Airport Art

Er það sem vantar alveg og ég vona að komi. Sá það fyrir mér þegar ég beið þarna haustið 2008 og horfði á gráa hráa og tóma veggi. Það má vel vera að þeir líti betur út í dag. Öllum þeim sem ég hef nefnt þetta við þykir þetta tilvalið. Hvar er þægilegra að skoða listaverk en á flugvelli, þegar við gerum lítið annað en að bíða, hvort sem það eru Íslendingar eða ferðamenn sem í hlut eiga ?

Tel að þetta yrði upplagt fyrir íslenska myndlist sem og fyrir lánsverk erlendra meistara. Verk eftir Monet voru t.d. lánuð til USA í vetur, Dali verk ferðast víða.  Ísland liggur svo vel á milli USA og Evrópu eins og við vitum og svo hefur Harpan bæst við. Beint flug frá helstu borgum í báðum heimsálfum. Svo hversvegna ætti fólk ekki að kíkja hingað, eins og annað,  í flotta tónlistarviðburði í hörpuna og myndlistarsýningu á Leifsstöð yfir eina helgi að vetrarlagi ? Allt til alls, nóg af veggjum , næg öryggisgæsla og nóg af fólki !

 Þannig mætti fjölga ferðamönnum eins og þörf er á. Og hugsanlega annan markhóp en þann sem kemur að sumri ? Allt hjálpast að. Þetta er klárlega eitt af því.  Læt þetta nægja, gæti skrifað heila bók um þetta, svo mikið hef ég hugsað um " Ariport Art" á Íslandi ;))


mbl.is Mikil ásókn í að komast inn í Fríhöfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband