11.3.2012 | 17:23
Innrás
Er nema von að fólki hafi brugðið við "Back to the Future" senu, að 2007 Víkingarnir okkar væru mættir á ný á þyrlunum ,,sínum" ...í þetta inn í innrás með Tortula Dollarana sína í farteskinu..oh my God ;)
En hvernig er það, mega Rússar kaupa jarðir hér ? Hver veit það ...?
Ef svo, munum við þá leyfa þeim að kaupa eða hrekja þá á brott með öllum ráðum tiltækum, þrátt fyrir allt tal um nauðsyn erlendrar fjárfestingar ?
Lentu þyrlu á bílastæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo virðist sem þeir séu að leita að sveitarstjórnum sem auðvellt er að kaupa til að fjárfesta í landi fyrir sig, samanber kínverja málið sem ég man ekki nafnið á.
Ég er reyndar á móti því að útlendingar kaupi hér upp landið í pörtum, endar bara á einn veg, við verðum landlaus... :(
Að sama skapi er ég á móti því að landið sé sellt til Brussel (ESB)...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 11.3.2012 kl. 17:31
Ég vil að Bjarnabúð verði í eigu Íslendinga um aldur og ævi!
Axel Guðmundsson, 11.3.2012 kl. 17:50
@Ólafur Björn Ólafsson, 11.3.2012 kl. 17:31
Þú segir nokkuð...en þeir stoppuðu bara nokkrar mínútur, svo það var þá svona auðvelt og fljótlegt að ,,kaupa" sveitastjórnina.....ertu að meina það ? Eða kom það í ljós á nokkrum mínútum að það gengi alls ekki ?
Þú ert eflaust að meina Nubo.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.3.2012 kl. 17:59
Hef reyndar ekki verið að kynna mér sérstaklega hve snöggir þeir voru á hverjum stað. Það er nú svo að þegar kínverjinn var búinn að gefast upp þá bauðst víst einhver sveitarstjórn til að selja sig til hans með því landi sem hann langaði að kaupa. Það var allavega minn skilningur á málinu.
Enn jú hann heitir víst Nubo kínverjinn.
Rússarnir eru að víst að leita að jafn auðseljanlegri sveitarstjórn til að útvega sér land, lítur svo út í mínum huga. Vona samt að samspilling og ákveðnar sveitarstjórnir láti vera að bjóða sig og landið til sölu.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 11.3.2012 kl. 20:03
En veistu Ólafur Björn 20:03, hversvegna Rússar vilja kaupa hér land ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.3.2012 kl. 20:45
Já það væri gaman að fá að vita hvað vakir fyrir þeim...
Er Össur annars ekki eitthvað viðriðin Rússland þessa dagana, það er eins og mig minnir að ég hafi lesið það í fjölmiðlum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2012 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.