13.3.2012 | 19:04
Borin von
Það skal sko ekki verða létt fyrir fólk að fá leiðréttingar þrátt fyrir Hæstaréttardóma, oh nei !!
,,Þá er sett sem skilyrði fyrir samráði að fjármálafyrirtækin krefjist ekki málskostnaðar og skuli í dómsmálum sem höfðuð verði í kjölfarið leitast eftir málum þar sem skuldarar eru að mati umboðsmanns skuldara hvað best til þess fallnir að halda uppi vörnum." , segir m.a. í fréttinni.
Það sem vantar í fréttina er: ,, þau skulu sko ekki halda þetta lið, að þau fái eitthvað tilbaka frá okkur ! Þau skulu hafa fyrir því í mörg ár í viðbót að reyna, og þau munu tapa, það ætti að kenna þeim að abbast ekki uppá okkur og halda áfram að borga þegjandi og hljóðalaust það sem við viljum fá, hverja krónu!! Liðið þarf að ná því í eitt skipti fyrir öll að þetta fé er einungis fáum útvöldum tileinkað, þeir þurfa sitt hér eftir sem hingað til. Það eru bara sumir haldnir óseðjandi græðgi og því þarf að sýna skilning ! Það hljóta allir að sjá að við höfum þar með ekki efni á að leiðrétta þetta og endurgreiða, NO WAY , þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ! Og svo ef svo ólíklega vill til, eftir nokkur ár, að liðið sigri eitt og eitt dómsmál, SO WHAT...þá verðum við hvort sem er farnir með allt til Tortula, lok lok og læs...svo þá þarf að höfða mál gegn framtíðar þrotabúum, he he he .. getið allt eins gefist upp strax !
Þetta lítur ekki vel út. Og margir sem vonuðust án efa til , og með réttu, að fá endurgreitt ;(( Það stendur augljóselga ekki til , heldur verður valið hver fær að fara með mál fyrir dóm...eða ?
Hvað varð um lögin um hópmálsókn ? Urðu þau aldrei að veruleika eða eru þau sofandi í nefndum ? Er það greipt í öll grjót á landinu að Davíð skuli aldrei ná að sigra Golíat, aldrei ?
Er sú barátta og þeir fáu sigrar sem almenningur nær, aldrei raunverulegur og sem gefur tilefni til að gleðjast og fagna með því að skála í kampavíni ? Er það algjörlega borin von að eitthvert réttlæti nái fram að ganga ? Hvernig endar þetta og hvenær ? Sorglegt að lesa þessa frétt ;(
Segja úrskurðinn áfangasigur fyrir neytendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú spyrð um lög um hópmálsókn. Þau eru nákvæmlega hérna:
2010 nr. 117 20. september/ Lög um breytingu á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála (málsóknarfélög). Þingskjal 1479, 138. löggjafarþing 687. mál: #A meðferð einkamála # (málsóknarfélög)
Hagsmunasamtök Heimilanna hafa stofnað málsóknarsjóð þar sem tekið er við frjálsum framlögum til málarekstrar í þágu heildarhagsmuna neytenda.
Það er verið að vinna í þessu. Ef þér finnst það ekki ganga nógu hratt komdu þá endilega og hjálpaðu okkur sem erum að vinna þessi verk.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 21:44
Takk fyrir upplýsingarnar Guðmundur 21:44 ;))
Í hverju felst vinna þín með lög um hópmálsókn ? Skil ekki alveg...;))
Hélt að slík vinna færi fram á Alþingi og þar eru menn á launum okkar við það. Ertu að meina að það sé full vinna sjálfboðaliða að fá þá til að klára lagasetningu ? Ég er ekki að reka á eftir þér eða öðrum, var einfaldlega að velta þessu fyrir mér.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.