Englahópurinn stækkar

Hrunið var engum að kenna, enginn gat gert neitt og allir saklausir. Ekki ráðamönnum um að kenna, ekki Seðlabankanum, ekki FME, ekki bönkunum, ekki Víkingunum og ekki heldur þeim sem endurskoðuðu.

En hverjum var þá ,,velgegninni" að þakka ? Sennilega engum, það hefur þá líka verið á autopilot.

Merkilegt hvað þetta algjöra hrun haustið 2008 var algjörlega sjálfvirkt; á autopilot. Vá hvað hrunið hefði orðið svakalega miklu verra ef einhver hefði gert einhver mistök, áts ! Eins gott að við eigum bara fullkomið fólk sem kann allt, veit allt, skilir allt  og gerir ávallt allt rétt og löglegt.. ;)) Mikið megum við vera þakklát með það. Það eru jú bara skúrkar í útlöndum eins og við vitum. Já og í bíómyndunum líka.

Það hefði ekki þurft nein ofurlaun , þetta gerðist allt sjálfkrafa hvort sem er, bæði ,, velgengnin" og hrunið. Bjánar vorum við að trúa því að ofurlaun tryggðu okkur súperheila í hverri stöðu...allt sem þurfti var einn autopilot takki. Ætli hann sé enn á " ON" ?

En við búum í réttarríki þar sem fólk er saklaust þar til og ef sekt sannast, sem betur fer. Ekki ætla ég að reyna að kveða upp dóm, enda ekki mitt að gera það. En þetta fer nú samt að verða pínu pons grunsamlegt mál, þetta blessaða hrun sem enginn er sekur af, þykir mér í hálfkæringi ;)


mbl.is PwC hafnar málatilbúnaði bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband