11.3.2012 | 19:43
Tottskúrar
Já, það er vel hugsað um ,,hamingjusömu hórurnar " í Zürich.
Hvað segir vinnueftirlitið þar í borg ? Vottað: fínt og hlýtt og notalegt... ? Eða verður meira lagt uppúr því að ,,vinnuskúrarnir" verði pottþétt reyklausir ?
Um að gera að loka augunum fyrir vandanum í lokuðum skúrum. Þá hverfur hann sennilega um leið. Skítt með aukið mansal í heiminum. Sorgleg niðurstaða kosninga ;(
Kannski að þeir komi upp bílaþvottastöð á sama svæði, svo kaupendur fái:
,,Tott og þvott um leið á aðeins 5 mínútunum"
Þægilegt: ,, elskan mín, ég ætla bara rétt að skjótast í tott, nei ég meinti með bílinn í þvott.."
Oj bara !
53% sögðu já við vændisbílskúrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lýðræði er alltof mikilvægt til að leyfa kosningar.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.3.2012 kl. 19:51
Sæl.
Það reddar auðvitað öllu að banna þetta, og auðvitað eiturlyf líka. Ekki satt? Bann gegn þessu hefur virkað mjög vel og alfarið stöðvað þessa óárán, ekki satt? Bannið gegn áfengi virkaði rosalega vel á sínum tíma eins og þú auðvitað veist.
Þegar fólk vill gera eitthvað af fúsum og frjálsum vilja kemur engum það við nema því sjálfu og allra síst yfirvöldum. Það á auðvitað að leyfa þetta og fíkniefni. Stríð Ameríkananna gegn fíkniefnum hefur undanfarið 40 ár eða svo kostað trilljón $ og hefur engu skilað nema hörmungum.
Þú getur auðvitað kallað þetta það sem þú vilt og haft þá skoðun á þeim sem þetta stunda sem þú vilt en þessi iðja verður aldrei upprætt með lögum frekar en dópneysla.
Öryggi og aðstæður vændiskvenna aukast við að hafa þetta löglegt, þá losna líka allir við milliliðina.
Vandi margra kvenna er hve sjálflægur þeirra hugsunarháttur er. Þó þær sjálfar geti e.t.v. ekki hugsað sér þessa iðju er kannski nokkuð margar kynsystur þeirra sem geta það vel og gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. Margar konur gefa sér að konur í vændi séu neyddar í þetta og vilji þetta ekki. Það er auðvitað alrangt í mörgum tilvikum.
Hefði vandinn verið leystur hefði þessi tillaga verið felld?
Helgi (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 20:02
@Helgi (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 20:02
Á þá bara að gefast upp og leyfa allt sem fólk vill gera ? Sumir vilja keyra of hratt og gera þó það sé bannað, aðrir vilja pína fólk og pynta, þó það sé bannað, sumir vilja drepa fólk þó það sé bannað, aðrir misnota börn kynferðislega þó það sé bannað og listinn er langur...
Sammála þér að áfengisbannið gékk ekki upp, enda ca. 90% fullorðinna sem nota það að staðaldri ( las ég um daginn, man ekki hvar). Tel réttara að vinna gegn því sem særir og meiðir , eins og t.d. vændi, í stað þess að loka það í skúrum í útjaðri Zurich, eins og þessi frétt fjallar um. Þeir gætu reynt sænsku leiðina og bannað vændiskaup, en þó þannig að réttarhöld séu opin en ekki lokuð eins og hér var gert.
Það hefur tekist ágætlega að breyta viðhorfi fólks til reykinga og nú er það púkó og hver hefði trúað að það tækist fyrir fáum árum síðan ? Það þarf að gera það sama varðandi vændi, að það sé bara ekki neitt töff við að kaupa sér kynlíf !
Mansal er vaxandi vandamál og því ber að taka mjög alvarlega.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.3.2012 kl. 20:30
úff það eru margir kálfar á borð við helga
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.3.2012 kl. 20:56
Sæl og þakka þér efnisleg svör. Alltaf gaman að rökræða við fólk.
Einstaklingur á að hafa frelsi til að leita hamingjunnar á meðan hann brýtur ekki á rétti annarra til hins sama. Ég er engan veginn að leggja til að að leyfa fólki allt, ég vil einfaldlega meira frelsi fyrir einstaklinga og minni afskipti yfirvalda.
Áfengisneysla og vændi eru ekki það sama og hraðakstur og innbrot. Á hverjum er brotið í vændi og áfengisneyslu? Ef ég brýst inn til þín er ég að brjóta á eignarrétti þínum. Ef ég kýs að fara til vændiskonu er ég að brjóta hvaða rétt hennar? Ef ég keyri hratt skapa ég slysahættu og stefni lífi annarra í hættu og stefni þar með möguleika þeirra til að leita hamingunnar á eigin forsendum í hættu. Ef ég drekk mig kóffullan og sofna úti á víðavangi skaða ég engan nema sjálfan. Ég brýt ekki á rétti annarra til að leita hamingjunnar á eigin forsendum. Þeir sem misnota börn brjóta á rétti þeirra til hamingju, þess vegna á að banna slík brot. Mátaðu þessa skilgreiningu við margt af því sem er bannað og sjáðu þá hve bjánalegt er að banna það. Hvað ætli öll þessi bönn sem falla á þessari skilgreiningu kosti samfélagið?
Yfirvöld eru sífellt að reyna að hafa vit fyrir okkur og passa upp á okkur og mistókst það herfilega í bankahruninu en hinn frjálsi markaður sá fyrir hættuna á því að lána t.d. íslensku bönkunum og kom það fram í háu skuldatryggingaálagi þeirra. Yfirvöld hér og víða annars staðar klúðruðu nánast öllu sem hægt var í tenglum við hrunið. Hrunið er hins vegar annað mál og skal ég glaður taka þátt um umræðu um það á þessu ágæta bloggi þínu. Ég nefni þetta bara sem dæmi um það hve illa yfirvöld/opinberi geirinn standa sig yfirleitt.
Ég hef ekkert á móti því að reyna að breyta viðhorfi fólks til reykinga, vændis, ofbeldis og innbrota. Ég set mig ekki upp á móti slíku, fjarri því. Ég vil hins vegar að fólk fái að vera frjálst og velja sér hillu í lífinu án þess að brjóta á rétti annarra til að leita hamingjunnar. Ef ég tel að ég finni hamingjuna með því að drekka stíft og stunda vændishús á engum að koma það við nema mér sjálfum - ef ég kýs að fara illa með sjálfan mig og stofna heilsu minni í hættu kemur engum það við - allra síst yfirvöldum. Það er ekki hægt að vernda einstaklinga gegn "heimskulegu" vali þeirra í lífinu og það á ekki að vera hlutverk hins opinbera og stjórnsamra einstaklinga sem telja sig vita hluti sem þeir vita ekki. Hver og einn einstaklingur á að bera ábyrgð á vali sínu.
Skiljanlega hefur þú áhyggjur af mansali, þá aðila sem neyða konur í vændi vil ég hengja úr hæsta gálga. Málið er bara að með því að leyfa vændi stöðvar þú mansal eða dregur hið minnsta verulega úr því. Hvar er gróðinn og þörfin á mansali ef þetta er löglegt?
Svo er hin hliðin á þessu bannsamfélagi sem við lifum í. Hvað ætli kosti að loka fíkniefnaneytendur inni í fangelsum? Kanarnir hafa gengið langt í refsingum og er það orðið þeim alveg svakalega dýrt, mörg ríki eyða milljörðum $ í fangelsismál sín. Svo má ekki líta framhjá því sem ég nefndi fyrst um kostnað Kananna í stríðinu við fíkniefni sem hefur staðið yfir frá því í forsetatíð Nixon ef ég man rétt. Væri ekki hægt að eyða þeim pening í eitthvað annað og betra, úrslitin í þessu stríði er algerlega augljós - einungis spurning um hve fórnarlömbin verða mörg.
Af hverju eiga sumir að hafa vit fyrir öðrum? Hvað gerir það að verkum að þeir vita meira en viðkomandi einstaklingur hvað honum er fyrir bestu?
Nú veit ég ekkert um þig en gefum okkur að þú hafir stundað eða stundir boltaíþróttir. Hvað kosta meiðsli í þeim samfélagið árlega? Þær geta því verið hættulegar og væri þá ekki hægt að rökstyðja bann við þeim vegna þess að þær eru hættulegar og samfélaginu kostnaðarsamar? Fólk á ekki að vera að skipta sér að vali annarra einstaklinga, af hverju má ég ekki gera tóma vitleysu án þess að aðrir telji það koma sér við. Af hverju má ég ekki fara til vændiskonu sem stundar þetta af fúsum og frjálsum vilja án þess að það komi einhverjum afskiptasömu femínistum hér við? Vel má vera að þeim finnst mín iðja viðbjóðsleg en mér finnast kannski þeirra skoðanir úreltar, illa rökstuddar og úr öllum tengslum við veruleikann.
@KSK: Þú mátt gjarnan lauma rökum inn í málflutning þinn á milli þess sem þú hallmælir mér. Fólk sem hefur aðeins lesið sögu mannkyns veit að lestir manna verða aldrei kveðnir í kútinn með mannasetningum. Hefur þú kynnt þér hvernig Portúgalar fara að varðandi fíkniefni?
Bara svo það komi skýrt fram: Ég er ekki fylgjandi vændi eða fíkniefnaneyslu svo dæmi séu tekin, ég vil bara að einstaklingar hafi til þess frelsi að gera það sem þeir telja að geri þá hamingjusama þó ég telji kannski að þeirra val sé mjög skammsýnt og hættulegt.
Helgi (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 22:44
Ég er nú ekki fylgjandi vændi og þykir það nú hálf sorglegt að sumt fólk grípi til þess úrræðis, og þykir nú eiginlega um leið svakalega leiðinlegt að sjá fólk nota mansal um allan hórdóm, sem er svo rangt að það hálfa væri nóg, það þarf ekki að lesa annað en skilgreininguna á orðinu mansal í íslenskri orðabók til að skilja þetta orð!...Ekki eru allar vændiskonur eða hórkarla í mansal, þó þau selji sig öðrum sjálviljug. Þau sem selja sig ekki sjálfviljug eru það hins vegar!
Ég hef íhugað hvert úrræðið við þessu væri og kemst ekki neinni annarri niðurstöðu en þessari:
Þú þarft nú ekki að lesa meira heldur en í boðorðin 10 og þar sérðu einfaldlega að eitt boðorðið er: "Ekki skaltu drýgja hór"... Þetta er skrifað fyrir einhverjum þúsundum ára. Það hefur sem sagt verið reynt að banna hórdóm síðan á tímum Móses, ef ekki lengra aftur. Og nú í þessum heimi sem við kölluð siðmenntaðan heim , er þetta enn við lýði. Við komum engum böndum á þetta og munum ekki gera, og þá er UM AÐ GERA aað taka siðmenntaðan vinkil til að gera þessa grein eins örugga fyrir það fólk sem stundar vændi, því eins og ég sagði, ekki eru allar vændiskonur og hórkarlar í mansali, og sennilega minni hluti en okkur grunar (þó ég þori nú ekki að fullrða), en mansal er vissulega gríðarlega alvarlegur glæpur, en vissulega ofnotað orð af ákveðnum einstaklingum þessa þjóðfélags, sem berst fyrir réttindum kvenna, en virðist ekki pæla í því að með öllum boðum og bönnum, þá myndi það keyra vændið enn meira í undirheimana og auka ofbeldið gegn vændiskonunum enn meir, og þar með mansalið!
Mér þykir þar að auki undarlegt að þú nefnir mansal (sem ég held þú sért gjörsamlega að misskilja) og tala um hvort eigi ekki bara að leyfa fólki að gera það sem það vill því það mun hvort eða er gera það... Fólk í mansali er ekki að gera það sem það vill! Fólk í mansali er neytt til þess að gera það sem það ekki vill! Það neyðir enginn mann til að keyra of hratt, nema í einhverjum fáranlegum atvikum, það neyðir enginn fjöldamorðingja að drepa eða barnaníðing til að níðast á börnum! Þeir gera það 100% sjálfir, á meðan fólk í mansali er akkúrat í öfugum aðstæðum, er kannski barið til fjandans, ef það geri ekki það sem það á að gera eða jafnvel drepið...
Þið sem horfið á mansal eins og þeir sem ég tala um, farið að LÆRA hvað mansal þýðir og farið í staðinn að stuðla að öryggi þessa fólks í staðinn fyrir að reka þetta lengra í undirheimana!
Held ég hafi litlu við að bæta!
ViceRoy, 11.3.2012 kl. 23:34
Því miður er það svo að sumar konur láta til leiðast og hefja að stunda vændi vegna fjármálaörðugleika eða atvinnuleysis og þá að eigin frumkvæði. Þeim konum á að veita öruggt skjól til að stunda sína "iðn" í stað þess að verða sjálfkrafa stimplaðar sem glæpamenn. En með því að ýta vændiskonum í felur í undirheimunum með lögum sem banna slíka iðju er verið að gera ástandið mun verra en það þyrfti að vera þar sem þær geta oft ekki leitað til lögreglu eða heilbrigðisstofnanna með sín vandamál af ótta við handtöku. Þá er oft eina leiðin til að fá einhverskonar vernd að leita til handrukkara og annarra ofbeldismanna. Eða að vera með "pimp" eins og það kallast vestanhafs.
Mansal glæpahringja er síðan allt annað mál og kemur þessari lögggjöf í raun ekkert við. Þar er verið að stunda þrælahald og að sjálfsögðu á að taka á því af mikilli hörku og þá á ég ekki bara við um kynlífsþrældóm.
Laxinn, 12.3.2012 kl. 04:17
Verð bara að vera svo hjartanlega sammála Helga, ViceRoy og Laxinn. Mannsal er einfaldlega mun stærra vandamál heldur en vændi og því frekar kjánalegt að reyna að banna vændi til að stuðla að minna mannsali. Infact sé ég engin rök fyrir því að það ætti einhverntímann að stuðla að minnkun mannsals.
Svo lengi sem vændi er stundað af fullorðnum sjálfviljugum einstakling, sé ég enga ástæðu fyrir einhverju banni. Vissulega kann að vera að einhverjir rati í vændi af neyð, en það mætti segja um margar aðrar stéttir. Það hjálpar þessum hóp einmitt ekkert að ýta vændinu í undirheimana, því þá verður einmitt erfiðara fyrir þennan hóp að rata tilbaka úr undirheimunum.
Í sambandi við mannsal, er auðveldasta leiðin til að berjast gegn því, að gera það ekki þess virði fyrir fólk að eiga þræla sem og að gera þrælum auðveldara fyrir að gefa sig fram. Ég persónulega hef efasemdir um hvort þessi aðferð dragi úr virði þess að eiga þræl(þar sem ég er ekkert viss um að verð vændis minnki), en þetta neyðir þrælahaldara að koma hórunum í meiri samskipti við umheiminn sem augljóslega gerir þeim auðveldara að leita sér hjálpar.
Gunnar (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 08:13
Vann með Þjóðverja fyrir mörgum árum. Hann sagði mér að margar stúlkur úr smábæjum í Þýskalandi færu til stærri borga t.d. Hamborgar til að vinna í verksmiðjum, eða það segja þær við heimamenn.
Þær selja sig í nokkur ár og safna peningum. Þá fara þær heim og kaupa t.d. litla krá, sem þær reka með manninum sem þær giftast eftir heimkomuna. Hnn er svo sætur og einfaldur. Enginn veit neitt.
Ég vann með Dana fyrir mörgum árum. Hann sagði mér að í íbúðinni á móti honum í stigaganginum í blokkinni í Köpen voru barnlaus hjón. Þegar maðurinn var farinn í vinnuna, þá komu aðrir í heimsókn og hún sagði að hún stundaði þetta, því það gefur mikla peninga og hún gat veitt sér meira en laun mannsinns buðu upp á. Hann vissi ekkert um athæfið.
Sænska leiðin er bullshitt. Það þarf að grípa viðkomandi að verki til að hægt sé að dæma. Sænskar hórur taka við pöntunum í gegn um síma og vinna heima.
Lögreglustjórinn í Stokkhólmi sagði fyrir nokkrum árum að aðeins 1% af vændískonum í Stokkholmi væru í mannsali, en hinar væru í þessu af frjálsum vilja.
það þarf bara að fá upplýsingar á réttum stöðum og hætta að giska á vað fólk vill.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.