6.4.2012 | 23:00
Afsláttarprósenta
Jákvætt og gott hjá Stætó ;))
En þar sem þetta er almenningsfélag þá verður að segja frá því hvað afslátturinn er mikill. Það má ekki og á ekki að falla undir ,,trúnaðarmál" ( ,,þér kemur það ekki við.."). Og á þetta við um staka miða eða árskort ?
Nú ætti Félag Eldri Borgara að gera samning um afslátt fyrir sitt fólk. Minnir að það hafi verið breytt frá 67 í 70 ára með afslátt sem eldri borgarar fengu alltaf.
![]() |
Starfsmenn fá strætókort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2012 | 16:29
Mikið væri nú gott
Ef þessi hátið væru um allt land alla daga Það er komið svo mikið meira en nóg af pirring og hatri í samfélaginu. Sem hefur þó átt rétt á sér og verið skiljanlegur.
Það er svo miklu betra að elska Og alveg óhætt að prófa það fyrir þá sem þora ekki að sleppa pirring sínum útí allt og alla. Sorgartíminn frá hruni fer vonandi að líða undir lok og tilheyra fortíðinni.
![]() |
Allir elska alla á Ísafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2012 | 15:27
Var bætt fyrir mistökin?
Eða var sorrý látið duga ? Það langar mig að vita.
Allir gera mistök og þau eru oftast leiðinleg en svona er lífið. En þau eru einnig misalvarleg og ég tel það vera góða viðskiptahætti að bæta fyrir þau með því að rukka þá ekki fyrir þjónustuna og bæta smá við um leið. Það er svona það minnsta sem hægt er að gera. Og svo að sjálfsögðu að biðjast afsökunar.
Hversu oft ætli mistök af þessu toga gerist ? Og væri eitthvað að því að segja hvaða útfararfyrirtæki átti í hlut ? Í fréttinni sem vísað er til sem gerðist í USA, koma fram bæði nöfnin.
![]() |
Líkunum var víxlað í kistulagningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.4.2012 | 15:10
Litla elskan mín
Er búin að vera nokkuð slow undanfarið. Og hún er ekki Apple og ég er ekki með Safari. Og Adobe er búið að vera nokkuð ágengt í að biðja mig um að uppfæra að undanförnu. Og alltaf hef ég sagt já. Verst hvað ég er glötuð í tölvum og tækni. Þarf að prófa að segja bara nei við Adobe og sjá hvort elskan mín hressist við það.
En til hvers er alltaf verið að setja þetta bévítas vírusa í Netheima ? Eru ekki næg vandamálin í Mannheimum ?
![]() |
Hálf milljón makka sýkt af vírus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2012 | 12:42
Sjálfboðaliðar
Þá vitum við það, allt frítt hjá þeim. Vonandi að það gildi þá fyrir alla.
Annars vona ég að það verði gerð úttekt á gjaldtöku endurskoðunarfyrirtækja, til að sjá hvort allir greiði sama verð, svona svo maður fari nú ekki að halda að eitthvað sé þar til sölu gegn gjaldi, greiðum, gjöfum eða risnu...
![]() |
Niðurstöður Deloitte ekki keyptar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)