Orð í spariföt

Þetta myndi flokkast sem hvítblibbabrot reikna ég með, verði hann dæmdur sekur.

En af hverju eru orðin sett í jafn fín og flott föt og stöðu eins og þeir sem þau fremja eða eru sakaðir um að fremja þau ?

Heitir þetta ekki bara þjófnaður, stuldur eða rán ?

(meintur í þessu tilfelli, enda ekki búið að dæma í málinu og hann er saklaus á meðan).

Eða á það bara við um kjúklinga og klukkur, þegar því er stolið ? Kannski að slíkir þjófar þyrftu bara að hafa vit á að koma við í Dressman áður , þá verður allt orðalag í fréttum og dómum fínna um leið...lengi lifi jafnræðið... ;))

En er eftirlitið í HÍ nógu gott ? Það er verið að tala um 5 ára tímabil. Það er mjög langur tími.


mbl.is Dró sér 8-9 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta nokkuð sami maðurinn og stal 20 milljónum í Valhöll úr Íhaldssjóði íhaldssamra Íhaldssflokka?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 14:34

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

@Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 14:34

Suss....það má ekki nota orðið að stela..þetta er meint brot um fjárdrátt... það hljómar betur og þarf að nota um hvítflibbana. Þeim er að auki, í besta falli ,,vikið frá störfum" en ekki reknir..eða sendir í leyfi.

Annars veit ég ekki hvort þetta sé sama maðurinn, er það ekki ólíklegt víst þetta hefur verið að gerast síðustu 5 ár í HÍ ? Nema hann hafi sinnt tveimur störfum ? Ég veit ekki heldur hvort búið sé að dæma í því máli sem þú vísar til.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 18:25

3 identicon

Þjófnaður, rán og fjárdráttur er ekki það sama, auðgunarbrot skiptast í nokkra flokka í hegningarlögunu

Óskar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband