5.6.2012 | 01:09
Frétt ?
Eða dulbúin auglýsing ? Sé ekki alveg hver fréttin á að vera í raun og með 31 ljósmynd sem ættu evt heima í Séð og Heyrt frekar en á mbl.is.
Af hverju tók sendiherra á móti þeim ? Er 2007 runnið uppá ný ? Líst ekki alveg á þetta...humm ???
En gangi WOW vel og það er fínt á meðan samkeppnin virkar ...í smá tíma amk ;)
![]() |
Þessir voru í jómfrúferð Wow air |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.6.2012 | 00:59
Gott á þá !
Og ég vona að stjórnvöld gefi ekki eftir. Leyfa þeim þá að bíða þar til þeir gefast upp sjálfir, eða hreinlega grípa tækifærið og innkalla veiðiheimildir á skipum þeirra !!!
Það er ekki í lagi að stilla stjórnvöldum upp við vegg með kverkaki eins og LÍÚ treystir á að komast upp með. Sama hvaða flokkar eiga í hlut hverju sinni. Það er aukaatriði eða hvort ríkisstjórn er vinsæl eða ekki.
![]() |
Engin viðbrögð frá stjórnvöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2012 | 00:49
Takmarkalaus þjófnaður
Það virðist vera að sum fyrirtæki steli endalaust. Amk of mörg þeirra. Það eru lán í bönkum sem eru ekki greidd. Svo safnast ýmsar skuldir, sem eru ekki greiddar. Svo er það skattur sem ekki er greiddur. Samt dreginn af launum starfsfólks. Sama gildir um lífeyrissjóðs iðgjöld. dregin af launum en ekki greidd. Svo eru launin í heild sinni ekki alltaf greidd. Við tekur ábyrgðarsjóður launa, ríkið / við öll. Samt fá þau afskriftir út um hvippinn og hvappinn.
Hvað verður um innkomu þessara fyrirtækja sem ekki geta staðið við sitt ? Eða vilja það ekki og ætluðu sér það aldrei ? Þjófnaður með ásetningi ? Á sama tíma hika fyrirtæki ekki við að siga lögreglu á þá sem laumast út með eitthvað smáræði í samanburðinum. Það er hálf fyndið. Meiri kostnaður á ríkið / okkur við það !!! Geta þau ekki bara beðið fólk að skila því sem það tók óvart með sér út ??? Á sama tíma eru verð mjög oft röng á kassa m.v. hilluverð. Þá heitir það ,,mistök". Það er ein leið til að stela, og nógu margar leiðir eru þeim færar. Þeim sem það vilja. Eftir því hversu einbeittur brotaviljinn er.
Hvað verður um innkomu þessara fyrirtækja sem stela öllu steininum léttara ?
Væri ekki ráð að setja lög sem skyldar fyrirtæki til að skila skatti og lífeyrisgreiðslum á sinn stað, 1. hvers mánaðar , um leið og launum ??? Eða leggja allt inn á reikning starfsmanns, og svo væru sjáfkrafa skuldfærslur á þá staði sem þyrfti ? Og hafa þá hæstu dráttarvexti frá sama tíma, verði dráttur á því , frá launagreiðanda ? Og eitthvað annað tæki við eftir 3 mánuði eða svo, og markmiðið væri að koma þeim ekki um með að safna upp skuldum á tekjuskatt starfsmanna sinna eða lífeyrisgreiðslur.
Væri sömuleiðis ráð að gera viðskiptavinum kleift/ skylt að skila öllum virðisauka til ríkisins, í hverri verslunarferð ? Hafa einhverskonar sjálfkrafa færslur á kassa og nota tæknina til þess ? Til að tryggja það að vsk sem þetta sama fólk borgar og er svikið með skil á launum, skatti og lífeyrisiðgjöldum, skili sér á réttan stað ?
Þetta er ekki í lagi eins og þetta er. Svo mikið er víst. Án efa þúsundir milljarða, sem hafa komið úr vösum viðskiptavina, á ári hverju, sé allt talið og lagt saman. Þetta er ekki í lagi. 18 milljarðar úr vösum fólks á aðeins 3 árum. Eða er kannski eina leiðin sú að fólk þurfi að reyna að fá svart í auknum mæli í viðskiptum sínum ? Þar sem það er ekki á það treystandi hvort sem er, að vsk skili sér í því kerfi sem notað er ? 18milljarðar, bara í þennan þjófnað á 3 árum, ætti að vera næg ástæða til að finna nýjar leiðir.
![]() |
Afskrifuðu 18 milljarða vegna vsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)