Fortíðin er liðin

Gott að menn sjái að sér og því ber að fagna ! Til hvers að núa honum því um nasir ? Slíkt skilar engu og ekki er þrjóskan betri. Eflaust var hann eins og svo stór hluti þjóðarinnar ; blindaður af Baugsveldinu svo kallaða. Batnandi mönnum er besti að lifa ;)
mbl.is Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi aðferð kallast að deila og drottna og er aldagömul. Skipta lýðnum upp í tvær andstæðar fylkingar og etja þeim saman í sviðsettan slag um keisarans skegg. Á meðan sitja drottnararnir (til dæmis Baugur og FLokkurinn hans Björns) rólegir úti í horni og deila (til dæmis með sér eigum hinna) og drottna (til dæmis yfir hinum sem liggja í eigin vessum á gólfinu og slást).

Þessa iðju hafa Repúblíkanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn í alræðisríkinu BNA stundað með góðum árangri í áratugi, ef ekki meir. M.a. þess vegna sigraði kapítalisminn kommúnismann. Vegna þess að það er ódýrara fyrir ríkið að plata fólkið til að bæla sig sjálft en að ríkið þurfi að beita valdi sínu til þess.

Hlekkir hugans eru sveigjanlegra stýritæki en áþreifanlegir hlekkir, og virka svo lengi sem drottnurunum tekst að halda um téð stýritæki og beita því af skilvirkni. En það krefst heldur einskis nema viljans af hálfu hugarfangans til að brjótast úr slíkum hlekkjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2012 kl. 03:45

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Guðmundur;)

Hvað sem veldur, þá þarf að huga að nútíð og framtíð og við búum í frjálsu landi og frelsið á einnig að ná til þess að við fáum að skipta um skoðun , eins og t.d. þegar nýjar upplýsingar koma fram sem breyta afstöðu okkar. Fortíðin er liðin og verður ekki breytt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 06:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sigurjón hefur síst af öllu tekið undir eða stutt þá pólitík sem Fréttablaðið rekur né hefur það á nokkurn hátt tekið undir sjónarmið hans t.a.m í kvóta- og Evrópumálum svo ekki sé minnst á skuldamál heimilana.

Sigurður Þórðarson, 20.3.2012 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband