20.3.2012 | 15:33
Stemmir ekki
Reynt er að telja okkur trú um , til þess að við leggjum blessun okkar yfir ofurlaun sem er á uppleið í bönkunum, að því hærri laun því hæfara fólk fáist til að stjórna bönkunum.
Landsbankinn skilaði mestum hagnaði og Arion minni . M.v. rökin sem okkur eru gefin, ætti afkoma LÍ að vera sú slakasta. Bankastjóri ísalndsbanka / Glitnis, ætti samkvæmt þessu að vera með lægstu launin, hafi ég skilið þetta rétt.
Man eftir Alþingismanni sem sagði í ræðupúlti ( eftir hrun), að nauðsyn væri að hafa launin góð í bönkunum, annars fengist þangað aðeins ,, hratið " til starfa. Ég man einnig hvað ég var undrandi að sjá ekki þessi orð´í fyrirsögnum fjölmiðla í kjölfarið , né heldur andmæli félags bankastarfsmanna.
Fram hefur komið að ýmsir stjórnendur LÍ hafi hærri laun en bankastjórinn. Það sem mig langar til að vita ef hvort því sé eins háttað í hinum tveimur bönkunum sem hér eru nefndir ???
Bankastjóralaunin 80,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.