21.3.2012 | 17:29
Bílskúrsfyrirtæki
Er það kallað þar á bæ þegar hagsmunir viðskiptavinar eru ekki hafðir að leiðarljósi. Vá hvað það væru þá margir bankar og önnur fyrirtæki sem myndu flokkast sem bílskúrsfyrirtæki á Íslandi...vá !
En það er óskandi að Ísland bíði ekki boðanna með að herða reglur með smálánafyrirtæki hér á landi, líkt og Finnar og nú Svíar eru að vinna að. Við þurfum ekki að bíða með það eða finna hjólið upp sjálf. Getum vel nýtt þeirra reynslu, það er ólíklegt að reynslan hér verði svo ólík þeirra.
Svíar herða kröfur um smálán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smálán eru einhver skýrasta mynd mafíustarfsemi sem um getur. Þúsundir prósenta eru innheimtir í þessum okurlánum, og menn yppa öxlum. Hvað er að? Hverjir ráða orðið för í þjóðfélaginu?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 18:10
Erfitt að skilja að þessi fyrirtæki fái að vaxa og dafna á okurvöxtum Axel. Ég vona að það náist að stoppa þetta sem fyrst og heyrði á Ögmundi í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann muni gera allt sem hægt er. Vona að það gerist mjög fljótt. Samstarf við kortafyrirtækin eða löggjöf ef það gengur ekki.
Ekki gott að hagvöxturinn sé örvaður með þessum lánum að hluta.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.