18.9.2012 | 22:51
Dekur og einkastofur
Við m.a. ráðamenn þjóðarinnar og aðra útvalda í samfélaginu, þarf að linna. Í gegnum árín ( og löngu fyrir hrun) að þá hef ég oft tekið eftir því að ef t.d. Alþingismenn hafa lagst inn ( t.d. Steingrímur Joð ca. 2004 og Guðlaugur Þór svipað leiti , Björn Bjarna í bakaðgerð ef ég man rétt og enngin bið ) að þá man ég ekki betur en þeir hafi verið á einkastofum.
Og já, Davíð Oddsson líka ( og eftir þá dvöl pantaði hann eitt stykki hátæknisjúkrahús sem enginn þorir enn að hætta við að byggja...og listinn er án efa langur. Hjúkrunarfræðingur sagði mér að starfsfólkið( margt hvert, án efa ekki allir) bugti sig og beygi að eigin frumkvæði !! Og það fór í taugarnar á henni þessi hegðun samstarfsfólks síns. Og hún sagði einnig að þegar Dorrit blessunin fékk smá aðsvif, hafi ,,taugalækningadeild verið opnuð uppá gátt um helgi" , á meðan biðlistar vegna mun alvarlegri tilfella væru svo langir að fólk biði oft í marga mánuði ( þetta var fyrir hrun og ég hef enga ástæðu til að hafa rengt hana) Fyrirmyndarþjónusta og auðvitað þarf að athuga strax hva' veldur aðsvifi. En það á við um alla, ekki satt ? Hún var einstaklega pirruð þegar hún sagði mér frá þessu í tjatti á meðan ég beið sjálf og ég þekki hana ekki neitt. Sé þetta ekki rétt, biðst ég afsökunar.
Ég ræddi þetta eitt sinn við fjölmiðlamanneskju sem sagði mér að þegar aldraður faðir var heimsóttur , veikur á LSH, þá varð viðkomandi var við að fá betri þjónustu fyrir föður sinn með því einu að birtast á svæðið !!!
Og restin fær að fara til útlanda...Geir H Haarde, Ingibjörg Sólrún...bið á Reykjalundi er styttri fyrir fáa útvalda og eflaust einnig á Grensás...( og í fangelsin, sbr. fyrir Baldur Guðl).
Af hverju starfsfólk LSH virðist bugta sig og beygja fyrir sumum, skil ég ekki ???? Þeir eru ekki látnir bíða og bíða eða liggja í fjórbýlum eða á göngunum. Af hverju ekki ??? Það sem er svo slæmt við það að það sé verið að bugta sig og beygja ( fyrir utan hvað það er óréttlátt í jafnræðissamfélaginu okkar ;))) er að þá sjá þeir ekki sjálfir hvert rétt ástand er og halda að í einfeldni sinni allt sé meira en í gúddý og skilja ekki af hverju þarf fleira starfsfólk eða meira fé í reksturinn !! Sem það hefur ekki verið í mörg, mörg, mörg ár. Endalausar lokanir deilda á sumrin og fólki hent út á meðan það er enn veikt. Þetta er ekki neitt nýtt og vandinn var í góðærinu líka og fyrir góðærið og er þverpólitískur.
Af hverju þarf þetta að vera svona, og án þess að starfsólk LSH fái order um að veita fáum útvöldum betri og skjótari þjónustu en öðrum landsmönnum ???? Eru læknar virkilega hræddir við að þeir verði reknir ef þeir láta þá útvöldu bíða eins og aðra ??? Hefur það gerst ??? Er það málið ? Eða eru þeir evt teknir inná teppið hjá ráðherra ef biðin er of löng fyrir þá fáu útvöldu ? Eða er það evt svo að það er hringt frá ráðuneytinu eða / og Landlækni og tilkynnt um komu eins úr útvalda hópnum ... ? Hvað er málið ?
Kæra starfsfólk LSH; læknar og annað hjúkrunarfólk : Please hættið að veita ráðamönnum og öðrum útvöldum betri og skjótari þjónustu eða láta þá á einbýli. Hjálpið ykkur og okkur öllum með því að leyfa þeim að finna á eigin skinni hvað biðin er oft löng og hvað það er glatað að deila herbergi með öðrum !!!
Á meðan þeir fá meira en aðrir, taka þeir kvörtunum ykkar og sjúklinga, sem tuði og væli og ýkjum !!! Að veita þessum fámenna hópi sérþjónustu, gjaldfellir allar kvartanir og gerir þær um leið afar ótrúverðugar. Því miður. Og þessvegna verðið þið að láta þau bíða og liggja á göngunum eða í fjórbýlum. Hvort sem er á slysó, eða eftir aðgerðum. Just do it !!!
Takk fyrir ;)
![]() |
Álagið eiginlega ómannlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.9.2012 | 19:14
Eitthvað skrítið
Veit ekki alveg hvað, en það virkar eins og eitthvað passi ekki ? Langar að vita rök Svía og vona að kerfinu hér hafi látið sér detta í hug að hafa samband við Migrationsverket, eitt simtal eða email. Hvað var hann lengi þar og hvað er langt síðan hann yfirgaf Nígeríu ? Er hann ekki í hættu að sína sig í viðtali á netinu ????
Var hér í 9 mánuði og fékk vinnu um leið og bréf barst. Gott og blessað. En af hverju ekki fyrr ? Og hvaða reglur gilda um vinnu fyrir þá sem ekki eru með atvinnuleyfi ? Fá flóttamenn kennitölur, eins og þarf til að móttaka laun á bankareikning hér á landi. Og svo langar mig að vita hvað hann hefur átt kærustuna lengi og er hún búsett hér og íslenskur ríkisborgari ? Hélt það væri ekki svo létt fyrir konur hér á landi að komast í kynni við flóttamenn á FIT.
Mér sárnar ;( þó að hann upplifi sig hafa verið pyntaðan hér, virkilega segi ég frá hjartanu. Ég vil ekki trúa að við pyntum fólk, sem er það sem hann óttast reikna ég með, verði hann sendur heim.
En gangi honum vel og fái hann að vera hér, vona ég að það færi honum gæfu og okkur um leið ;)
![]() |
Óttast valdamikið fólk í Nígeríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2012 | 11:54
Kate og Vilhjálmur
Þetta er í áttina..hætt að kalla han Katrínu, sem hun var ekki skírð og heitir ekki.
Það er vonandi að William verði einnig kallaður sínu skírnarnafni í stað þess að kalla hann Vilhjálm. Sem hann var ekki skírður og heitir ekki.
Ein heilagagsta eign okkar allra, eru nöfnin okkar. Þau á ekki að þýða. Það er hrokafull vanvirðing.
Þjóðarremban og stoltið af tungumáli okkar má ekki valta yfir nöfn fólks ,fyrirtækja, borga, landa, fjalla og fyrninda. Það eru mörg íslensk fyrirtæki sem heita útlönskum nöfnum, púkó já, en þannig er það. Ekki minnist ég þess að Mogginn tali um Mílustein þegar fjallað er um Milestone, svo ég taki dæmi.
Það var sú tíð að þeir sem gerðust hér ríkisborgarar, voru tilneyddir að taka upp íslensk nöfn. Sú tíð er löngu liðin kæru Moggamenn. Löngu liðin ;))) Komin tími á að þið updatið ykkur !!! ;)
![]() |
Bannar birtingu mynda af Kate |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2012 | 10:37
Nægir fjölmiðlaumfjöllun ?
Ég finn til með hverjum þeim sem þarf að flýja land. Öll reynum við að bjargar okkur, það er eðli okkar.
Hitt er annað, að það virðist vera þannig að í hvert sinn sem einhver fer með mál sín í fjölmiðla, fær viðkomandi að búa hér áfram. Eða þannig finnst mér það hafa verið. Man ekki eftir einu einasta máli þar sem það hefur ekki virkað.
Af hverju breytir Útlendingastofnun um skoðun við fjölmiðlaumfjöllun ??? Eru þeir að afgreiða of mörg mál í fljótfærni og skoða þau fyrst almennilega eftir að mál birtast í fjölmiðlum ? Eða þora þau ekki öðru en að snúa ákvörðunum sínum við, eftir umfjöllun þar sem vísa á fólki frá landi ?
Svo er annað...hversvegna þarf lögmenn sem sína klærnar til þess að réttur fólks sé virtur ? Er ávallt verið að svindla á fólki í þeirri von að það fái sér ekki lögmann ????
Að lokum, þá væri fínt að fá að vita með hvaða rökum Svíar vísuðu honum úr landi. Hvaða gögn hafa þeir máli sínu til stuðnings og hvað eyddu þeir löngum tíma og fjármunum til þess að skoða hans mál ? Væri ekki hægt að fá þau gögn, til þess að ekki þurfi að eyða óþarfa tíma og fjárunum í að afla sömu upplýsinga og færndur okkar Svíar eru með á borðum sínum ?
![]() |
Er í lífshættu í heimalandi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)