja kirkjuna okkar.
Og svo sigrum við Euro...Harpan tilbúin ;)) Og svo er það gullið á Ólympíuleikunum í sumar !! Þetta ár verður gott fyrir landið okkar. Nýtum góðu orkuna inní nýja og betri framtíð sem einkennist af sátt, samræðum, samvinnu og lausnum. Það er komið nóg af þrasi, ósætti og tuði ( í bili amk..).
![]() |
Agnes næsti biskup Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)