14.3.2012 | 14:20
Frekjuhundar
Er því miður það orð sem kemur uppí huga mér við að lesa þessa frétt. Það á við um þá sem ekki standa sig, sem er án minnsta vafa mínum mjög lítill minnihluti.
Það eru margir hræddir við hunda. Líka hundinn sem eigandinn elskar og dýrkar og þekkir af góðu einu, sama hversu krúttaður og sætur hann er. Það veit sá sem hundi mætir sem er ekki í bandi, ekki neitt um. Ekki heldur þó eigandinn sé rétt hjá.
Mín reynsla er því miður ekki góð þegar ég hef beðið hundaeigendur sem ég hef mætt á förnum vegi, um að vera svo góð og hafa þá í bandi. Flestir nánast rífa kjaft, stólpakjaft og fara um leið í mjög mikla vörn, sem ég reyndar skil nú ekki alveg. Ég hef t.d. heyrt : ,, þér kemur þetta ekki neitt við" og nánast öskrað á mig !! Annar sagði: ,, hundurinn minn gerir engum mein, hann þarf ekki að vera í bandi" . Þá spurði ég hvort honum þætti betra að ég hringdi og kvartaði. ,, já, endilega gerðu það, sama er mér" Svei, svei og allt er þetta fullorðið fólk. Nær væri að segja: ,, alveg rétt, ég biðst afsökunar" og setja svo tauminn á hundinn, sem fólk heldur hvort sem er á, það er nú það skrítna. Það er með taum með sér.
Þeir hundaeigendur sem eru ósáttir við þessi lög um hundahald sem kveður á um að hafa hundana ávalt í taumi vil ég segja: Berjist fyrir lagabreytingu um að hundar megi vera lausir, sé það ósk ykkar. Ég er mjög efins um að slík lagabreyting verði gerð og ég vona að svo verði ekki. Fram að því: Viljiði vera svo góð og sýna tillitssemi og horfa á þá staðreynd að fullt af fólki óttast hundinn ÞINN, þó þú elskir hann og vitir að hann er ljúfur og góður og geri engum mein.
Mér þykir ekki sanngjarnt að fólk sem er hrætt við hunda, komist ekki út að ganga af ótta við hunda sem ekki eru í taumi sem má reikna með að mæta hvar sem er. Það er vitað að hundar bíta. Og ekki bara blaðbera eða Póstinn. Líka sætu góðu hundarnir sem aldrei höfðu bitið áður og eiganda bregður að sjálfsögðu mjög við slíkt. Ég vona að allir hundaeigendur fari að settum lögum og noti ávallt taum á hunda sína ;)
Taki þeir til sín sem eiga ;) Og takk meirihltui hundaeigenda fyrir að hafa hunda ykkar ávallt í taumi og virða þau lög sem gilda um hundahald.
Kvartanir vegna hundaskíts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjördís.
Ég er hundaeigandi og hef verið lengi.
Pistillinn þinn er afar vandaður og ég verð því miður að segja að allt sem þú segir er fullkomlega réttmætt.
Þær reglur sem við hundaeigendur þurfum að fara eftir eru einfaldar og sjálfsagðar.
Vel uppalinn hundur er yndislegur félagi .
Illa uppalin hundur er bara til leiðinda og í einstaka tilfellu varasamur.
Það er ekki hundinum að kenna en það eru því miður fjölmargir óhæfir hundaeigendur.
Snorri Hansson, 15.3.2012 kl. 16:08
Takk fyrir innlitið Snorri ;/
Það er óskandi að þú náir að hafa góð áhrif á þá hundaeigendur sem ekki nenna að nota tauma á hunda sína. Sá sem mætir hund, hversu ljúfur sem hann hefur reysnt eiganda sínum sem hugsar vel um hann og er honum kær, nægir ekki þeim sem er hræddur. Ýttu við þeim , eins og ég geri, sem ekki standa sig ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.3.2012 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.