16.3.2012 | 00:26
Eitt sinn skal hver maður deyja
Er það ekki nóg ? Þarf að hafa æruna af mönnum fyrst og hvað hefst með því ? Það jaðrar við að það að hafa æruna af fólki sé þjóðarsport. Vandlega í gegnum árin er einn tekinn fyrir í einu, hamast og hamast þar til sumir flýja land! Sumir ná að ,,rísa upp frá dauðum" en það gera ekki allir. Þegar búið er með einn er sá næsti tekinn fyrir. Listinn er langur. Alltof langur. Hver er munurinn á því að grýta orðum í fólk þar til ekki neitt er eftir af því, eða að taka það með stæl eins og gert er í sumum menningarheimum og það er grýtt til dauða af almenningi ? Er það ekki kannski bara heiðarlegra ? Hver vill vera næstur í röðinni ? Ég held að enginn muni rétta upp hendi, enginn !
Slíkt grjótkast er fordæmt ,, amk í okkar heimshluta, og með réttu. Það þykir ekki nógu siviliserað og það þykir of grimmt og óvægið. En er það meira sivielserað að kasta ,,grjótum" með orðum og hirða æruna af fólki og þeirra afkomendum um aldur og ævi ? Eftir hverju er verið að bíða og hverju er vonast eftir ? Að fólk fremji sjálfsmorð sem í slíku lendir ? Ætli það sé tilgangurinn og markmiðið eða er vonast til að viðkomandi hafi fyrst viðkomu á geðdeild ? Því miður held ég það stundum.
Ekki hef ég nokkra hugmynd um það hvernig JBH hefur tekist á við þessa umfjöllun en ég á erfitt með að ímynda mér að þetta fari vel í hann frekar en annað fólk. Eða hversu þykkan skráp fjölskylda hans er með. Eitt er víst að hvorki JBH né hans nánustu eru vélmenni sem þolir hvað sem er og endalaust.
JBH hefur margbeðist afsökunar eins og fram hefur komið. Hann hefur viðurkennt dómgreindarskort og þetta hefur valdið sárum í fjölskyldum þeirra í áratug eða svo. Þetta er sorglegt mál að öllu leyti , bæði fyrir kornunga frænkuna sem og aðra sem standa þeim nærri. Hvað getur hann gert meira ? Ég er nokkuð hugmyndarík að öllu jöfnu og úrræðagóð svo það er mikið sagt þegar ég kem ekki auga á neitt sem hann gæti mögulega bætt við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hann hafi þegar gert og reynt að gera til að bæta fyrir það sem gerðist.
Við búum ekki bara í sivileseruðu landi með réttarkerfi sem fjalla um þau mál sem þangað rata. Við erum missamála um niðurstöður þeirra. En það er sú leið sem við höfum kosið að afgreiða málin. Við erum nefnilega svo heppin að auki að við búum í kristnu samfélagi. Og það þýðir m.a. annars fyrirgefning. Sum lönd búa enn við auga fyrir auga, tönn fyrir tönn lögmálin. Er það þannig samfélag sem við viljum og að mál séu leyst með blóðugum grjótköstum á götum og torgum, án dóms og laga og án fyrirgefningar ? Ég vona ekki.
Þetta er búið og gert, bréfin voru send og ekki hægt að taka þau til baka. Það er óskandi að sár allra sem málið snertir nái að gróa og að fyrirgefning muni eiga sér stað. Annað er ekki í stöðunni.
Mannfyrirlitning í skrifum Þóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ef búið er að fyrirgefa Jóni þá er allt í lagi en er það búið?
Sigurður Haraldsson, 16.3.2012 kl. 01:08
Hvað leggur þú til að JBH geri ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.3.2012 kl. 10:19
Fari í fangelsi.
óje (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.