13.3.2012 | 10:02
Skondið
Að byrja með nýjan stjórnmálaflokk og hafa svo ekki 50/50 kynjahlutfall í stjórn. Ekki byrjar það vel. Eitthvað hefði heyrst ef þetta hefðu allt verið karlar. Og svo á að skikka fyrirtæki landsins ( með réttu eða röngu) að jafna hlut kynjanna í stjórnum. Gangi samtöðu vel með að fylgja því eftir, komist þau í næstu ríkisstjórn eins og útlit er fyrir samkvæmt skoðanakönnunum, muni ég það rétt.
Konur í stjórn Samstöðu í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er hin jákvæða kynjamismunun í sinni fullkomnustu mynd. Jákvæðari verður hún víst ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 10:16
@Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 10:16
Já, ætli það verði ekki kallað svo....jákvæðast þykir mér þó að vera jákvæð og góð fyrirmynd. Það hefði ég óskað að sjá Samstöðu gera, það myndi létta predikunina yfir syndaselunum !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 10:21
Ég held að það sé borin von að ósk þín varðandi Samstöðu rætist. Pólitík Lilju hefur öll gengið út á ósætti og átök, ekki samvinnu og sættir, því miður.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 10:29
@Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 10:29
Sjáum til , það er margir í flokknum og vonandi verður ekki um einræði að ræða.
Ég þrái breytingar og mér er í raun alveg sama hverjum tekst á koma þeim á. Þurfum að gefa nýju fólki tækifæri , hvar í flokki sem þau standa.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.