Hættið Plís

Að þrátta, þrefa, karpa, bauna á, skjóta á hvert annað, gera lítið úr, hrauna yfir, móðga, særa, leggja í einelti, segjandi hvoru öðru að þegja, kallandi fólk fyrir villiketti.....vá hvað þetta er ófagleg framkoma sem er engum sæmandi, hvorki Alþingismönnum né öðrum ;( Ég er leið í hjarta mínu yfir þessu og það eru án efa margir fleiri.

Hvað veldur ? Greindarskortur ? Þið virðist öll vel af Guði gerð og gáfum gædd. Þessi framkoma er algjört stílbrot og móðgun við alla. Bæði þá sem kusu ykkur og hina líka og umheiminn allan sem ekki hefur rétt á að kjósa hér.

Alþingi nýtur aðeins 10% trausts samkvæmt nýjustu mælingum. Það er engum til góðs, ekki síst þeim sem kosnir hafa verið til að þjóna öllum almenningi, bæði þeim sem kusu hvert og eitt ykkar og líka þá sem það gerðu ekki.  Sama ætti við um foreldra sem myndu hegða sér eins fyrir framan fjölskyldur sína og vini, bæði " Face to Face" og á Facebook. Þau væru ekki vel liðin né virðing fyrir þeim borin og völd þeirra væru engin og allt í steik á heimilinu !

Tími samræðna, sátta og umbyrðarlyndis er tímabær. Þó fyrr hefði verið.

Það sama á við um þegar þið eruð í fjölmiðlum eða FB.  Það þarf að huga að þjóðarhag til framtíðar og koma þjóðinni áfram og byggja upp! Það á ekki stöðugt að skipta máli í hvaða flokk fólk er, eða hvort það tilheyri minnihluta eða meirihluta. Þið eruð þarna 63 í vinnu hjá okkur öllum,hvað sem fólki kann að finnast um það. Það á ekki stöðugt að skipta máli hver kemur með lausnirnar, það er hrokafullt að hlusta ekki á góðar lausnir, sem er án efa stór ástæða þess að hér hrundi allt algjörlega 2008 !! Og svo hefur það margoft heyrst að þið spjallið síðan saman á kaffistofum og víðar í mesta bróðerni, eftir að hafa nánast froðufelt í ræðustól eða í Kastljósinu í nöldri og fúkyrðum á hvort annað ! Hvort er feikframkoma ? Í ræðustól eða í kaffispjalli þar sem slökkt er á myndavélum ??? Það langar mig til að vita.

Og upp með bindin á ný! Það lúkkar mun betur, þó reglum um klæðnað hafi verið breytt og slakað á þeim! Það er ekki neitt að því að hafa smá standard á dresscode á Alþingi. Meira að segja er búið að setja dresscode á skákmenn, eða öllu heldur konur. Það er staðreynd að klæðaburður hefur áhrif á hvernig fólk kemur fyrir. Það á líka við um Alþingismenn á Íslandi.

Prófið að sýna hvoru öðru virðingu, kurteisi og traust. Þá fer þjóðin að gera það sömuleiðis. Það er ég sannfærð um ;))


mbl.is „Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta er hluti af því sem koma þarf til skila, vel mælt !!

En svo er því miður erfitt fyrir okkur "mjóróma" bloggara að vekja athygli á okkur með prúðmannshjali einu saman, fjölskylda sem er vön að "garga" öll skilaboð hvert til annars, heyrir ekki ef talað er á venjulegum nótum, svo það að t.d. Ómar Geirsson ofl "máli" sterkum litum er gjarnan eina leiðin til að ná fram í öllum hávaðanum, ætti ekki að vera svona, en er svona því miður.

En auðvitað heyrir þetta hvergi heima á alþingi, né heldur þegar kjörnir fulltrúar koma fram í fjölmiðlum, mikilvægara en að krefja þingmenn og ráðamenn um háttvísi og prúðmennsku, er að fólk sameinist um það sem við öll eru í raun sammála um og KOMA því til skila inn á þing, til allra flokka og allra þingmanna, sumir vilja segja að þetta hafi verið gert í ólátunum á austurvelli á sínum tíma, en því miður þá var jú gífurlegur hávaði, það heyrðist í fólki, en kröfurnar drukknuðu í margfeldi og sundrungu þeirra sem voru þarna, ekkert var sameiginlegt í raun nema óánægjan sjálf.

Nú hafa þær öldur lægt að sinni, en miklu dýpri og þyngri undiralda er að byggja sig upp, hana þarf að virkja og koma skilaboðunum áfram og það alla þeið á toppinn. 

