1.9.2012 | 22:37
Ein besta auglýsing á Íslandi
Tvímælaslaust og gaman að hún skuli vera endursýnd ;)) Vel gerð í alla staði; handrit, leiksvið, búningar, myndataka leikur...
Hver samdi eiginlega þessa frábæru auglýsingu ? Hver sem það er, þá er viðkomandi snillingu !
![]() |
Auglýsingin með Júdas og Jesú endursýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2012 | 09:30
Skítavinnustaður
Þannig virkar það á mig amk. Það hafa verið of margar fréttir af lásí skítatöktum yfirmanna á RÚV þegar þeir reka fólk. Erfitt að gleyma t.d. hvernig þeir komu fram við Elinu Hirst á sínum tíma, hent út eins og ónýtri tusku !!! Svei þeim og ég vona að þeir verði látnir heyra það af Menntamálaráðherra sem er jú þeirra yfirmaður að einhverju leiti amk. Efast um að Katrín sé sátt við þessar aðferðir sem virðast vera standard á RÚV.
Það er eins og RÚV fatti ekki að þeir eru með fólk í vinnu, fólk með tilfinningar. Að henda út ónýtri tölvu er eitt eða ónýtum tuskum. En þannig kemur ekki sómasamlegt og heilbrigt fólk á geði, fram við annað fólk. Og þetta gerist aftur og ftur og ítrekað !!! Oj , ég er leið og reið að lesa þetta, svei þeim báðum tveimur, Óðni og Páli, arg !!!
Og hvernig má það vera að skipulag með starfsmannafjölda, sé með þeim hætti , að þeir henda fólki alltaf út á staðnum ? Er ekki hægt að veita fólki normal uppsaganafrest ? Skiptir mig engu þó Magnús hafi verið verktaki, það á vel að vera hægt að ræða svona hluti með góðum fyrirvara.
Og hversu langt verður að bíða þar til þeir á RÚV ráða svo annan mann í stað Magnúsar Hlyns??? 1 mánuður eða minna ? Þeir hafa nefnilega alltaf ráðið aðra, þegar þeir hafa fleygt starfsólki út með látum og leiðindum. Hefur það einvherntímann gerst þar á bæ, að fólk fær að vita með löngum fyrirvara að það verði breytingar ? Eins og t.d. gert er í USA. Jay Leo og áhorfendur vissu með árs fyrirvara eða meira, og sama með Opruh Winfrey, þó svo þau hafi verið með eigin þætti og allt það, en þau fá góðan aðlögunartíma , sem og áhorfendur. Fyrir þeim er boin virðing, nokkuð sem þeir félagar á RÚV spara meira en allt annað, og það er frítt. Ekki til marks um mikla greind í að reka fyrirtæki, hvernig þeir standa að þessu.
Svo virkar það á mig þannig í gegnum árin, að Egill Helgason virðist aldrei vita hvort hann komi aftur á skjáinn að hausti. Og það er ekki í lagi þykir mér. Er ekki til neitt sem heitir langtímaplan innan RÚV ?????
Magnús Hlynur fær vonandi aðra góða vinnu sem fyrst. Það er mjög gaman að horfa á hans innlegg og missir af honum. Gangi þér vel og ég finn til með þér. Framkoma RÚV gagnvart þér er ekki í lagi, vandinn er hjá þeim en ekki hjá þér.
![]() |
Hagrætt á fréttastofu RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)