15.3.2012 | 22:29
12 tímar
Nokkuð löng vakt án hvíldar og svo aftur á vakt að morgni. Má vinna svo lengi í einu ? Og fékk hann næga hvíld á milli vakta ? Þetta er eins og að lesa um þrælahald.
Önnur frétt á mbl.is í dag fjallar um dóm yfir bílstjóra sem hvíldi sig ekki nóg. Þessi maður fékk greinilega ekki að hvíla sig. Ýmist of eða van.
Vona að maðurinn nái góðum bata og að fyrirtækið sem hann vann hjá láti af þvi að koma svona fram við fólk. Sorglegt að hann hafi þurft að draga þá fyrir Hæstarétt til þess eins að fá skaðabótaskyldu viðurkennda. Hann getur þurft að bíða enn eftir uppgjöri bóta.
Kól á höndum við löndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar ég var í löndunum þá val algengt að við tókum 24-30 tíma vaktir. Þá var unnið á akkori og því styttri tíma sem að tók að landa út bátunum því hærra tímakaup. Þetta hefur verið eitthvað svipað.
Gísli Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 23:42
En er þetta löglegt að láta menn þræla svona án hvildar Gísli ?
Löglegt eða ekki, þá þykir mér það ekki rétt. Þetta er eins og þrælahald sem er drifin áfram af græðgi.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.3.2012 kl. 00:30
Hjördís. Að sjálfsögðu er þetta ekki í lagi. Það mætti halda að ekki væri neitt vinnueftirlit á Íslandi. Það fer alla vega ekki mikið fyrir því, ef það er til.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.3.2012 kl. 21:01
Takk fyrir innlitið Anna,
Það væri óskandi að slæmir vinnuveitendur væru sviptir rétti að hafa fólk í vinnu.
Vinnueftirlitið þyrfti að gera meira og óskandi að þeir taki sig á og standi með launafólki meira en virðist vera gert.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.3.2012 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.