Traust

Okkur verður vonandi treyst til þess að kjósa um nýja stjórnarskrá í sumar. Rétt eins og okkur er treyst til þess að kjósa Alþingismenn , borga skatta og skuldir,  gifta okkur og eiga börn. Séum við nógu greind til þess, erum við nógu greind til að kjósa um eigin stjórnarskrá. Menntunarstig þjóðarinnar er að auki hátt , svo það er óþarfi að panika yfir því að þetta verði of flókið. Amk ekki flóknara en svo margt annað sem okkur er treyst til að gera. Allir sem náð hafa kosningaaldri munu fá að kjósa, bæði Alþingismenn, Forseti vor, útvegsmenn, bankamenn og almenningur. Gott mál sem ég vona að verði ekki stoppað eða sett í frystinefnd.

Svo er óskandi að lög um hópmálssókn verði kláruð. Okkur er alveg treystandi til þess að eiga slík lög, líkt og öðrum þjóðum !


mbl.is Borin undir þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ég var nú að enda að kommenta á einn sem er jafn blindur og þú með það að halda að við þjóðin fái eitthvað um þetta að segja. Það er og búið að liggja fyrir allan þann tíma sem þetta ólöglega stjórnlagaráð kom saman, að þegar þjóðin fái að kjósa um þessar tillögur, þá er sú kosning aðeins RÁÐGEFANDI, og taktu vel eftir, RÁÐGEFANDI, fyrir þingið, þannig að þessi kosning er ekkert nema skrípaleikur og kostnaður uppá fleiri milljónir. Síðan mun þingið eins og venjulega, moða úr þessu á sinn spillta og pólitíska hátt. Þetta gjörspillta og handónýta lið niður á þingi, telur okkur þjóðina ekki hafa vit né getu til að hafa endanleg áhrif á þessa nýju stjórnarskrá og tryggði það þannig, að ef til kosningar kæmi, þá yrði sú niðurstaða aðeins RÁÐGEFANDI.

Með bestu kveðju.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.3.2012 kl. 09:39

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála Hjördísi. Við Sigurð vil ég segja það að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla sendir skilaboð um vilja þjóðarinnar til þingsins. Einstakir þingmenn geta svo átt það við sína samvisku hvort þeir taki mark á því eða ekki.

Sigurður Hrellir, 20.3.2012 kl. 10:43

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Sigurður,

Ég vil halda í vonina um að við fáum að kjósa um þetta og þó það verði ráðgefandi  ( sem ég var að vísu búin að gleyma í bjartsýni minni) að þá verður pressan á Alþingi það mikil að þeim verður varla stætt á öðru en að hlusta. Það er kannski það sem þeir óttast ? Þeas muni meirihluti samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Það er búið að ræða um þörf á breytingu í árataugi og þetta er bara fínt sem komið er og orðið nógu dýrt. Það verður ekki neitt betra þó þetta velkist í áratugi í viðbót eða þó einungis lögfræðingar fái vinnu og laun fyrir þetta.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 12:30

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Og sömuleiðis takk fyrir innlitið Sigurður Hrellir og vonum að fleiri séu okkur sammála, ég hef það á tilfinningunni að við viljum fá að klára þetta stjórnarskrármál.

En hvað um lög um möguleika almennings á hópmálsókn ? Ertu fylgjandi því líka ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 12:33

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, Hjördís. Ég er því fylgjandi. Það verður að auðvelda fólki að leita réttar síns fyrir dómstólum.

Sigurður Hrellir, 20.3.2012 kl. 13:09

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er náttúrlega bönkum og fyrirtækjum í óhag, spurning hvort það sé ástæðan á töfinni ? Kem ekki auga á aðra ástæðu. Dómstólar ættu að vera því fylgjandi, hægt að afgreiða marga á sama bretti. Kannski að almenningur þurfi að stofna ,, Almenningur Group HF" ef við fáum ekki lögin samþykkt ? Þá sláum við kerfinu ref fyrir rass, eins og sagt er á slakri frönsku.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 13:41

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Að sjálfsögðu er ég alveg sammála ykkur báðum. En reynslan af þessum  fólki á þingi hefur sýnt og sannað að þeim er ekki treystandi. Því miður.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.3.2012 kl. 16:06

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þá er um að gera að treysta kjósendum Sigurður ;) Verum bjartsýn.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.3.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband