13.3.2012 | 17:41
Enginn skal voga sér
Að reyna að bjarga sér fjárhagslega í síhækkandi bensínverði framhjá þeim sem allt eiga í samfélaginu og tapa því á þessu. Og ekki heldur þeir sem vilja leggja sitt að mörkum að minnka mengun. Í þeim flokki sem græða á þessu eru án efa að auki við bensínsölurnar, tryggingafélögin. Þau fá þá fleiri trygigngataka og meiri iðgjöld $$$ Það ætti nú að vera þeirra hagur að berjast gegn því að þurfa að tryggja hjólin. Geri þau það ekki, þýðir það aðeins eitt; þeir græða á þessu þrátt fyrir kvart um tap.
,,Réttir aðilar" tapa á að fólk kaupi ekki bensín eða tryggingar og já bíla. Þeim sterkustu er ávallt vorkennt mest og fá mestu hjálpina, afskriftirnar og verndina, hér eftir sem hingað til. Alþingi hleypur til og kemur með frumvarp í hvelli, þó heimilin hafi hrópað eftir hjálp árum saman og hærra og hærra frá 2008.
Allt skal gert til að halda fólki á einkabílnum. Strætó kemur þar inní sem frekar en að bæta og auka ferðatíðni á Rvk. svæðinu, tekur uppá því að keyra alla leið á Höfn í Hornafirði !
Herða reglur um nýju fararskjótana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það hefur nú alltaf sést á verkum alþingis (fjórflokkana)
fyrir hverja þau raunverulega vinna..
bensínverð, mun aldrei lækka aftur, þvert á móti er ekkert sem stoppar verðhækkun útí hið óendanlega (eftirspurn eykst alltaf meðan olían verður sjaldgæfari og sjaldgæfari)
þannig að ef ríkisstjórnin er að vinna fyrir fólkið.
þá er það eitthvað annað fólk en langstærsta meirihluta kjósenda.
en hvað er nýtt?
ökukennarar verða allavega happí. (í bili, vegna hækkandi bensínverðs munu þeir eins og allir að þurfa að hækka verðskrá sína, (og fyrst bensin mun bara hækka...)
ætli planið hjá toppinum sé ekki bara að mjólka þar til þau verða að flýja í einhverja auðkýfingaparadís. (búinn að rústa þessari auðkýfingaparadís.)
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.