Máttur þagnarinnar

Er þá samkvæmt saksóknara, orsök hrunsins, já ásamt viljaleysi eins og sjá má í annarri frétt um málið á mbl.is í dag.

Sé þetta rétt, sem ég hef enga hugmynd um....hversvegna var þögnin þá svona svakalega hávær ?

Var algjör skortur á trausti á milli æðstu ráðamanna okkar ? Og því hvað það er alltof algengt að menn keppast við að blaðara öllu sem þeim er trúað fyrir og og beina leið í fjölmiðla og nú er það í tísku til viðbótar að hlaupa sem hraðast að lyklaborðum og Tísta eða spreyja veggjakroti með trúnaðarupplýsinum á FB veggi sína...

Hvernig er þetta í dag ? Hávær þögn um mikilvæg mál ? Rétt vona að æðstu ráðamenn þjóðarinnar tali saman um hag okkar og yfirvofandi hættur. Það á ekki að þurfa að setja svo sjálfsagðan hlut í lög sem skikkar þá til þess.  En ef þess þarf, þá þarf að drífa í því.


mbl.is Ekkert rætt um vandamál bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband