11.6.2012 | 20:57
Íslenskt, já takk !
Prýðisgóð auglýsing fyrir ,,vöruna" og ætti að auka söluna umtalsvert. Eða er annar tilgangur með þessari auglýsingu frá Lögreglunni ? Aumingjas gróðurhúsaeigendur, nú fara eflaust fleiri á stjá í að byrja að rækta þetta nýja kynbætta ,,góða efni". Hvað ætli það séu fluttir inn margir lampar og hvað verður um þá sem eru gerðir upptækir ? Eru þeir seldir aftur til gróðurhúsaeigenda ? Hversu mikil aukning hefur verið á innflutningi á þeim ?
Og svo hvað, í útrás með súper -hassið ?
![]() |
Kynbætt kannabis á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2012 | 08:43
Gott að Harpa reis
Og takk listamenn að hafa náð að sannfæra þá sem þurfti ;))
En það er forvitnilegt að vita hver bað listamennina um það og hvaða listamenn voru fengir til þess. Og hverja þurfti og tókst að sannfæra.
![]() |
Kom til tals að rífa húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.6.2012 | 08:05
Ásta Ragnheiður Elín
Eins og fram hefur komið nýlega að REÁ sé kölluð sem grín ;) Af hverju ætli það sé... ?
Annars þykir mér ekki fallegt að hafna afsökunarbeiðni. Sem er þó meira en þjóðin öll fékk í hruninu og eftir það. Svo er erfitt að ræða málið svo löngu á eftir, þegar ekki var farið beina leið með JG í blóðprufu til að taka af allan vafa. Sem er það sem kjörinn Forseti Alþingis hefði átt að gera þá um kvöldið en gerði því miður ekki. Mikið hefði nú verið fínt ef REÁ, eða aðrir Alþingismenn, hefði lagt það til þá um kvöldið eða ,,farið fram á það". Hversvegna var það ekki gert ? En það góða við að halda þessu máli á lofti er það að héðan í frá ætti að verða erfiðara fyrir menn að mæta í vinnu sína á Alþingi, eftir að hafa fengið sér svo mikið sem einn sopa og það þarf klárlega að kaupa nokkra áfengismæla til að grípa til, komi slíkar vangaveltur aftur fram. Svo mun koma í ljós hvort mun heyrast oftar píp í þeim eða í bjöllu Forseta ;)) Væri alveg hægt að veðja uppá það á betson.com....
Vont fyrir alla að hafa slíka óvissu sem verður ekki sönnuð né afsönnuð héðan í frá. Vafinn mun ávallt verða til staðar, með réttu eða röngu.
Nú eða hreinlega festa í lög að Alþingismönnum sé heimilt að mæta til vinnu eftir að hafa smakkað áfengi sem og skrælþunnir daginn eftir. Það ætti að koma í veg fyrir tuð sem þetta. Svo skil ég ekki af hverju fjömliðlar og þmt mbl.is hafi enn ekki birt upptökur af JG í pontu þetta kvöld, til að leyfa fólki að sjá sjálft hvað um var að ræða. Jú, hver sem er getur svosem leitað að þessu á althingi.is..en það var svosem einnig hægt þegar Sigmundur Ernir fékk á sig sömu ásökun en engu síður var það sýnt í fjölmiðlum. Sú ásökun reyndist rétt.
![]() |
Telur ummælin vítaverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)