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 14.3.2012 kl. 19:56

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Áhugvert hjá þér og sammála að skilboðin þurfa að skila sér til þeirra. En ég tel þó að þau þurfi að hafa fágaða og kurteisa framkomu. Tel að þau ættu að vera fyrirmynd almennings. Virðing er nauðsyn og traust er lykilatriði. Eða eigum við að öskra á móti og vera í stíl ? ;))

Segðu mér meira um djúpu og þungu undirölduna sem þarf að virkja ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.3.2012 kl. 20:40

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jú alveg sammála, en kurteisi eða ekki, það er ekki vandamálið eitt og sér. 

Hver er Undiraldan ? spyrð þú hm.. segðu það.. ef ég ætti mælitæki og það fyndist einhver "skali" yfir ónægju, skapaða af reynslunni eftir, ekki bara hrunið, heldur líka árin fyrir hrun, óánægju sprottna upp úr réttlætiskenndinni sem býr í okkur öllum, mismikið þó, þá gæti ég ekki bara sagt þér frá undiröldunni, hekdur líka sýnt þér "mynd" eða "graf" af henni.

En hún er þarna, miklu öflugri en heiftin sem brann fyrstu mánuðina eftir hrun, það var bensínbál sem brann heiftarlega, stjórnlaust en fljótt, undiraldan er miklu hægari, en sterkari, en breiðir sig meira og breiðara en bensínbálið, við sáum "gárurnar" af henni við þjóðaratkvæðagreiðsluna við Icesave samninginn, þáttöku forsetans í því máli, skelfingu "ræningjanna" og viðbrögð þeirra við því, þeir hafa enda einskis svifist  síðan.

En að þetta er undiralda og ekki brotsjór, er nefnilega eingöngu vegna þessarar klóku áróðursmaskínu, sem matar okkur með allskyns "jaðar" málum, sem er svo auðvelt að verða ósammála um, þannig er komið í veg fyrir að undiraldan rísi í eina átt og brotni yfir "sóðaskapinn".

Hún er þarna, reyndar ekki bara á Íslandi, jafnvel í "góðærislandinu" Noregi verður maður var við hana, harðsvíraðir bissnismenn hafa meira að segja sagt að tími sé til komin að söðla algerlega um í efnahagsmálum, þessi éilífa hringrás, þar sem óprúttnir fjárglæframenn í skjóli spilltra pólítíkusa, sí og keyra allt um koll í taumlausri græðgi, eru leystir út með almannafé (niðurskurði á velferð, atvinnuleysi og skattlagningu á almenning) verði að stoppa og fyrr en seinna, annars verða kreppurnar bara enn dýpri og alvarlegri í framtíðinni.

Undiraldan er líka bara réttlætistilfinningin sem býr með okkur öllum, sama hvaða flokk eða lista við settum krossin við síðast, samkenndin og félagslundin, sem skapaði grunnin að "Besta landi í heimi" en hvernig beislum við þennann kraft ? Hjördís, hvernig fáum við fólk til átta sig á að við erum ekki svo ósammála um hin sönnu og mikilvægu gildi, gildin sem gera eitt land að "Besta landi í heimi" ég veit sannarlega ekki, ekki veit Ómar það heldur, né þú, en með því að láta í okkur heyra, hávær, prúð eða bara málefnaleg, eru við allavega að reyna, meir er ekki hægt að fara fram á.

Ég tek undir með Ómari, að allir góðir kraftar eru velkomnir, líka þeir sem eru "útataðir" í gömlum flokkssyndum, þau eru þá með lífreynsluna, en við Ómar erum stundum á öndverðu með "munnbrúkið" en svona tjáir hann sig, ég er löngu hættur að kippa mér upp við orðalagið hans, les alltaf boðskapinn, og enn sem komið er hef ég ekki lesið neinn sem nær að lýsa því svo skiljanlega, hver glæpurinn er, hvað við megum óttast ef allt heldur áfram sem nú, og hvernig best er taka á þessu, þar erum við hjartans sammála, en gengur seint að sannfæra nógu marga aðra enn sem komið er.

Jæja þetta var lengra en upphaflega meint, en svona er þetta þegar "andinn" hleypur í lyklaputtana.

MBKV frá Norge

Heyrumst örugglega innan tíðar, hjá Ómari, eða hér jafnvel.

KH

Kristján Hilmarsson, 14.3.2012 kl. 22:26

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Áhugavert, takk fyrir þetta Kristján 22:26 ;) Og því miður óttast ég og hef gert í nokkur misseri að það styttist í 3ju heimsstyjöld, þessi undiralda er svo víða um heiminn og fer vaxandi og útbreiddari og grimmari. Ráðamenn um allan heim þurfa að fara að hlusta á reiði fólks, áður en hún þagnar , því  hætturnar leynast best í þögninni.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.3.2012 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband