19.3.2012 | 20:22
Money Money Money
Þarf allt að snúast um peninga, líka lífsbjörg ? Man ekki betur en að það hafi komið fram frá björgunarsveitum að þeir vilji ekki rukka fólk. Samt virðist umræðan fara af stað í nánast hvert sinn sem lífsbjörg verður en fólk þorir reyndar ekki að minnast á peninga þau skipti sem björgunarsveitarmennirnir okkar þurfa að koma með lík með sér tilbaka. Þetta bar á góma í Reykjavík síðedegis á Bygjunni í dag og nú er þar skoðanakönnun um málið á visir.is.
Má þetta kerfi okkar ekki bara fá að vera áfram eins og það er og gætum við ekki verið öðrum þjóðum góð fyrirmynd ? Við höfum ávallt verið gestrisin þjóð, höldum í það. Það er alveg meira en nógu dýrt að koma til landssins. Það þarf ekki að hrista hverja einustu krónu úr vösum þeirra fáu sem þarf að leita að. Það eru aðeins örfáir ferðamenn sem þarf að leita að og sem betur fer finnast flestir þeirra. Annað væri ef þeir sem eru í forsvari björgunarsveita vilja að þeim sem bjargað er borgi.
Væri ekki nóg að bjóða hverjum þeim sem bjargað er að styrkja sveitir landssins ? Afhenda smá bækling með upplýsingum um starf sveitanna og að þetta séu sjálfboðaliðar og hafa bankaupplýsingar með. Það gæti jafnvel skilað meiru til sveitanna.
Takk fyrir störf ykkar allt björgunarsveitarfólk ;)
Við erum óskaplega þakklátir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.