17.3.2012 | 18:54
Ég vil ekki sjá hana
En þú mátt alveg fá hana, því hún er alltof veik...hvaða aðrir þjóðarleiðtogar tala niður eigin gjaldmiðil ? Á þetta niðurtal að auka tiltrú fjármálamarkaðarins ? Hvernig á efnahagsstjórn að lagast með því einu að fá nýjan gjaldmiðil ? Það skil ég ekki.
Gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl.
Það hefur ekkert upp á sig að ræða þessi mál við Jóhönnu enda skilur hún ekkert í þessum málaflokki frekar en aðrir í hennar flokki. Það er eins og Sf liðar sjái ekki hvernig staðan er í sumum evrulöndum. Ef Grikkir tækju núna upp drögmuna sína mættu þeir eiga von á góðu túristasumri en í dag er allt meira eða minna tómt þar. Evran er eins og spennitreyja fyrir Grikki og myndi vera það sama fyrir okkur. Mynt þjóðar verður að laga sig að efnahagslegum aðstæðum hennar en það gerir evran ekki fyrir margar þjóðir í Evrópu. Evran er orsök vandræða margra þjóða í Evrópu.
Hvernig ætlar svo yfirmaður efnahagsmála Íslands, Jóhanna, að útskýra þetta svakalega atvinnuleysi hjá ungu fólki í sumum evrulöndunum? Er um 40% atvinnuleysi ungs fólks bara allt í lagi og partur af pakkanum? Er þar ekki verið að sóa orku og hæfileikum? Er það kannski bara í lagi?
Helgi (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 21:22
http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1229382/
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 17.3.2012 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.