Svanir og Úlfar

Eru meðal þeirra dýrategunda sem eru hvað tryggastir við maka sína. Þeir halda að mestu leiti tryggð við maka sinn lífið út,halda hvorki framhjá né skilja. Þannig er það því miður ekki hjá mannfólkinu. Ekki einu sinni á Íslandi. Hjónaskilnaðir eru ca. 40%. Framhjáld þekkja margir af eigin raun, hvort sem viðkomandi hefur verið sá sem sveik eða sá sem var svikinn. Veit ekki hvort til séu áreiðanlegar tölur um tíðni framhjálds en ég tel að flestir telji það of algengt, svona út frá því sem lífið hefur upplýst mann um.

En Íslendingar hegða sér upp til hópa, eins og Svanir og Úlfar þegar það kemur að stjórnmálaflokkum og kosningum. Tryggðin við flokk sinn og í kjörklefanum er án efa mun meiri en tryggðin í hjónaböndum.  Í kjörklefanum ,þar sem engin sér til og enginn þarf að vita neitt, er í raun hinn pottþétti staður til að taka hliðarspor ef fólk kýs og ef fólk þorir.  Fólki er því alveg óhætt að ,,opinbera ást sína" í ræðu og riti án þess að þurfa að standa við það þegar á reynir, svona í rauninni. Allavega fólk sem er illa þjakað af þrælsótta. ,,Framhjálhaldið" í kjörklefanum mun aldrei komast upp. Merktu því við það sem þú í hjarta þínu vilt kjósa, án ótta.

Flest fólk sem upplifir sig blekkt, svikið, vansælt, vonsvikið, kúgað , eða vanrækt í hjónabandi sínu, yfirgefur á endanum hjónaband sitt og fer ekki tilbaka. Það trúir ekki að sá sem því leið illa með, á meðan makinn hafði tækifæri til, sé breytt-ur þó hann/ hún hafi byrjað í ræktinni, farið í ljós, fengið sér strípur og nýtt flott dress. Og lofi öllu fögru um að nú verði allt gott, bara ef tækifæri fáist til þess. Bara ef þú ,,kýst" mig aftur, ástin mín. Með réttu eða röngu, þá nægja ekki einu sinni óskir um fyrirgefningu. Skilnaðurinn er endanlegur, ( lang) oftast nær. Það nægir ekki heldur að senda rósir eða konfekt. Traustið er farið , það er brennt og grafið. Það verður ekki aftur snúið né annað tækifæri gefið.

Stjórnmálaflokkur, hver sem er, getur hegðað sér með nákævmlega hætti, árum eða áratugum saman en tryggðin er haldin við hann. Hversvegna í ósköpunum ???? Sama hvað hann gerir, sama hversu mikil vonbrigðin eru og svikin loforð um bót og betrun. Það breytir engu. Tryggðin helst fram í rauðan dauðann. Ekki tekið svo mikið sem eitt hliðarspor í kjörklefanum og skilnaður er óhugsandi.

Væri tryggðin í hjónaböndum jafn digg og við stjórnmálaflokkana, hversu háa skilnaðartíðni byggjum við þá við ? Innan við 5% ? Innan við 3% ? Mikið væri nú margt betra í samfélaginu okkar ef tryggðin við flokkana myndi smitast í hjónaböndin og yrði um leið jafn mikil og hjá Svönum og Úflum. Það væri óskandi.  Og svo er það mannfólkið sem er hin hugsandi vera...

Eða þá ef fólk myndi ekki hika við að kjósa annað en síðast eða þarsíðast, þegar sá sem X-að var við reyndist ekki vel, frekar en fólk hikar hvorki með hliðarspor sín né skilnaði.

Það styttist í kosningar og menn eru komnir á fullt í kosningaslag. Höldum tryggð þar sem hún er verðskulduð en verum óhrædd við að merkja ,,X-Annað en síðast" sé það óskin. Það þarf enginn að vita af því...alveg satt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband