20.9.2012 | 00:09
Mótmæli borga sig !
Það er augljóst og um að gera að almenningur allur verði áfram duglegur við að mótmæla misrétti, hvort sem það er á LSH eða víðar. Því fleiri sem láta í sér heyra, bæði í Net-og Mannheimum, því betra !
Frábært að BZ hafi fallið frá þessari hækkun og eins að ráðherra sjái að þetta gékk ekki upp ;))
Nú er allt í gúddý á ný, BZ á sínum stað og Guðbjartur á sínum ;o
Þegar menn sjá að sér, þá á ekki að núa þeim því um nasir. Og ég vona að það verði enginr eftirmálar af þessari fyrirhuguðu hækkun fyrir hvorgun þeirra og að starfsfólk LSH hætti þá einnig við að fara fram á launahækkanir , sem allri vita að ekki er möguleg.
Oft heyrist að ekki neitt hafi breyst á Íslandi. En það er ekki alveg rétt. Það var ávallt þannig að alveg sama hvað var kvartað hátt og lengi, ráðamenn gáfu sig ekki og aldrei !! Og viðurkenndu aldrei mistök heldur !! Eða amk svo sjaldan að ég man það ekki. En þetta hefur lagast eftir hrun hefur mér þótt og það er gott ;P
![]() |
Björn afþakkar launahækkunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)