26.6.2012 | 23:12
Stimplar
Ég er nú ekki vön að minnast á sjálfa mig á bloggin mínu , en ætla að gera það smá núna.
Fór og kaus utan kjörfundar í Laugardalshöllinni sem ég hef aldrei gert áður. Þarna eru semsagt stimplar í kjörklefum með nöfnum allra frambjóðenda. Nokkuð sniðugt og einfalt kerfi þykir mér. Þegar maður stimplar, þá heyrist ágætis hljóð um leið. Svo það hefði verið sniðugt að hafa einnig stimpil sem á stendur ,,Skila auðu". Það má segja að það ,,heyrist" með þögn hjá þeim sem kjósa að skila auðu.
Svo er annað sem ég hef ekki skilið með kjörklefa, en það er að henginu eru alveg gólfsíð, svo það er of létt að labba óvart inná þann sem er að kjósa. Hefði haldið að það væri betra að hafa hengin ca. í hnésídd eða svo, svo maður sjái örugglega að klefinn er tómur. Eða er nauðsynlegt að hafa hengin gólfsíð ?
![]() |
Tæp 16.000 atkvæði komin í hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2012 | 23:04
Hörmungarhyggja
Bölmóður, neikvæðni...er það sem manni dettur í hug...til hvers að tala þetta flotta hús niður ? Man ekki betur en það hafi verið X-D sem upphaflega samþykkti húsið. Hefði allt verið í glimrandi gúddí ef X-D hefði einnig klárað húsið ?
Sé ekki hvernig landið á að rísa úr sæ á ný eftir hrunið 2008, þegar stjórnmálamenn tala svona. Sé ekki hvað á að vinnast með þessu tuði og rausi.
![]() |
Hrakspár vegna Hörpu að rætast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2012 | 22:58
Why Evrur ?
Er löglegt að binda saminga við erlenda mynt ????
Og af hverju kaupir RÚV ekki það sem á þarf að halda í stað þess að leigja, sem ég giska á að sé málið ? Lágmark að sjónvarpssöð eigi eigin linsur hefði ég nú talið.
![]() |
RÚV semur við Exton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)