Frekjudósir

Hver er sannleikurinn um okkur sem þjóð ? Manni bregður við að lesa þessa frétt. En hvernig er hægt að vita að þetta sé sannleikur ? Hvernig á maður að mæla þetta og sannreyna ? Ekki hef ég forsendur til að draga þessa rannsókn í efa svo ég verð að trúa þessu. Í bili amk.

Er allt byggt á lygi sem okkur hefur verið sagt ? Höfum við verið heilaþvegin um allt, ekki bara um stöðu bankanna fyrir hrun ? Og við teljum okkur vel upplýsta þjóð og vel menntaða. Það er hluti af sjálfsmynd okkar að ég tel. Er það líka röng sjálfsmynd?

Ætti ekki eina lygin að vera sú að jólasveinninn sé til ? Það er nú reyndar ekki fallegt að ljúga að börnum og evt ætti að hætta að telja börnum trú um að jólasveinninn sé í alvörunni til. Ekki teljum við börnum okkar trú um að aðrar hetjur séu til í alvörunni, hvort sem það er Supermann eða aðrar hetjur. En það er heldur ekki fallegt að ljúga að okkur sem fullorðnum.  Og til hvers er það gert ? Við plötum börnin með jólasveininum að hluta til svo þau séu extra þæg fram að jólum og fari snemma að hátta og sofa. Þá gefst foreldrum næði til að sinna því sem þarf og pakka inn jólagjöfum og fleiru til að gleðja börnin sín á Aðfangadag. Og það virkar nokkuð vel. Man enn hvað þetta virkaði vel á mig sem barn og ég trúði algjörlega á hann. Og sumir hræða börn sín með Grýlu og Leppalúða, eða gerðu amk í gamla daga.

Er sama ástæða sem liggur að baki lyginni að okkur sem fullorðnum, svo að við hlýðum ráðamönnum okkar ? Af hverju ættum við að hlýða fólki sem við kjósum til að vinna fyrir okkur og gæta hagsmuna okkar ? Ætti það ekki frekar að vera öfugt ? Erum við virkilega svona óþekk þjóð og algjörar neyslufrekjudósir sem þarf að hræða með Grýlu og Leppalúða og ,,múta" með jólasveininum , allt lífið ? Hvað þurfa ráðamennirnir að gera í friði á meðan við ,,sofum" ? Hvaða glaðningur bíður okkar að morgni ? Sem átti að koma okkur ánægjulega á óvart.

Sagt er að sannleikurinn sé sagna bestur, en vá hvað hann getur verið sár, áts ! Það er auðveldara , betra, skemmtilegra, jákvæðara og þægilegra að trúa áfram á jólasveininn sem er góður, gjafmildur og skemmtilegur og að Ísland sé best í heimi....;)))


mbl.is Íslendingar neyslufrekasta þjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er bara hið nýja bankakerfi Háskólans í frumflutningi, Hjördís. Gengur þetta þá gengur allt. Går den så går den.

Takk fyrir góðar bloggfærslur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2012 kl. 02:53

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég segi að þetta sé til að villa fyrir okkur...

Við erum rík þjóð, rík á Auðlindir, rík á mannafla og rík á þekkingu segi ég og að segja okkur þetta svona er eingöngu gert til þess að villa um fyrir okkur...

Þó svo að aðrar Þjóðir séu í vandræðum með sjálfbærnina þá erum við Íslendingar það ekki. 

En ef farið verður í ESB þá gengur það ekki saman að við gætum haft það betra en ESB ríkin...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.3.2012 kl. 06:48

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gott að heyra að skrif mín veita þér ánægju, Gunnar 02:43 ;)

En þú mátt alveg útskýra nánar...skil ekki alveg hvað þú átt við... ;/

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.3.2012 kl. 17:16

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þá er bara spurning, til hvers að villa um fyrir okkur, sé það málið ? Ingibjörg Guðrún 06:48 ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.3.2012 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband