13.3.2012 | 14:24
Óheppinn
Að vera ekki íslenskur hvítflibbi. Þá væri meint brot hans og hann sjálfur, photoshoppað í bak og fyrir, skreytt og fegrað. Reikna ég með. Og þá væri hann ekki kallaður ræningi sem rændi. Það er nokkuð víst, held ég.
Þessi sem hér um ræðir var handtekinn og fluttur til landsins og verður settur beint í gæsluvarðhald. Hann fékk ekki að semja um að koma og sleppa við járnin, né beðinn um að koma í vinalegt kaffispjall og ræða málin, eins og þegar þarf að reyna að finna út hvað gerðist með þúsundir milljarða tjón á þjóðina í hruninu 2008 og tala við menn af þeim sökum.
Það er ekki búið að rannsaka málið og því ekki hægt að kalla hann ræningja né fullyrða að hann hafi rænt.
Eða er ok að kalla hann ræningja og segja að hann hafi rænt víst hann er hvorki í toppstöðu né með mastergráður og ekki heldur Íslendingur ?
Það er ekki fjallað svo hastarlega um þá sem grunaðir eru um að hafa valdið hér algjöru hruni. Þetta eru klukkur sem endurheimtust og voru tryggðar hjá einkafyrirtæki að auki, muni ég það rétt. Tjón ríkissins er því mun minna en af völdum hrunsins. Aðeins aganarlítið brotabrot.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr alvarleika þess sem gerðist í úrabúðinni, alls ekki.
Úraræningi til landsins í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ræningjar fremja rán, við rán er ofbeldi beitt eða hótað, það að millifæra peninga í tölvu er ekki rán í skilningi laganna og því kallast bankakallar ekki ræningjar
Óskar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 20:32
Veit það vel, en fjölmiðlar gætu vel gert það í stað þess að gera hvítflibbum hærra undir höfði. Fjármálakreppur hafa hrundið að stað stríðum svo það eru mjög alvarlegir glæpir. Óskandi að löggjafinn fari að átta sig á því sem og dómstólar.
Með því að nota mildara orðalag um hvítblibbaglæpi, er eins og verið sé að reyna að gera lítið úr þeim, eins og þetta sé nú ekki svo alvarlegt. En þessir glæpir og ég kalla það glæpi á ekki að taka léttvægt. Hvítflibbaglæpir bitna oft á gríðarlegu mörgu fólki, nú t.d. á heilli þjóð, okkur Íslendingum með ýmsum afleiðingum.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 21:13
Viljum við ekki frekar nákvæmar og réttar fréttir? Rán og fjársvik er ekki sami hluturinn og þannig er það bara
Óskar (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.