15.3.2012 | 19:26
Börn á Pillunni
Veit ekki hvort það séu merki um að ég sé að eldast eða ekki, en mér varð brugðið við að sjá frétt á RÚV nú rétt áðan. Þar sagði skólahjúkrunarfræðingur að börn niður í 11 ára stundi kynlíf og ég skildi það þannig að til standi að hjúkrunarfræðingar muni geta ávísað stúlkum Pillunni ÁN samráðs við foreldra.
Eitt er víst að ef ég ætti svo unga dóttur, þá væri ég ekki sátt við að þetta væri gert án vitneskju minnar. Ætli fólki þyki þetta almennt í lagi ? Eða skyldi ég þetta ekki rétt ? Ég vona það.
http://ruv.is/frett/thurfa-ekki-ad-segja-fra-pillunni
Athugasemdir
Þar sem foreldrahlutverkið er komið yfir á hendur ríkisins, Hjördís, þá þarf auðvitað að setja börnin þeirra yfir á pilluna, svo þau geti nú haldið áfram að vera sálfræðingar foreldra sinna. Vattpikkar eru til í endalausum útgáfum.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2012 kl. 21:01
Sorgleg þróun Gunnar ;( 11 ára eru enn börn og fá pilluna að auki. Ekki er fjallað um aldur þeirra sem stundar kynlíf með þeim. Hafa 11 ára börn þroska til að stunda kynlíf, hvort sem þau eru á pillunni eða ekki ? Börn eiga að fá að vera börn.
En hvað eru vattpikkar.. ;/ ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.3.2012 kl. 21:06
Afsakið Hjördís.
"Vattpikkar" (vatpik) eru slæm danska sem þar í landi er stundum notað yfir vatterað tól á neðri hluta vissra karlmanna, sem stundum þykjast meðal annars vera feður. En þó oft hægt að nota um bæði kynin.
Auðvitað hafa börn ekki þroska til þessa. Þau eru jú börn. Og svo eru hér einnig landslög í gildi.
Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2012 kl. 21:17
Takk fyrir þetta. Og já, hafði ekki hugsað þetta alla leið með gildandi landslög í huga hvað varðar Pilluna fyrir 11 ára börn. Mér þykir þetta svo óraunverulegt að það sé virkielga stefnt á það að ávísa Pillunni að foreldrum forspurðum til barna og án þess að hugsa hver hinn aðilinn er eða aldur þeirra. Er ekki s.k lögaldur hvað þetta varðar 15 ár ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.3.2012 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.