Óskandi

Að kortafyrirtækin séu til í að loka á þessi netpóker. Punktur is eða Punktur com, breytir litlu. Jafn slæmt eftir sem áður fyrir þá sem ánetjast þessu. Það eru nægir djöflar að eltast við sem er erfiðara að ná í skottið á og stoppa. Látum þá ekki þennan halda áfram óáreittan þegar það er vel hægt að stoppa han af með því að loka á kreditkortin.

En af forvitni, ætli það skili sér eitthvað tilbaka, ef menn vinna ? Ekki að ég telji slíkar gjaldeyristekjur spennandi en það væri fínt að upplýsa um það svo þeir sem eru háðir þessu viti þá stöðuna. Mér skylst nefnilega að eitt af því sem einkenni þetta netpóker gambl, sé sú trú að sá sem gamblar nái að koma út í plús.

Og svo er eitt pínu skondið um leið....á tímum gjaldeyrishafta, að hægt sé að eyða milljarð á einu ári í gjaldeyri sitjandi heima hjá sér á Íslandi í tölvunni sinni að gambla.

Á sama tíma þurfa aðrir að sætta sig við að fá aðeins að kaupa gjaldeyri fyrir kr. 300.000.- gegn framvísun flugmiða... ;)


mbl.is Rætt við kortafyrirtækin um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er ekki hægt, við verðum að banna allt sem fólk eyðir í.  Ég þekki nokkra með bíladellu og þeir eyða stórfé í þetta.  Við verðum að banna bílaeign og notkun í þessu landi af því að það eru einhverjir sem geta ekki höndlað sig.  Ég hef eytt stórfé í að uppfæra tölvuna þó svo að ég hefði komist af með gamla dótið.  Ögmundur viltu drífa þig í að banna tölvur fyrir alla svo ég hafi ekki lengur val á því að nota peningana í þetta.

Einarer (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 20:51

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir að kommenta hjá mér Einarer,

Held að spilafíkn sé aðeins meira mál en það sem þú tekur sem dæmi. Sagt er að spilafíkn sé mjög alvarleg og því sjálfsagt að reyna hvað hægt er til að stoppa þetta. Þetta gerir ekki neitt gagn að gambla. Bílar og tölvur hafa notagildi og gera meira gagn en ógagn.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband