21.3.2012 | 11:56
Dr.Money
Má eflaust segja að Seðlabankastjórar og starfsmenn hans séu. Að hluta til amk. ,,Lyfin" sem skrifuð eru út eru vaxtahækkanir. En hvað gera ,,læknarnir" til að LÆKNA ástandið ? Horfa þeir bara á og vona að meinið læknist af sjálfu sér ? Og halda svo bara blaðamannfundi til að tilkynna okkur hvert ástandið er hverju sinni ?
,,Ef verðbólguhorfur bötnuðu ekki umtalsvert á næstunni gæti komið til frekari vaxtahækkana."
Án gríns, hvað gerir Seðlabankinn til að virkilega draga úr verðbólgunnni og sjá til þess að verðbólgumarkmið standist, sem þau hafa sjaldnast gert , svo ég muni. Má bankinn endalaust mistakast að ná markmiðum sínum ? Eru engin viðurlög við að ná ekki árangri ? Er markmið bankans einungis uppá punt ?
Vextir gætu hækkað meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já tilkynna okkur hver staðan er sem þeir sjálfir búa til og stjórna...
Það á að koma öllu þessi fólki frá tafarlaust vegna þess að það er ekkert verið að gera til þess að laga stöðuna hérna og ekki laust við að það hvarfli að manni hvort þetta sé leikandi gert til þess að veikja Krónuna okkar í von um að við Íslendingar verðum tiltækari í annan gjaldmiðil...
Bara það að gæta ekki okkar hag sem bestan á að vera brottrekstrarhæft og brotlegt lagalega séð finnst mér...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.3.2012 kl. 12:52
Já Ingibjörg Guðrún, þægilegt að hækka bara vextina í hvert sinn sem þarf.
Mikið væri nú gott ef almenningur gæti hækkað laun sín og lækkað lánin sín í hvert sinn sem á þyrfti að halda..
Kannski er verið að hjálpa bönkunum sem spá tveimur hækkunm í víðbót á árinu ? Eða hvort ætti að kalla það pantanir á hækkun stýrivaxta ?Svona sem plástur á meint tap vegna gengismáladósmins ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.